Reykjanes - 01.11.2012, Side 6
6 1. nóvember 2012
volundarhus.is · Sími 864-2400
VERÐTILBOÐ - GESTAHÚS 25 m²
kr. 1.500.000,- án fylgihluta
kr. 1.800.000,- með fylgihlutum
og byggingarnefndar teiknisetti.
www.volundarhus.is
Vel valið fyrir húsið þitt
RÝMINGARSALA
Á GESTAHÚSUM OG GARÐHÚSUM
ALLT Á AÐ SELJAST!
V
H
/1
2-
03
34 mm bjálki / Tvöföld nótun
TILBOÐ - GARÐHÚS 4,7m²
kr. 242.100,- án fylgihluta
kr. 265.410,- m/fylgihlutum
70 mm bjálki / Tvöföld nótun
34 mm bjálki / Tvöföld nótun
TILBOÐ - GARÐHÚS 9,7m²
kr. 323.910,- án fylgihluta
kr. 359.910,- m/fylgihlutum
TILBOÐ - BARNAHÚS 2,1m²
kr. 119.900,- án fylgihluta
kr. 135.900,- m/fylgihlutum
28 mm bjálki
34 mm bjálki / Tvöföld nótun
GESTAHÚS og
GARÐHÚS
sérhönnuð fyrir
íslenskar aðstæður
Sjá fleiri
GESTAHÚS og
GARÐHÚS á tilboði
á heimasíðunni
volundarhus.is
suðurnesjaFólk sækist eFtir þingmennsku
Birgi Þórarinsson, Framsóknarflokki:
Brýnustu verkeFnin
eru atvinnumálin
-Hvers vegna hefur þú áhuga á þing-
mennsku?
Ég hef verið þátttakandi í stjórn-
málum sl.11 ár. Áhuginn á þessu sviði
nær þó lengra aftur í tímann og má
segja að það hafi gerst fyrir tilviljun,
þegar ég skrifaði ritgerð við Háskóla
Íslands í guðfræði. Ég las bók eftir
Tryggva Þórhallsson guðfræðing og
fyrrv. forsætisráðherra. Tryggvi heill-
aði mig strax í upphafi. Hann var einn
af stofnendum Framsóknarflokksins
1916. Hann setti fram listavel tengsl
guðfræði og stjórnmála. Þetta heillaði
mig. Ég kynnti mér stefnu flokksins
og sögu og á endanum gekk ég í flokk-
inn. Mér líkar vel miðjustefna, hvorki
öfgvar til hægri né vinstri. Að sameina
kosti beggja. Frá 2009 hef ég verið fyrsti
varaþingmaður Framsóknar í Suður-
kjördæmi. Það er því eðlilegt skref að
sækjast nú eftir þingmennsku og fá að
verða þátttakandi í því að byggja hér
betra samfélag.
-Hver eru helstu hagsmunamál
Suðurnesja í þínum huga?
Brýnustu verkefnin á Suðurnesjum
í dag eru atvinnumálin.
Að framkvæmdir við álverið í Helgu-
vík fari á fullt. Sjávarútvegurinn er okk-
ur mjög mikilvægur hann skapar auk
þess fjölmörg afleidd störf eins og fyrir
iðnaðarmenn, vélsmiðjur, netagerð,
fraktflutninga ofl. Brýnt er að eyða allri
óvissu um framtíð fiskveiðistjórnunar
og veiðigjalda. Hér bera stjórnvöld ein
ábyrgð. Nú þegar hefur dregið úr fjár-
festingum, viðhaldi ofl í sjávarútvegi
vegna stefnu ríkisstjórnarinnar.
Of há veiðigjöld koma á endanum
niður á almenningi. Fyrirtækin halda
að sér höndum, ráða færra fólk til
vinnu, draga úr fjárfestingum, viðhaldi
og endurnýjun. Skapa þarf sátt um
greinina til framtíðar og starfsskilyrði
sem skila sér í öflugum sjávarútvegi
sem færir okkur fjölmörg mikilvæg
störf og gjaldeyristekjur.
Ferðaþjónusta er mjög vaxandi grein
á Suðurnesjum. Hér hefur gistinóttum
fjölgað hlutfallslega mest á landinu,
sem sýnir að tækifærin eru svo sannar-
lega til staðar. Mikilvægt verkefni er að
fá ferðamanninn til að staldra hér leng-
ur við m. a. með því að fjölga möguleik-
um til afþreyingar, bæta aðstöðu til
náttúruskoðunar ofl.
Ríkisstjórn Samfylkingar og VG
ætlar nú einnig að vega að starfskil-
yrðum ferðaþjónustunnar með rúm-
lega 17% hækkun á virðisaukaskatti.
