Reykjanes - 30.05.2013, Blaðsíða 4

Reykjanes - 30.05.2013, Blaðsíða 4
4 30. maí 2013 Vegleg gjöf Þekkingarsetri Suðurnesja að Garðvegi 1 í Sandgerði var föstudaginn 24. maí afhentur við hátíðlega athöfn skjöldur með nöfnum aflahæstu skipstjóra og báta ásamt aflamagni og fjölda róðra frá árinu 1939 til 1991, alls 52 ára tímabili. Tekin er fyrir hin dæmigerða vetrar- vertíð frá 1. janúar til 11. maí ár hvert en fram til 1984 var enginn kvóti og menn fiskuðu mikið. Oft voru það brælur sem höfðu mest áhrif á það hvernig fiskaðist. Jónas Þórhallsson, sonur Þórhalls Gíslasonar skipstjóra, hafði forgöngu um að gera skjöldinn og er hann gjöf frá Jónasi, systkinum hans og fjölskyldum. Rúm tvö ár eru síðan hugmyndin kom upp eða á 95 ára afmæli Þórhalls. Hann var aflakóngur og fengsæll skipstjóri alla tíð. Margir fyrrverandi aflakóngar voru viðstaddir afhendinguna og rifjuðu upp gamlar minningar. Gísli Reynisson sem heldur úti vefsíðunni aflafrettir.com tók saman þær upplýsingar sem eru á skildinum. Þar kemur meðal annars fram að aflakóngarnir fiskuðu samtals 45.652 tonn í 4.345 veiðiferðum. Forstöðumaður Þekkingasetursins Hanna María Kristjánsdóttir bauð gesti velkomna og bæjarstjóri Sand- gerðisbæjar Sigrún Árnadóttir og Þórhallur Gíslason nú 97 ára afhjúp- uðu skjöldinn við góðar undirtektir fjölmargra gesta. Þetta er skemmtileg og fróðleg gjöf sem án efa verður skoðuð mikið í framtíðinni. Ég hvet fólk til að gera sér ferð í Þekkingarsetrið okkar Sand- gerðinga og skoða skjöldinn og mikil menningarverðmæti í þessu húsi sem áður bar nafnið Fræðasetrið. Silla E. Helstu framkvæmdir í sumar Hvað ætla sveitarfélögin að framkvæma í sumar? Reykjanes leitaði til sveitarfélaganna og óskaði eftir upplýsingum hverjar helstu framkvæmdir sumarsins verða. Garður: Helstu framkvæmdir í Garði í sumar eru að venju um-hverfisverkefni, þ. e. snyrting og fegrun bæjarins með frágangi á opnum svæðum. Í fjárhagsáætlun ársins er gert ráð fyrir 10 milljónum í frágang opinna svæða. Lokið verður við að malbika göngu- stíg frá Kríulandi að Garðskaga. Áformað er að hefja framkvæmdir við stækkun íþróttamiðstöðvar, þar sem um er að ræða aðstöðu til lík- amsræktar. Haldið verður áfram við endurbætur á holræsakerfinu. Áætlað er að hefja framkvæmdir við nýjan göngustíg, Söguslóð frá Garð- skaga að Útskálum. Framkvæmda- sjóður ferðamannastaða veitti Garði styrk að fjárhæð 7 milljónir vegna þessa verkefnis. Þetta er það helsta fyrir utan almenn viðhaldsverkefni og frágang hér og þar. Grindavík: Viðbyggingu Grunnskólans, tónlistarskóli og bókasafn - viðbyggingin er á tveimur hæðum ásamt kjallara grunnflötur alls 1022 m2 nettó Íþróttamannvirki, nýjir búningsklefar og bætt félagsaðstaða UMFG - stærð rúmir 2000m2 Gatna- gerð hesthúsasvæði Reykjanesbær: – Stuðningur vegna undirbúnings ál- vers, kíslvers, vistvænna efnagarða og vatnsútflutnings í Helguvík – Stuðningur við uppbyggingu aðdrátt- arafls í ferðaþjónustu, s.s. göngu- stígagerð á Reykjanesi, umhverfis- merkingar, svæði Víkingaheima, hvalaskoðun og vistlegra umhverfi. – Stuðningur við atvinnuklasa að Ás- brú, tengda orku- og tækni, heilsu- þjónustu og flugþjónustu. – Stuðningur við ný menntatækifæri s.s. hjá Keili sem endurspegla at- vinnuþróun á svæðinu til framtíðar – Áframhaldandi þróun í húsnæðis- málum fatlaðra, fjölgun búsetuúr- ræða – Bygging 60 rúma hjúkrunarheimilis að Nesvöllum sem skal fullbyggt í lok árs. – Áhersla á gróður og snyrtingu til- tekinna svæða í Keflavík, Njarðvík, innri Njaðrvík og Höfnum. – Endurgerð 5 aðkoma í bæinn frá Reykjanesbraut- hleðslur og snyrti- legur frágangur – Unnið verður að endurgerð gömlu leikvallanna, grassvæði aukin og settir upp bekkir og leiktæki fyrir alla aldurshópa. – Nýtt hringtorg gert á mótum Sunnubrautar og Þjóðbrautar við Reykjaneshöll. Gatnamótin nú talin mikil slysahætta. – Unnið við lokafrágang í aðgengis- merkjakerfi bæjarstofnana, í þágu fatlaðra. – Umhverfisbætur í Smábátahöfn sem lýkur með Bláfánaviðurkenningu. – Lokið við gerð miðsvæðis fyrir strætisvagna við Krossmóa/Nettó – Unnið að gerð göngu- og hjól- reiðaleiða frá Flugstöð Leifs Ei- ríksonar og inn á göngu- og hjóla- stígakerfi bæjarins. – Endurgegð skrúðgarðs í Keflavík, – Gerð heilsutíga um bæinn og viðeig- andi búnaðar (kynnt á íbúafundum) – Frágangur göngustíga og minni svæða í nýjum hverfum – Ljúka byggingu Hljómahallar, og stefnt að því að tónlistarskólinn flytji inn fyrir lok ársins. – Vinna við gerð 88 garðsins, fyrir ung fólk, samkvæmt tillögum Ung- mennaráðs og ljúka í haust. – Undirbyggja áframhaldandi árangur leik- og grunnskóla- vinna m.a. að spjaldtölvuvæðingu – Undirbúa gerð Rokk korts og undir- búa hátiðir sumasins og Ljósanætur að hausti. Sandgerði: Í sumar eru ekki fyrirhugaðar neinar fjárfrekar framkvæmdir á vegum bæjarfélagsins. Það er hins vegar margt í gangi hjá fyrirtækjunum í bænum, bæði á flugvallarsvæðinu og hér við höfnina. Fjöldi ungmenna mun vinna í sumar við að fegra bæinn, gróðursetja blóm og tré, slá og klippa, mála, safna saman rusli og annað sem þarf til þess að halda bænum hreinum og fallegum. Vogar: Á framkvæmdaáætlun Sveitar-félagsins Voga er framlag til stækkunar kirkjugarðsins á Kálfatjörn. Aðrar framkvæmdir eru ekki fyrirhugaðar, ef frá eru talin nokkur stærri viðhaldsverkefni (endurnýjun vatnslagna, viðgerð á sundlaug o. fl. ) Auglýsingasíminn er 578 1190

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.