Reykjanes - 01.11.2012, Blaðsíða 9

Reykjanes - 01.11.2012, Blaðsíða 9
91. nóvember 2012 Flottir krakkar á tjarnarseli Það voru sannarlega flottir fimm ára krakkar frá Tjarnarseli, sem Reykjanes hitti í góða veðrinu á dögunum. Krakkarnir voru fljótir að fara eftir tilmælum leikskólakennar-anna og stilltu sér upp við listaverkið. velHeppnað sagna og vísnakvöld Það var vel heppnað sagna og vísnakvöldið sem haldið var í Lionshúsinu Efra Sandgerði þann 20. nóvember s. l. Þar voru valin- kunnir menn sem sögðu skemmtilegar sögur um menn og málefni. Það var mikið hlegið enda létt yfir fólki. Reyn- ir Sveinsson stjórnaði samkomunni og sagði frá lífi manna sem settu svip á bæj- afélagið. Einar Arason sagði skemmti- legar sögur af afa sínum Einari í Klöpp og þeim prakkarastrikum sem í þá daga voru algeng. Séra Sigurður Grétar sagði skondnar sögur ásamt því að spila á gítar og leiða fjöldasöng. Silla E. mikill kraFtur og uppgangur á ásBrú Nýjasti bæjarkjarninn í Reykjanesbæ: Ásbrú sam-félag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs hefur vakið mikla athygli fyrir góðan árangur í að byggja upp nýtt samfélag frá grunni. Í byrjun ársins 2007 var Ásbrú mannlaus draugabær með óvissa framtíð. Í dag horfir svo við að á Ásbrú búa yfir 2.000 manns sem eru að stærstu leyti ungt fjölskyldufólk sem kemur til Ásbrúar til þess að búa til ný tækifæri með því að auka við sig menntun. Einnig hafa sú stórtíðindi gerst að Keilir, miðstöð vísinda, fræða og at- vinnulífs hefur útskrifað einn árgang af tæknifræðingum. Keilir hefur átt mikillar velgengni að fagna og eykst stöðugt ásóknin í allar námsbrautir þessa öfluga sprotafyrirtækis undir forystu Hjálmars Árnasonar fram- kvæmdastjóra. Á sama tíma og Keilir byggir upp þekkingu á Suðurnesjum þá eru frumkvöðlar að hópa sig saman á í þróunarsetrinu Eldey á Ásbrú þar sem tækifærin virðast vera fjölmörg. Að sögn Kjartans Þórs Eiríkssonar, framkvæmdastjóra Kadeco, þá þjónar Þróunarsetrið Eldey frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum, auk starfandi fyrirtækja sem vilja efla sig með ný- sköpun og vöruþróun: „Miklar endur- bætur hafa staðið yfir í húsnæðinu í Eldey til að tryggja að frumkvöðla- setrið bjóði bestu mögulegu aðstöðu fyrir frumkvöðla til að stíga sín fyrstu skref, þróa viðskiptahugmyndir sín- ar og koma sprotafyrirtækjum á legg. Í byrjun þá horfðum við mest til fyrirtækja í orkutengdum iðnaði en í dag er Eldey orðið sannkallað hönnunarhús þar sem hinar skapandi greinar hafa flykkst hingað inn. Eldey er í dag orðinn vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn á Suðurnesjum þar sem þeim gefst færi á að kynnast því ferskasta í hönnun á Suðurnesjum. Kjartan nefnir einnig fyrirtækja- hótelið Eldvörp þar sem litlum og meðalstórum fyrirtækjum býðst flott sameiginleg aðstaða (fundaher- bergi, ráðstefnuherbergi, kaffistofa, salerni) og samvist með öðrum fyr- irtækjum. Eldvörp eru frekar ætluð fyrir þroskaðri fyrirtæki en Eldey og jafnvel geta verið móttökustöð fyrir fyrirtæki sem eru vaxin upp úr þró- unarsetrinu. Á Ásbrú eru ekki bara sprotafyr- irtæki heldur eru yfir 100 fyrirtæki og stofnanir af öllum stærðum og gerðum með starfsemi innan Ás- brúar. Þegar Kjartan er beðinn að