Brýnt er að þessi áform nái ekki fram
að ganga. Þau eru vanhugsuð og munu
aldrei skila þeim tekjum í ríkissjóð sem
að er stefnt. Ferðamenn munu leita á
ódýrari mið. Hér er ekki verið að finna
upp hjólið. Fjölmörg dæmi eru til sem
sýna fækkun ferðamanna með aukinni
skattheimtu.
Ekki má gleyma skuldavanda heim-
ilanna. Hér er ástandi verra en víðast
hvar. Við framsóknarmenn leggj-
um áherslu á að grynnka á skuldum
heimilanna og nota til þess skattkerf-
ið. Rammaáætlun vegna orkunýtingar
skiptir okkur einnig miklu.
-Fáum við álver í Helguvík?
Álver í Helguvík er mikil lyftistöng
fyrir atvinnuuppbyggingu á Suðurnesj-
um það er því brýnt að það verði að
veruleika og ég hef fulla trú á að svo
verði.
Saga þessa verkefnis hefur verið
þyrnum stráð eins og kunnugt er. Þar
vegur þyngst deilur vegna orkusölu, þó
vissulega hafi hrunið sett strik í reikn-
inginn. Helsta áhyggjuefnið í dag hvað
framkvæmdina varðar er lækkun á ál-
verði í heiminum. Ég er reyndar þeirrar
skoðunar að ef Hitaveita Suðurnesja
hefði ekki verið seld til einkaaðila þá
væri álver í Helguvík komið í fullan
rekstur, með þeim fjölmörgu störfum
sem við Suðurnesjamenn þurfum svo
sannarlega á að halda. Þá hefði samfé-
lagslegi áhrifaþátturinn verið hafður
inn í myndinni í orkusölusamningn-
um.
Ríkisstjórn Samfylkingar og VG hef-
ur tafið fyrir verkefninu, ber þar hæst
afgreiðsla virkjunarleyfis til HS orku.
Stjórnvöld eiga að greiða götu þessa
verkefnis. Það var samþykkt á sínum
tíma. Ekki er hægt að hringla með svo
stórt verkefni í stjórnkerfinu, þegar
það er farið af stað. Það skapar mikil-
væg störf og styrkir rekstrargrundvöll
sveitarfélaganna á Suðurnesjum.
-Hver er afstaða þín til ESB umsóknar?
Ég er andvígur inngöngu Íslands í
ESB. Ástandið í Evrópu er með þeim
hætti að gera á strax hlé á viðræðum
og nýta þá fjármuni í brýnni verk-
efni. Ísland hefur fjölmörg tækifæri
þegar kemur að alþjóðasamskiptum.
Vegurinn til Evrópu er ekki sá eini.
Fyrir réttum tveimur árum átti ég
fund með öldungadeildarþingmanni
Norður-Karolínuríkis þar kom fram
mikill áhugi á auknum samskiptum
Bandaríkjanna við Ísland. Flutti ég
síðan þingsályktunartillögu á Alþingi
um fríverslun við Bandaríkin. Tillagan
náði því miður ekki fram að ganga þar
sem ríkisstjórnin sá hana sem ógnun
við ESB umsóknina.
Við njótum einnig mikillar velvildar
í Kanada og eigum að auka samskipti
okkar þangað. Sjá einnig á bls 10.
Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokki:
atvinnumálin eru
stærsta mál suðurnesja
-Hvers vegna hefur þú áhuga á þing-
mennsku.
Ég tel að reynsla mín úr atvinnulífinu,
opinberri stjórnsýslu og félagsmálum
ýmiskonar sl.40 ár sé sá góði bakgrunn-
ur sem hver þingmaður þarf að hafa.
Sérstaklega er þátttaka í atvinnulífinu,
sjómennska, störf við framkvæmdir, fisk-
vinnsla og síðan rekstur fiskverkunar í 18
ár skóli sem er hverjum manni hollur.
Það hefur auðvitað gengið á ýmsu en
reynslan er mikilvægur skóli. Reynsla
mín sem bæjarstjóri er líka gott veganesti
fyrir þingmann. Ég veit að sú reynsla,
samstarf mitt við íbúa í Garðinum og
víðar ásamt þátttöku í lífi fólksins í
gleði og sorg. Og sú staðreynd að hafa
skapað mér starf sem náði langt út fyrir
þægindarammann muni gagnast mér vel.
Menn þekkja þau verk sem ég stend fyrir
og hef staðið fyrir. Ég mun nú sem fyrr
vinna á mannlegum nótum með fólkinu
í kjördæminu og í landinu.
-Hver eru helstu hagsmunir Suðurnesja
í þínum huga.
