Reykjanes - 01.11.2012, Side 12

Reykjanes - 01.11.2012, Side 12
12 1. nóvember 2012 Eyjólfur Eysteinsson formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum skrifar. Flutningur á máleFnum aldraðra til sveitarFélag Velferðaráðherra skipaði nefnd árið 2011 um flutn-ing á málefnum aldraðar til sveitarfélaga. Nefndina skipa full- trúar ráðaneyta sem málið varðar, Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga,og annara hagsmuaaðila svo sem fulltrú- um eldri borgara, samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu og stéttarfélaga starfsmanna í þjónustu heilbrigðis- stofnanna. Með þessu er stefnt að því að efla sveitatstjónarstígið hefur það lengi verið stefna sveirarfélaganna og færa þjónustuna nær eldri borgurum. Nefndin hefur fundað reglulega en áætlað að hún skila tillögum um flutning á málaflokknum á árinu 2014. Samvinna sveitarfélaga á Suðurnesjum. Unnið er nú að tillögum að skipulagi á þjónustu við eldri borgara á Suðurnesj- um til framtíðar. Sveitarfélögin - sem hafa samstarf um rekstur Dvalarheim- ilis aldraðra Suðurnesjum - hafa frum- kvæði að þeirri vinnu í samvinnu við Samband Sveitarfélaganna á Suðurnesj- um og eldri borgara fylgjumst vel með. Samstarfið verði áfram um rekstur DS. Hugsanlegar breytingar á DS sem reka hjúkrunarheimilin í Reykjanesbæ og Garði eða skipulagi þjónustunnar við eldri borgara á Suðurnesjum eru ekki tímabærar. Eðlilegt er og sjálfsagt verður að telja að höfð verði hliðsjón af tillögum nefndar velferðarráðherra um flutning á málefnum aldraðra til sveitarfélaga en áætlað er að hún ljúki störfum árið 2014. Á myndinni er hluti stjórnar FEBS við undirritun samnings milli Reykjanesbæjar og ríkisins 11.11.2011. Eyjólfur Eysteinsson,Jón Ísleifs- son,Elsa Eyjólfsdóttir og Jórunn A.Guðmundsdóttir. duusHÚs gestatöLur 2012 Framkvæmdastjóri upplýsti að yfir sumarmánuðina júní, júlí og ágúst í ár hefði íslenskum gest- um í Duushúsin fjölgað um 14 % frá því í fyrra og erlendum gestum um 17 %. Gestir alls þessa þrjá mánuði voru 4.122 og þar af erlendir gestir 1186. Ráðið fagnar þessari aukningu. góður áraNgur í gerðaskóLa Niðurstöður úr samræmdum könnunarprófum 10. bekkjar bárust fyrir fáeinum dögum. Einkunnir nemenda í Gerðaskóla voru í tveimur tilvikum af þremur, þ. e. í íslensku og stærðfræði, þær hæstu sem sést hafa í Gerðaskóla a. m. k. sl. sex ár sem voru athuguð. Hvað ensk- una varðar þá erum við nú að sjá næst- hæstu einkunn á umræddu tímabili. Í mörgum tilvikum er virðisaukinn milli 7. bekk. og 10. bekk. verulegur, sem er einkar ánægjulegt og það segir okkur að við erum á réttri leið. Það er ekki bara niðurstöðutalan sem skiptir máli heldur ekki síður sá virðisauki sem til verður á hverju ári. Hann segir hvernig okkur miðar áfram. Við, starfsfólk og nemendur Gerða- skóla, erum vitanlega ánægð með út- komuna og gleðjumst um stund, hins vegar viljum við líka ná viðlíka árangri í samræmdum prófum 4. og 7. bekkjar, hvort sá árangur næst núna eða síðar verður að koma í ljós. Hins vegar er ljóst að nemendur og starfsfólk Gerða- skóla hefur alla burði til að ná ásætt- anlegum námsárangri í framtíðinni. sérFræðingar í skólamálum á þing? Þeim fjölgar Gareðmönnum sem ætla sér stóra hluti í næstu þing- kosningum. Oddný situr á þingi og stefnir á forystusæti hjá Samfylk- ingunni. Ásmundur Friðriksson,fv. bæjarstjóri stefnir á 3.sæti hjá Sjálf- stæðisflokknum. Reybir Þorsteinsson fv.formaður skólanefndar Garðs stefnir á 2.til 4.