Reykjanes - 01.11.2012, Blaðsíða 14

Reykjanes - 01.11.2012, Blaðsíða 14
14 1. nóvember 2012 aFlatölur Frá Fyrri tíð Það fór eins og ég hafði skrifað seinast að Pálína Ágústdótt-ir GK varð fyrst til að koma suður aftur og hefur báturinn land- að í Sandgerði og er búinn að landa um 40 tonnum í 11 róðrum. Um helmingur aflans hefur verið landað í Sandgerði. Daðey GK kom rétt á eftir Pálínu og hefur Daðey GK gengið ansi vel. Komist í um 8 tonn í róðri og er kominn yfir 100 tonnin, auk þeirra er Dúddi Gísla GK að róa og Örninn GK er byrjaður og landaði 6 tonnum í Sandgerði í fyrsta róðri sínum. . Af stóru línubátnum þá má nefna að Jóhanna Gísladóttir ÍS er kominn með 373 tonn, Kristín ÞH 368 tonn, Sturla GK 321 tonn allir eftir fjór- ar landanir. Hafa bátarnir landað á Þingeyri, Húsavík og í heimahöfn Grindavík. Sighvatur GK er kominn með 294 tn í 3 og landaði báturinn 120 tonnum í einni löndun og er þetta mesti afli sem báturinn hefur komið með að landi í einni sjóferð. Tómas Þorvaldsson GK er með 279 tonn í 4, Ágúst GK 272 tn í 4. Gulltoppur GK sem er á Djúpavogi og á balalínu er kominn með 144 ton í 19 róðrum, Grímsnes BA sem er á Bíldudal er með 44 tn í 13. Mikil veðurblíða er búinn að vera á miðunum og hafa dragnótabátarn- ir nýtt sér það og sótt nokkuð stíft á miðin, aflinn hefur verið ágætur. Sigurfari GK er með um 72 tonn í 12, Örn KE 71 tn í 13. Eru þessir tveir bátar með afgerandi meiri afla enn aðrir bátar héðan af svæðinu. Njáll RE sem er í bugtinni er með um 40 tonn í 9 róðrum og kom mest með tæp 11 tonn í einni löndun. Farsæll GK frá Grindavík er með um 36 tonn í 10, Benni Sæm GK 29 tn í 7. Þegar þessi orð eru skrifuð þá ligg- ur vefur Fiskistofu niðri og því eru nýjustu aflatölur ekki aðgengilegar þannig að ég ætla að fara nokkur ár aftur í tímann og skoða ýmislegar aflatölur frá Suðurnesjunum og miðast það við Október árið 1980. Þá voru mjög margir bátar að róa á þessu svæði og var mestur fjöldi bátanna á línuveiðum. Ætla ég að skoða bát- anna sem voru yfir 15 tonn að stærð, langmestur fjöldi bátanna var að róa frá Sandgerði og þar var mikið um 11 tonna bátalónsbátanna eins og t. d Sóley KE, Fram KE og Sæljóma GK. Í Grindavík þá var Már GK 55 fékk 51 tonn í 14 róðrum um 3,6 tonn í róðri. Máni GK sem var í eigu sömu útgerðar og Már GK fékk 54 tonn í 15 róðrum, Sigrún GK 380 fékk 67 tonn í 21 róðri. Vörðunes GK var með 68 tonn í 17 róðrum allt eru þetta línubátar. Í Sandgerði var Miðnesbáturinn Elliði GK á trolli og fékk 75 tonn í 6 löndunum sem gerir um 13 tonn í róðri. Þar var líka nýr bátur sem hét Magnús Kristinn GK 99 sem hafði verið keyptur til Sandgerðis um sumarið, sá bátur var á línuveiðum og landaði 58 tonnum í 16 róðrum. Víðir II GK sem er ennþá til í dag og heitir Portland VE var á línuveiðum og var með 19 tn í 5 róðrum. Keil- ir GK var með 42 tn í 14 róðrum, Þorsteinn KE 10 var með 12 tn í 10 og Brimnes RE 204 var með 48 tn í 10 allir á línu. Einar Magnússon eða Einar á Óskinni KE, faðir