Atvinnumálin eru stærsta mál
Suðurnesja og allrar þjóðarinnar. Hér
eru stærstu og bestu tækifæri þjóðarinnar
til að koma stórum atvinnutækifærum
í gang með skömmum fyrirvara. Hér
býður álverið eftir að þar fari 500 manna
vinnustaður í gang sem skapa mun 1000
afleidd störf. Virkjanaframkvæmdir og
línulagnir sem á fáum mánuðum taka
til sín gríðarlegan mannafla, hér er verið
að tala um 10,000 ársstörf. Hvaða þjóð
í vanda hefur efni á því að halda slíkum
tækifærum frá fólkinu í landinu. Það þarf
að skapa störfin svo atvinnuleytendur
geti með reisn tekið þátt í atvinnulífinu
og séð fyrir sér og fjölskyldum sínum.
Ég mun vinna að því að friður skapist
um sjávarútveginn, ferðaþjónustuna og
kirkjuna. Á síðustu árum hefur ríkis-
stjórnin brugðið fæti fyrir þessar stoðir
þjóðfélagsins. Sjávarútvegsmálin eru en í
óvissu eftir tæplega fjögurra ára þrotlausa
vinnu ríkisstjórnarinnar að koma útveg-
inum á koll. Ferðaþjónustan, einn helsti
sprotinn í íslensku atvinnulífi er kallaður
ómagi af ráðherra í ríkisstjórninni og
kirkjan sem er undirstaða andlegar vel-
megunnar hefur verið þyrnir í augum
þessara sömu aðila. Ég mun vinna að því
að friður verði um þessar styrku stoðir
þjóðfélgsins. Tækifærin sem alþjóðlegur
flugvöllur skapar á væðinu og verkefni
Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Ás-
brú-norður ásamt samstarfi sveitarfélag-
anna um sameiginleg atvinnusvæði eru
verkefni sem ég vil áfram vinna að. Tekj-
ur af sölu eigna á fv. varnarsvæði ættu að
renna til styrktar atvinnuuppbyggingu á
sameiginlegum atvinnusvæðum. Með
því móti gæti ríkisvaldið staðið við bakið
á atvinnuuppbyggingu í öllum sveitar-
félögunum á Suðurnesjum. Ég tel að
það misræmi og ójafnvægi í framlögum
ríkisins til Suðurnesja miðað við aðra
landshluta sé eitt brýnasta málið sem
nýtt þing og fjárveitingavaldið í landinu
þarf að takast á við á næstu árum. Það á
við í mennta og heilbrigðismálum, mál-
efnum eldri borgara, fatlaðra og í fleiri
mál. Röng reiknislíkön ráðherranna eru
ekki gild afsökun í þeim efnum. Þessi
mismunun er óþolandi. Hún er ekki ný af
nálinni og því afar mikilvægt að leiðréta
slagsíðuna í fjárveitingum sem við hér
Suðurnesjum höfum þurft að þola allt of
lengi. Ég mun vinna að því að Suðurnes
sitji við sama borð og aðrir landhlutar
þegar kemur að útdeilingu fjármagns
til sameignlegra verkefna samfélagsins.
-Fáum við álver í Helguvík.
Álver í Helguvík mun rísa, en ég óttast
að það gerist ekki á meðan núverandi
ríkisstjórn er við völd. Því miður hafa
ráðherrar og ríkisstjórnin í heild sinni
gert allt til að álverið komist ekki í gang.
Ég fullyrði að stöðvun framkvæmda við
virkjanir í neðrihluta Þjórsár var hluti
af því samkomulagi að koma í veg fyrir
opnun álvers í Helguvík í tíð núverandi
ríkisstjórnar. 4.
-Hver er afstaða þín til ESB umsóknar.
Ég er á móti inngöngu Íslands í ESB.
Með framboði mínu mun ég vinna
að endurreisn atvinnu- og mannlífs í
Suðurkjördæmi á mannlegum nótum.
Ásmundur Friðriksson sækist eftir 3.
sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suður-
kjördæmi.
Nokkrir Suðurnesjamenn hafa nú þegar gefið kost á sér
í prófkjörum flokkanna vegna framboðsmála. Reykjanes
gefur frambjóðendum kost á að kynna sín sjónarmið
fyrir lesendum blaðsins. Hér koma svör nokkurra fram-
bjóðenda. Hvetjum væntanlega frambjóðendur að hafa
samband við Reykjanes hafi þeir áhuga á að koma
sínum sjónarmiðum á framfæri.
w w w . r e y k j a n e s b l a d . i s
w w w. r e y k j a n e s b l a d. i s
Fleiri frambjóðendur svara spurningum í næsta blaði