Reykjanes - 01.11.2012, Blaðsíða 8

Reykjanes - 01.11.2012, Blaðsíða 8
8 1. nóvember 2012 greiðFærari og Betri HöFn Nú er að ljúka umtalsverðum endurbótum á höfninni í Grindavík. Eftir þær verður svigrúm fyrir stærri skip eins og togara og flutningaskip meira en áður. „Við erum búnir að vera að breikka innri rennuna okkar um 25%, úr 35 metrum í 45 sem er svipað eins og að fara af einbreiðri brú yfir á tvíbreiða. Það er gríðarlegur munur að fá þessa breikkun, sérstaklega þegar vindur stendur á hliðina á stóru skipunum. Þá hafa þau meira svigrúm. Snúnings- svæðin hérna innan hafnar þar sem við snúum stóru frögturunum voru rýmkuð líka og loks svæðið í austur- höfninni þar sem togararnir leggjast að. Við sjáum því að í framtíðinni geti þeir komið að bryggju einir og óstuddir en til þess höfum við notað lóðsbátinn til að koma þeim að bryggju. Nú verður það rúmt um þá að þeir eiga ekki að þurfa aðstoð, þegar þeir leggjast að og taka frá bryggju, ” segir Sigurður A. Kristmundsson, hafnarstjóri í Grinda- vík, í samtali við Útvegsblaðið. Kostnaður um 180 milljónir „Við erum að leggja um 180 milljónir króna í þessi verkefni. Höfnin stendur ekki ein undir þessum framkvæmdum þó hún standi vel. Hluti af þessu er því lán frá bæjarsjóði, hluti afgangur sem við áttum í samgönguáætlun og loks okkar eigið ráðstöfunarfé. Við teljum hverri krónu vel varið í þessar endur- bætur. Það hefur alltaf verið okkar Ak- illesarhæll að vera með frekar þröngt rými og því hafa menn ekki verið alveg öruggir með sig, en þessar breytingar ættu að ríða baggamuninn. Nú er höfn- in mun betri og greiðfærari fyrir stærri skipin, ” segir Sigurður. En er eitthvað meira að gerast hjá ykkur? „Já, við erum svo að búa okkur undir að stækka athafnasvæðið við Suður- garð, sem er nýleg bryggja. Þar ætl- um við að stækka athafnasvæðið um 7.000 fermetra. Þá fæst rými til að taka á móti varningi, bæði gámum og salti svo dæmi sé tekið. Við sjáum það í kringum okkur að þær bryggjur sem bjóða upp á mikið athafnarými eru eftirsóknarverðar og menn vilja helst leggja skipum sínum þar og fá gott rými til að vinna við þau. Allt sem er í kringum þetta er stórt í sniðum eins og bílar með tengivagna, kranar og lyftar- ar. Við erum líka að skipta út gömlum tréflotbryggjum sem eru farnar að gefa eftir svo við verðum færari um að taka á móti flotanum þegar hann kemur. Vilja gjarnan fleiri fiskibáta Með þessu erum við að bjóða upp á betri aðstöðu fyrir frystitogara og vöruflutningaskip. Í því felast tækifæri fyrir okkur og viðskiptavini okkar til að skoða það betur. Við viljum líka gjarnan fá fleiri fiskibáta til að landa hjá okkur. Við sjáum það þegar bátarnir frá stóru fyrirtækjunum okkar, Þorbirni og Vísi, eru að veiðum til dæmis fyrir austan, landa þeir auðvitað fiskinum þar til að spara sér siglingu heim. Á sama hátt sjáum við tækifæri í því að aðrir bátar komi til okkar þegar veiðarnar eru hér fyrir utan eins og á vetrarvertíð. Þá er styst fyrir bátana að koma hingað og það er þá gagnkvæmur hagnaður að því bæði fyrir okkur og þá. Stóru útgerðirnar hérna hafa séð al- veg sjálfar um löndun úr eigin skipum