Reykjanes - 01.11.2012, Síða 4

Reykjanes - 01.11.2012, Síða 4
4 1. nóvember 2012 Oddný G. Harðardóttir styrkleikar svæðisins eru ótvíræðir Flokksval Samfylkingarinnar verður haldið 16. og 17. nóv-ember n. k. Oddný G. Harðar- dóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar í kjördæminu. Fyrsta sæti listans skipar núna Björgvin G. Sigurðsson, fyrrver- andi ráðherra flokksins. Oddný hefur á þessu kjörtímabili gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna, verið formaður Fjárlaganefndar, Fjár- málaráðherra og gegnir nú aftur for- mennsku í þingflokknum. Reykjanes ákvað að heyra aðeins hljóðið í Odd- nýju. -Er flokksvalið eingöngu fyrir skráða félaga í Samfylkingunni? Nei, flokksvalið er einnig fyrir skráða stuðningsmenn en þeir þurfa að skrá sig eigi síðar en 8. nóvember. Skráning fer fram á síðunni xs.is undir flipan- um Taktu þátt. Fyrst undir flipanum er skráning í flokkinn og þar fyrir neðan skráning stuðningsmanna. Kosningin 16. og 17. nóvember er rafræn og þeir sem taka þátt fá allar upplýsingar á síðunni xs.is, m. a. um kjörstaði fyr- ir þá sem ekki eru með heimabanka til að taka við lykilorði eða aðgnag að nettengingu. -Nú sækist þú eftir að leiða listann og fara þannig gegn Björgvini núverandi oddvita listans. Hvers vegna eiga kjós- endur að treysta þér fyrir forystu listans? Kjósendur verða að meta það með því að líta yfir feril minn bæði sem þingmanns og ráðherra en einnig störf mín áður en ég settist á þing. Stærsta hluta starfsævi minnar hef ég unnið að skólamálum. Ég starfaði í tæp 20 ár við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, lengst af sem aðstoðarskólameistari, vann við stefnumótun í menntamálaráðu- neytinu áður en ég gerðist bæjarstjóri í Garði eftir sveitarstjórnarkosningar 2006. Ég býð mig fram í forystusætið vegna þess að ég tel að ég sé traustsins verð og að ég hafi sýnt það að ég ráði við krefjandi verkefni. Ég hef á síðustu árum öðlast bæði þekkingu og reynslu sem nýtist vel til ábyrgðarstarfa fyrir þjóðfélagið. -Það vekur athygli mína að Björgvin G. Sigurðsson hefur gefið það út að hann sé mikill virkjanasinni og vilji m. a. ganga í að virkja í Neðri hluta Þjórsár, sem ég held að sé stefnubreyting hjá honum. Ert þú virkjanasinni Oddný? Það fer nú eftir því hvaða merkingu þú leggur í orðið virkjanasinni. Ef það þýðir að það eigi að virkja alltaf þegar það er mögulegt án þess að taka tillit til náttúru og samfélags og sama hvaða verð fæst fyrir rafmagnið, þá er ég ekki virkjanasinni. Vinna við gerð svokall- aðrar rammaáætlunar hefur verið í gangi frá árinu 1993 og niðurstaða hennar er nú til umfjöllunar í þinginu. Rammaáætlun gengur út á það að finna sátt á milli nýtingar og vernd- ar þegar kemur að virkjanakostum. Metin eru áhrif á náttúru og menn- ingarminjar, útivist, ferðaþjónustu og hlunnindi og efnahagsleg og félagsleg áhrif virkjana. Rammaáætlun verður vonandi afgreidd frá Alþingi fyrir jól því það er mjög mikilvægt að skapa aðstæður sem fyrst til að gera áætlanir til langs tíma, bæði hvað varðar virkj- anir og náttúruvernd. Virkjanakostir eru flokkaðir samkvæmt lögum í þrjá flokka: nýtingu, vernd og bið. Þeir kost- ir sem eru í biðflokki eru þar vegna þess að það á eftir að rannsaka þá frekar. Þegar rannsóknirnar hafa farið fram og niðurstöður liggja fyrir þá verður að flokka þá annað hvort í vernd eða nýtingu eftir því sem niðurstöðurnar gefa ástæðu til. Af varfærni er lagt til í þingsályktunartillögunni um rammaá- ætlun að