hans var mikill aflamaður og var skipstjóri á báti sínum Bergþóri KE. Iðulega þá var Bergþór KE að róa frá Sandgerði og þarna var hann með 66 tonn í 8 róðrum á línu,8,3 tonn í róðri. Hólm- steinn GK sem núna er geymdur við Garðskagavita var á netum og landaði 37 tonnum í 15 róðrum. Arnarborg KE var á línu og með 63 tonn í 15 róðrum. Sigurjón GK var með 47 tonn í 19 á línu. Albert Ólafsson KE 39 var á netum og var með 17 tonn í 2 róðrum. Jón Gunnlaugs GK sem var í eigu Miðnes HF var á trolli og fékk 48 tn í 6 róðrum, þriðji Miðnes báturinn var svo Reynir GK 177 sem var á trolli og fékk 44 tonn í 4 róðrum Í Keflavík var Vatnsnes KE 30 á línu og landað i 31 tonn í 18 róðrum, Binni í Gröf KE var á línu og með 55 tonn í 16 róðrum. Happasæll KE er nú báts- nafn sem margir Keflvíkingar þekkja því bátar með þessu nafni hafa verið gerðir út frá Keflavík í hátt í hálfa öld, þarna var gamli Happsæll KE sem var á undan bátnum sem í dag heitir Grímsnes BA, Eins og alltaf þá var Happasæll KE á netum og fékk 65 tn í 15 róðrum. Annar mjög þekktur bátur var líka þar enn það var Gunnar Hámundarsson GK sem var á netum og landaði 27 tonnum í 14 róðrum. Sigurbjörg KE var á línu og fékk 53 tonn í 16 róðrum. Sæborg KE 177 var á línu og með 57 tonn í 15 róðrum. Jóhannes Jónsson KE 79 var með 32 tonní 15 á netum. Svanur KE 90 sem var brotin niður í Helguvík í febrúar 2010 var á línu og var með 73 tonn í 20 róðrum Í dag er enginn útgerð í Vogum enn þennan tiltekna mánuð þá var nú smá útgerð frá Vogum og þar var Ágúst Guðmundsson GK sem Valdimar í Vogum gerði út, var báturinn á netum og landaði 28 tonnum í 12 róðrum Gísli R. 2 f yri r 1 Aflafréttir Ferða, safna og menningarnefnd Garði fugLaskoðuN og NorðurLjós • Norðurljósaferðir á Garðskaga eru afar vinsælar. Brýnt er að minnka ljósmagn á svæðinu sem truflar þá upplifun að njóta norðurljósanna. • Þörf er á upplýsingaskilti sem vísar veginn að sjóhúsinu á Lambastöð- um. • Fuglaskoðunarhús var teiknað fyrir nokkrum árum og ráðgjöf fengin hjá sérfræðingi varðandi staðsetningu. Mikill vaxtabrodd- ur er í fuglaskoðun á landinu og er Garðurinn mikilvægur fugla- skoðunarstaður. Þörf er á að fara aftur af stað með þetta verkefni. Rýnihópur um málefni aldraðra og fatlaðra í Garði. staðið verði við samkomulag Tillaga nefndarinnar varðandi framtíð Garðvangs: Nefndin leggur til að staðið verði við samkomulag sem sveitarfé- lögin gerðu með sér 2004 um upp- byggingu Garðvangs. Nefndin leggur til að farið verði eftir Framtíðarsýn 1 sem kynnt var á aðalfundi DS 29. maí 2012 af Sigurði Garðarssyni. Sérbýli fyrir fatlaða. Málefni fatlaðra Nefndin leggur til að kannaðir verði möguleikar á að koma upp sérbýli fyrir fatlað fólk í Garðinum og kannaður verði rekstrargrund- völlur þess. Nefndin fór yfir ýmis gögn varð- andi þennan málaflokk og ákveðið var að fá Friðrik Sigurðsson fram- kvæmdarstjóra Landssambands Þroskahjálpar til að kom á næsta fund.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.