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Allt hefur þetta fólk mikla þekkingu og reynslu í skólamálum. Ásmundur og Reynir beittu sér t.d. af mikilli hörku í skólamálunumí Garði, þótt deilt sé um árangurinn.Flestir telja víst að Sjálfstæðisflokkurinn sitji í næstu ríkisstjórn. Það verður því mikið fagnaðarefni fyrir Suðurnesja- menn og reyndar landsmenn alla verði Ásmundur menntamálaráðherra og Reynir Þorsteinsson formaður mennta- málanefndar Alþingis. Einelti. jákvæðar Niðurstöður Niðurstöður úr ein- eltiskönnun Gerðaskóla Nafnlaus könnun var lögð fyrir nemendur í 4. sept. sl. í 4-10 bekk og niðurstöður úr könnuninni eru jákvæðar um vinnuna sem er í gangi í eineltismálum í skólanum. viNsæLa þorrabLótið í jaNÚar Eitt allra vinsælasta þorrablæót síðustu ára hefur verið haldið í Íþróttamiðstöðinni í Garði. Frá- bær matur og flott skemmtiatriði hafa einkennt þorrablótin. Enn á ný er blásið til þorrablóts. Það verður haldið 19. janúar 2013. Á morgun 2. nóvember hefst miðasala og eins gott að vera tímanlega á ferðinni til að tryggja sér miða. laugardaginn 19. janúar 2013 í íþróttahúsinu í Garði Það má því búast við stórkostlegri skemmtun í Garðinum þann 19. janúar 2013 og til að bóka miða fyrir hópa má hringja annað hvort í Þorstein Jóhannsson hjá Björgunarsveitinni Ægi í síma 896 7706 eða í Guðlaugu Sigurðardóttur hjá Knattspyrnufélaginu Víði í síma 663 7940. Á Þorrablótinu verður glæsilegt hlaðborð þjóðlegra rétta í bland við glæsilega skemmtidagskrá. Þannig munu Fjallabræður og hljómsveitin Buffið halda uppi fjörinu allt kvöldið. Víðisfilm kemur með óvænt atriði. Fjölmörg önnur skemmtiatriði eru í pípunum. Veislustjóri kvöldsins verður leikkonan Anna Svava Knútsdóttir sem nú fer á kostum í auglýsingum VÍS. Forsala aðgöngumiða er í Víðishúsinu 2. nóvember kl. 19-21. Miðaverð kr. 7500,- Snjó kall inn skrif ar: aðalfundur Hvalsnessóknar Fimmtudaginn 8. nóvember kl. 20.00 í Safnaðarheimilinu í Sandgerði. Kaffiveitingar á staðnum. Dagskrá: 1. venjuleg aðalfundarstörf. 2. Umræða um tónlistarmál safnaðarins. 3. Önnur mál. Sóknarnefnd ERNA Skipholti 3 - Sími: 552 0775 www.erna. is Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.isERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA Fyrir orrustuna um Milvian brú yfir Tíberfljót, 28. október 312 fyrir réttum 1700 árum, sá Konstantín mikli teikn krossins á himni og orðin “in hoc signo vinces” “Undir þessu tákni muntu sigra”. Árið 313 er Konstantín var orðinn keisari veitti hann kristnum mönnum trúfrelsi eftir langvarandi ofsóknir. Menin eru smíðuð á Íslandi eftir hugmynd Dr Gunnars Jónssonar og fást silfurhúðuð á 3.500,- úr silfri: 5.900,- (með demanti: 11.500,-) og úr 14k gulli á 49.500,- (með demanti: 55.000,-). IN HOC SIGNO VINCES (Undir þessu tákni muntu sigra)

x

Reykjanes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.