neðri hluti Þjórsár verði í bið- flokki á meðan laxagengd er rannsökuð enn frekar eftir að fram komu nýjar upplýsingar hvað hana varðar. Ég er sammála því að fara með þeirri varúð en legg jafnframt áherslu á að niður- stöður liggi fyrir eins fljótt og auðið er. Einnig er gert ráð fyrir að áhrifasvæði Vatnajökulsþjóðgarðs verði athugað betur en annars er þingsályktunar- tillagan með óbreyttum hugmyndum sem formenn faghópa og formaður verkefnastjórnar lögðu fram og fór í lögbundið umsagnarferli á síðasta ári. Það er afar mikilvægt að rammáætlun verði samþykkt svo taka megi til við að vinna eftir henni, hvort sem um er að ræða vegna nýtingarkosta, verndar eða að svara þeim spurningum sem settar hafa verið fram vegna virkjanakosta sem eru tímabundið í biðflokki. Ferlið hefur staðið yfir í næstum 20 ár og það er gleðilegt að nú sé komið að því að staðfesta niðurstöðuna. -Atvinnuástand hefur ekki verið nógu gott hér á Suðurnesjum. Hvernig er hægt að bæta úr því á næsta kjörtímabili? Í fyrsta lagi þurfa ríki og sveitarfélög að skapa góðar aðstæður svo fyrirtæki velji Suðurnesin sem starfsvettvang. Það hafa sveitarfélögin gert með góðu skipulagi fyrir atvinnustarfsemi og halda þarf áfram með það ágæta sam- starf sem hefur verið á milli sveitarfé- lagana á Suðurnesjum og þróa nýjar leiðir hvað það varðar. Ríkið býður fjárfestingasamninga og fjórir slíkir samningar hafa verið skrifaðir vegna stórra verkefna á Suðurnesjum og þrír þeirra þegar undirritaðir. Þetta er álver- ið og kísilverið í Helguvík, gagnaver- ið á Ásbrú og fiskeldið á Reykjanesi. Ég er sannfærð um að bæði álverið og kísilverið fara á fulla ferð um leið og markaðsaðstæður í löndunum í kringum okkur batna og munu skapa hér ákveðinn stöðugleika atvinnulífs á svæðinu ásamt þeim fyrirtækjum sem fyrir eru. Nýsköpun er annar mjög mikilvæg- ur þáttur og mun skipta æ meira máli fyrir atvinnulífið hér á næstu árum. Nú þegar eru styrkir veittir til nýsköp- unarfyrirtækja vegna rannsóknar og þróunar og rannsóknar- og tæknisjóðir verða efldir svo um munar á næsta ári og það mun nýtast nýsköpun í atvinnu- lífinu beint. Sem fjármála- og efna- hagsráðherra setti ég af stað vinnu í ráðuneytinu við að undirbúa frumvarp um skattaafslátt til þeirra sem fjárfesta vilja í nýsköpunarfyrirtækjum. Þegar allt þetta vinnur saman ásamt hug- myndaauðgi og krafti heimamanna þá munu nýsköpunarfyrirtækin blómstra og veita fjölbreytt atvinnutækifæri. Til stuðnings öflugu atvinnulífi þarf öfluga skóla. Því þarf að styrkja menntastofnanir svæðisins til góðra verka sem skila sér ríkurlega til samfé- lagsins til langs tíma. Þar er kjölfestan Fjölbrautaskóli Suðurnesja þar sem um 1.100 Suðurnesjamenn stunda nám. Keilir á Ásbrú, Fisktækniskólinn í Grindavík, MSS í Reykjanesbæ og Þekkingarsetrið í Sandgerði eru allt stofnanir sem styrkja samfélagið að ógleymdum tónlistarskólunum sem spila hér stóran þátt eins og dæm- in sanna. Hagvöxtur til lengri tíma litið kemur með góðri og fjölbreyttri menntun. Því má alls ekki gleyma hlut skólanna í eflingu atvinnulífsins. Suðurnesin hafa allt til að bera sem vænlegur búsetukostur. Hér eru greið- færir vegir og samgöngur góðar, ágætar hafnir og alþjóðaflugvöllur. Náttúru- fegurð og jarðvangur innan seilingar. Góðir skólar og íþróttastarf. Nálægð við höfuðborgarsvæðið ætti frekar að styrkja okkur en veikja. Styrkleikar svæðisins eru ótvíræðir og við munum vinna á langtíma atvinnuleysi á næsta kjörtímabili, m. a. með góðu samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Almenna aðgerðin er þó alltaf sú að haldið sé á ríkisfjármálum og efnahags- stórn af ábyrgð og hagsýni þannig að velferðin sé tryggð. Á það legg ég mikla áherslu því góð hagstjórn er undir- staða velferðarinnar ásamt traustu atvinnulífi. Vanda þarf uppbyggingu til framtíðar og varast lítt hugsaðar skyndilausnir. Ásmundur fyrrverandi bæjarstjóri og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins sendir þér nýlega pillu á vef Víkurfrétta, vegna erfiðrar stöðu Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Ásmund- ur segir: “Við þurfum alvöru talsmenn á þing. Fólk sem berst fyrir hagsmun- um Suðurnesja en ekki gegn þeim. ” -Oddný, ert þú að vinna gegn hagsmun- um Suðurnesja á þingi? Ég tel ákaflega mikilvægt að Suðurnesin eigi góðan og öflugan tals- mann. Ég er Suðurnesjamaður í húð og hár, fædd og uppalin í Garðinum og hef stærstan hluta starfsævi minnar unnið við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Ég hef kynnst innviðum samfélagana bæði sem þjónustuþegi og bæjarstjóri. Dætur mínar búa einnig á Suðurnesj- um með sínar fjölskyldur og nánast öll mín skyldmenni í báðar ættir. Segja má að ég þekki hvern hól og hverja hæð þegar kemur að Suðurnesjum og hagsmunum fólksins sem þar býr. Ég ætla ekki að túlka ummæli þau sem þú vitnar í en ég leyfi mér þó að segja að það sé augljóst að ég vinn að heilindum að hagsmunum Suðurnesjamanna á þingi. Ég hef tamið mér að velja frekar rökfestu og yfirvegun en upphrópanir og tel að það sé einnig fyrsti valkostur Suðurnesjamanna. -Aðeins að þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október s. l. Helmingur kjósenda situr heima og mætir ekki á kjörstað, þótt Samfylkingin segi þessar kosningar einstaklega mikilvægar. Er þetta áhuga- leysi kjósenda kjaftshögg fyrir Samfylk- inguna? Nei auðvitað ekki. Ég vil alls ekki snúa því lýðræðislega ferli sem samn- ing nýrrar stjórnarskrár er í upp á stjórnmálaflokka. Það hófst með þverpólitískri sátt um þjóðfundinn góða. Stjórnlagaráð fékk síðan það ver- kefni að útfæra niðurstöður þjóðfund- ar. Ég er mjög stolt af allri þessari vinnu sem þúsundir Íslendinga hafa komið að. Þjóðin er að semja sér nýja stjórnar- skrá, loksins. Ég var ánægð með niður- stöðuna úr þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þeir sem sátu heima ákváðu að láta þá sem kusu ráða og það er bara fínt. Þannig virkar lýðræðið sem við búum sem betur fer við. Reykjanes þakkar Oddnýju fyrir skilmerkileg svör og óskar henni góðs gengis í flokksvalinu. Full búð af flottum fötu m Fyrir flottar konur Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is Verslunin Belladonna á Facebook Stærðir 40 – 58 Hof 40 ára. BaldvinsHoF Kiwanisklúbburinn Hof í Garði fagnaði s. l. föstudag 40 ára afmælis síns. Hin veglegasta afmælisveisla var haldin í húsakynn- um Hofs í Garðinum. Tveir af stofn- endum klúbbsins eru enn starfandi, en það eru þeir Ingimundur Þ. Guðnason og Jón Hjálmarsson. Guðmudnur for- seti Hofs heiðraði féæagana á þessum tímamótum. Á afmælishátíðinni fékk húsnæðið einnig nafn. Baldvinshof skal það heita. Baldvin heitinn Njáls- son átti allan heiðurinn af því að fé- lagið festi kaup á húsnæðinu og er þaðþví vel við hæfi að nefna húsið eftir hans nafni. Kiwanisklúbburinn Hof hefur í gegnum áratugina styrkt mörg góð málefni í Garðinumog víðar. Reykjanes færir klúbbnum hamingju- óskir á þessum tímamótum.

x

Reykjanes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.