og því hefur ekki verið grundvöllur fyrir aðra til að stofna löndunarþjón- ustu. Ég hef rætt þetta við stjórnendur Þorbjarnar og Vísis og þeir eru tilbúnir að opna á það að löndunarþjónusta þeirra standi öllum opin. Því er skortur á löndunarþjónustu ekki lengur í vegi fyrir því að bátar frá öðrum stöðum komi hingað til löndunar, ” segir Sig- urður. Hafnir landsins voru fyrir nokkru teknar út af samgönguáætlun sem þýðir að þeim stendur ekki til boða lengur fé frá hinu opinbera til betrum- bóta og lagfæringa. Sigurður segir að mjög mikilvægt sé að hafnirnar kom- ist þangað inn aftur því hafnir eins og Grindavík sem þar sem ekki sé mikið um vöruflutninga og hafi nánast ein- göngu tekjur vegna aflagjalda, standi hreinlega ekki undir viðhaldskostnaði. „Við erum til dæmis með bryggju hér sem heitir Miðgarður. Hann er kominn til ára sinna og komið að því að gera hann upp. Það kostar okkur um 600 milljónir króna með þeim dýpkunum, sem óhjákvæmilega verða að fylgja endurbótunum. Við stöndum ekki undir því nema við fáum eitthvað af þessum sérstöku veiðigjöldum til baka, eða komumst inn á samgönguáætlun á ný, ” segir Sigurður. Mikil breyting fyrir okkur Hilmar Helgason er skipstjóri á Hrafni Sveinbjarnarsyni og hefur verið með hann í tæp 23 ár. „Rennan fyrir þessar breytingar var frekar þröng og grunn þannig að við þurftum að sæta sjáv- arföllum, þegar við vorum að koma inn. Við á togurunum höfum verið að berjast fyrir því lengi að fá hana breikk- aða, sérstaklega inni við Eyjabakka. Nú verður mun betra fyrir togarana að koma að og alls staðar verður 7 metra dýpi þannig að við þurfum ekki leng- ur að sæta sjávarföllum eftir að þessi framkvæmd verður búin nú í haust. Þetta verður mikil breyting fyrir okkur. Þegar við erum að fara út í vindi er ekki eins þröngt um okkur, en þessi stóru skip drifta dálítið í austan og suðaustan áttunum og eftir þetta erum við ekki eins aðþrengdir og áður og aðgengi alls staðar orðið betra í höfninni, ” segir Hilmar. (Heimasíða Grindavíkur). Stóru-Vogaskóli glæsileg 140 ára amælisHátíð Virðing - vinátta - virðing Nýlega fagnaði Stóru-Voga-skóli þeim merkilegu tíma-mótum að hafa náð 140 ára aldri í skólasögu sveitarfélagsins. Tímamótanna var minnst á viðeig- andi hátt í skólanum að viðstöddum nemendum og fjölda gesta. Hér koma nokkrar myndir. Heiðruð Fyrir vel unnin störF Aðventkirkjan í Keflavík hélt í síðustu viku fjölmenna samkomu, þar sem þrír mátt- arstólpar voru heiðruð fyrir óeigin- gjörn störf fyrir söfnuðinn. Karen Sturlaugsson, Þórólfur Þorsteinsson og Einar Valgeir Arason hafa um árabil verið í fararbroddi í að halda uppi góðu starfi bæði hvað varðar tónlist og fræðslu. tveir nýir Hjá BílaHúsinu Bílahúsið sýndi um síðustu helgi tvo nýja bíla. Hyundai Santa Fe kemur nú enn glæsilegri en áður. Hér um einstaklega flotta glæsi- bifreið að ræða. Verð á bílnum er frá rúmum 7 milljónum. Hinn bíllinn Dacia Duster, sem er athyglisverður bíll á einstaklega hagstæðu verði. Svo sem engin íburð- ur, en allt sem þú þarft. Bíllinn er sportjepp og kostar aðeins tæpar 4 milljónir.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.