horfa til framtíðar þá nefnir hann að Suðurnesjamenn hafi byggt upp mikla þekkingu á tæknilausnum. „Iðnfyrirtæki eru að koma til okkar vegna styrkleika Suðurnesja í hagnýt- ingu bæði sjávarfangs og jarðvarma. Keilir er með rannsóknarmiðstöð og tæknifræðinám sem snýr að þessum kjarnasviðum. Fyrirtæki sækja því bæði í að komast í rannsóknarsetr- ið þeirra og einnig í að geta nýtt sér nemendur við að rannsaka eða fram- kvæma fýsileikakannanir á þáttum sem liggja kannski fyrir utan daglegan rekstur. Nýjasta iðnfyrirtækið sem kemur hingað á Ásbrú er Málmey sem sérhæfir sig í smíði á vélum og búnaði fyrir fiskvinnslufyrirtæki. “ Kjartan er bjartsýnn á framtíð Suðurnesja: „Þegar við horfum fram í tímann þá erum við hérna með samgöngu- miðstöð Íslands í túnfætinum okkar sem er Keflavíkurflugvöllur. Þegar við horfum út í heim þá sjáum við að upp- bygging í kringum flugvelli er miklu meiri en í öðrum hverfum borga. Hér á Reykjanesi eru gríðarleg tækifæri tengd auknum flutningum með flugi. Tökum sem dæmi nágranna okkar í Grænlandi þar sem fjöldi náma- og olíuvinnslufyrirtækja eru að undir- búa mögulega vinnslu. Þessi fyrirtæki gætu vel haft miðstöð á Ásbrú þar sem þeir eru frábærlega tengdir bæði við Evrópu og Bandaríkin þar sem flest þessara fyrirtækja eru með höfuð- stöðvar. Héðan eru svo regluleg flug til Grænlands sem eiga bara eftir að aukast í framtíðinni ef þessi tækifæri verða að veruleika. “ þjóðlegir dagar á laut Sú hefð hefur skapast á leik-skólanum Laut í Grindavík að krakkar sem eiga rætur að rekja til annarra landa fá einn dag sér og sínu landi til heiðurs. Á dögunum var bandarískur dagur og svo nepalskur dagur skömmu síðar. „Sigurjón í Haga kynnti Nepal fyrir Lautarkrökkum í máli og myndum með aðstoð frá henni Stínu. Við feng- um uppskrift að ljúffengum nepölsk- um kjúklingarétti og meðlæti frá Eygló mömmu Sigurjóns sem hún Begga eldaði að sinni alkunnu snilld. Eygló og Flóvent komu svo og borðuðu með okkur –skemmtilegur dagur. Fyrir um þrem vikum var amerískur dagur hjá okkur en þá kynnti hún Svanhildur í Hlíð okkur fyrir henni Ameríku og fengum við hamborgara og franskar í matinn þá, ” segir á Heimasíðu Lautar. (Heimasíða Grindavíkur) Kjartan Þór eiríksson, fram- kvæmdastjóri. Ferða, safna og menningarnefnd Garði göNguLeið frá Út- skáLum að garðskaga Verkefni nefndarinnar. Ferða- safna- og menn-ingarnefnd hefur víðtækt svið til umfjöllunar. Byggðasafnið á Garðskaga er ein mikilvæg- asta stofnun bæjarins í ferðamál- um. Bókasafn Garðs hefur vaxið og dafnað eftir að það komst í nýtt húsnæði. Á næstu fundum nefndarinnar munu forstöðumenn safnanna kallaðir til. Í sögu- og menningartengdri ferðaþjónustu og náttúrutengdri ferðaþjónustu liggja margir vaxtasprotar. Árlegar hátíðir s. s. Sólseturshátíð og Fersk- ir vindar, hverskonar tónlistar- og menningarhátíðir eru mikilvægar fyrir íbúa og gesti. Vert er að minn- ast hlutverks vitanna tveggja með vetrarhátíð í vitunum. Aðstaða fyrir ferðamenn á tjaldstæðinu á Garð- skaga er ófullnægjandi og brýnt er að leggja gönguleið frá Útskálum að Garðskaga. Forgangsraða verður verkefnum í tengslum við gerð fjár- hagsáætlunar og ljúka verkefnum.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.