Reykjanes - 01.11.2012, Síða 10

Reykjanes - 01.11.2012, Síða 10
1. nóvember 201210 4 400 400 Njarðvíkurskóli. skilvirkari árangur í lestri og lesskilningi Njarðvíkurskóli hefur unnið markvisst eftir Lestrar-stefnu sem unnin var af deildarstjórum skólans frá hausti 2011. Niðurstöður lestrarprófa sýna að þessi vinna hefur skilað betri og skilvirkari árangri í lestri og lesskiln- ingi á milli ára hjá allflestum nem- endum. Samkvæmt stefnunni fá nemendur sem ná ekki markmiðum í lestri einstaklingsáætlun og hefur þeim fækkað verulega á milli ára sem þurfa slíka áætlun. Þessu má þakka markvissri lestrarkennslu, jákvæðum nemendum, samstíga kennarahópi og áhugasömum og hvetjandi foreldrum. Þá hefur nákvæm skráning á árangri og eftirfylgni haft sitt að segja. Nem- endur, kennarar og foreldrar eru afar ánægðir með þann árangur sem hefur áunnist og stefna á að gera enn betur á komandi skólaári. Menningarráð Reykjanesbæjar: ramminn–nýting Húsnæðis Formaður kynnti niðurstöðu vinnuhóps sem í sátu fulltrú-ar Umhverfis- og skipulags- sviðs; Guðlaugur H. Sigurjónsson og Björn Samúelsson og fulltrúar Menn- ingarsviðs; Björk Þorsteinsdóttir, Val- gerður Guðmundsdóttir og Sigrún Ásta Jónsdóttir. Ráðið tekur undir tillögu vinnuhópsins og mælir með eftirfarandi skiptingu: Menningarsvið hafi áfram umsjón yfir litla húsinu, bátageymslunni, norðurhlutanum (1200 m2) og miðhlutanum (1150 m2). Einnig verði Menningarsviði falin umsjón á 650m2 af suðurhlutan- um. Í norðurhluta og miðhluta MEN yrðu áfram opnar safngeymslur safn- anna í bænum og skrifstofuhúsnæði Byggðasafns og Skjalasafns samkvæmt Framtíðarsýn til 2015 en í suðurhluta MEN væri hægt að koma upp sýning- arplássi sem gæti þá nýst undir ýmsar sýningar en þó ávallt í samstarfi og með samningi við Menningarsvið/ Byggðasafn. Umhverfis- og skipulags- sviði verði falin umsjón með með 400 m2 af suðurhlutanum undir geymslur. Ráðið vekur athygli á að mikið viðhald á Ramma er framundan á næstu árum og hvetur til að hugað verði að aðkomu annarra en bara Reykjanesbæjar. reynir í FramBoð Reynir Þorsteinsson, skipasali í Garði hefur opinberað fram-boð sitt í 2-4. sæti. Reynir hef- ur starfað að sveitarstjórnarmálum var m. a. sveitarstjóri á Raufarhöfn og kosningastjóri N-lista Oddnýjar í Garði í kosningunum 2006. Reynir gegndi stöðu formanns skólanefndar Garðs eftir síðustu kosningar allt til að meirihlutinn sprakk. Rétt er að geta þess að það er í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins, sem Reyni sækist eftir stuðningi flokksmanna. skólaþing gerðaskóla Formaður skólanefndar lagði til að haldið yrði skólaþing Gerða-skóla fyrripartinn í janúar sem byggt yrði upp á svipuðum nótum og „þjóðfundur“ þar sem að um er að ræða daglangt þing sem krefst nokkurs undirbúnings og er stýrt af einum verk- stjóra. Þátttakendur eru hluti nemenda og kennara í Gerðaskóla ásamt þver- skurði af íbúum í Garði. Markmiðið með þinginu er að fá Garðbúa til þess að vera virkari þátttakendur í skólastarfinu og nýta krafta þeirra og hugmyndir til þess að byggja upp betri skóla, að hugsa Gerðaskóla til framtíðar og ná þannig í lok fundar að leggja fram afurð sem yrði drög að skólastefnu fyrir Gerða- skóla. Samfylkingin. ólaFur þór ólaFsson geFur kost á sér Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 2.-3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Suður- kjördæmi, en ég hef verið hvattur til þess af fólki í kjördæminu. Það er mikilvægt að á Íslandi sé sterkur og breiður jafnaðarmannaflokkur sem leggur grundvöll að velferð og jöfn- uði og ég vil leggja mitt af mörkum til tryggja að Samfylkingin sé það afl. Það hefur verið kallað eftir því að nýtt og kröftugt fólk gefi kost á sér til að takast á við þau fjölbreyttu og krefjandi verkefni sem íslenska þjóðin stendur frammi fyrir og ég tel að þar geti ég orðið að liði. Ég hef víðtæka reynslu af sveitar- stjórnarmálum, hef setið í bæjarstórn Sandgerðisbæjar frá 2002, leiddi lista Samfylkingar og óháðra borg- ara sem náði hreinum meirihluta í sveitarstjórnarkosningum 2010 og á sæti í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Ég starfa sem forstöðu- maður Fjölsmiðjunnar á Suðurnesj- um auk þess að vera tónlistarmaður í hjáverkum. Ég er með BA-próf í stjórnmálafræði, hef kennsluréttindi og er með MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu. Eiginkona mín er Katrín Júlía Júlíusdóttir og við eigum saman þrjú börn. Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki: Fjölskyldurnar eru Hornsteinn samFélagsins -Hvers vegna hefur þú áhuga á þing- mennsku? Ég hef alltaf haft miklar og sterkar skoðanir. Þær vil ég nota til að láta gott af mér leiða og leggja mitt af mörkum við uppbyggingu samfélagsins. -Hver er helstu hagsmunamál Suðurnesja í þínum huga? Fjölskyldurnar eru hornsteinn sam- félagsins. Þeim verður að skapa að- stæður til að byggja sig upp. Það gerist með sanngjörnum lausnum í skulda- vanda heimilanna, hleypa þeim fjöl- mörgu atvinnutækifærum sem hér eru af stað og síðast en ekki síst að tryggja að heilbrigðis- og löggæsluþjónusta sé öflug á svæðinu. -Fáum við álver í Helguvík? Það er verkefni okkar allra að tryggja að svo verði. Já við fáum álver í Helguvík. Hver er afstaða þín til ESB umsóknar? Ég er andvígur aðild að ESB. Þjóð- in átti að fá að kjósa um hvort sækja átti um aðild. Það virðist vera mun meira eftir af ferlinu en gefið er upp og því ættum við að kjósa um það strax hvort halda eigi ferlinu áfram eða ekki. Öðruvísi næst ekki sátt í samfélaginu. suðurnesjaFólk sækist eFtir þingmennsku

x

Reykjanes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.