Reykjanes - 30.05.2013, Blaðsíða 6

Reykjanes - 30.05.2013, Blaðsíða 6
6 30. maí 2013 Nú er það rækjan Einn af mörgum skipum sem Nesfiskur í Garði gerir út er Benni Sæm GK 26. Skipið var smíðað í Kína árið 2001. Skipstkóri á Benna Sæm er Halldór Kr. Valdi- marsson. Við heyrðum aðeins hljóðið í Halla,en hann hefur verið á sjónum lengi þótt ungur sé. Skipstjóri í 23 ár. Í áhöfn á Benna Sæm eru 6. Halli sagði að þeir væru búnir með kvótann og nú væri verið að veiða rækju,en hún er utan kvóta. Það gengur svona sæmilega sagði Halli. Verðið er allgott eða 300 kr. fyrir kílóið. Við erum yf- irleitt á dragnótaveiðum,en fórum í rækjuna eftir að kvótinn kláraðist. Hvað á svo að gera á sjómanna- daginn Halli. Ég ætla að vera með fjölskyldunni á einhverjum skemmti- legum stað. S. J. Sjómannadagurinn 75 ára Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti hinn 6. júní árið 1938. Sá dagur var mánudagur, annar í hvítasunnu. Næstu ár var fylgt reglu sem á end- anum var lögtekin árið 1987, að sjó- mannadagur skyldi vera fyrsti sunnu- dagur í júní nema hvítasunnu bæri upp á þann dag. Þá skyldi sjómanna- dagurinn vera viku síðar. Áður en lögin voru sett var vikið frá reglunni í þau sex skipti sem hér verða talin. Árið 1963 var sjómannadagurinn haldinn á annan í hvítasunnu. Árin 1965-1968 var haldið upp á daginn í maímánuði. Árið 1986 var deg- inum frestað til 8. júní vegna sveit- arstjórnarkosninga í kaupstöðum og kauptúnahreppum laugardaginn 31. maí. Þegar almanakið fyrir 1986 var prentað, var ekki vitað um frestunina og því var 1. júní auðkenndur sem sjómannadagur það ár, en dagurinn hafði fyrst verið tekinn upp í alman- akið árið 1984. Guðbjörg með sýningu á Sjóaranum síkáta Guðbjörgu Hlíf Pálsdóttir verður með sýningu á verkum sínum á Salthúsinu á Sjóar- anum síkáta. Á sýningunni verða vatnslitamyndir af konum við ýmiss störf og einnig fantasíur unnar í blek og olíu. Sýningin stendur til fimmtu- dagsins 6. júní. Guðbjörg er starfandi listamaður og býr í Grindavík. Hún hefur starfað í mörg ár sem myndlistarkennari og á mörg verk í eigu opinbera aðila. Þar á meðal tvö útilistarverk í eigu Grindavíkurbæjar, afl hafsins (ölduna) og dans seglanna (seglin). Síðastliðið haust komu út tvær bækur eftir Guðbjörgu sem hún hafði samið og myndskreytt. Sjómannadagskaffi í Garðinum Föstudaginn 31.maí ætla Slysavarnarkonur í Unu í Garði að ganga í hús og selja sjómannadagsmerki. Íbúar eru hvattir til að taka vel á móti þeim. Sjómannadagskaffi verður í Þor- steinsbúð eftir messu þ.e. um kl.15:00. Ibúar hvattir til að fá sér kaffi og flottar kökur og styrkja í leiðinni gott málefni. Halli skipstjóri. Benni Sæm. Guðbjörg Hlíf Pálsdóttir. F é l a g v é l s t j ó r a o g m á l m t æ k n i m a n n a - Stórhöfða 25 - 110 Reykjavík - 575 9800 - www.vm.is Sjómannadagurinn vm- félag vélstjóra og málmtæknimanna óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn. Við óskum sjómönnum til hamingju með sjómannadaginn Sveitarfélagið Garður

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.