Reykjanes - 30.05.2013, Blaðsíða 8

Reykjanes - 30.05.2013, Blaðsíða 8
8 30. maí 2013 Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar Framtíðar: Mun beita mér af fullum krafti almenningi til heilla Páll Valur Björnsson úr Grindavík náði kjöri í þingkosningunum 27.apríl s.l. Reykjanes óskar Páli Val til hamingju með kjörið og fékk hann til að svara nokkrum spurningum. -S.J. Hvernig leið þér á kosninganóttina? Þú varst að koma inn og detta út,en náðir svo á endasprettinum jöfnunar- þingsæti. Það má með sanni segja að þessi kosninganótt hafi verið eftirminnileg í meira lagi. Björt framtíð var ekki með neina kosningaskrifstofu í Suðurkjör- dæmi svo að við frambjóðendur hér sunnanlands hittumst öll á kosninga- vöku í Reykjavík. Það var ljóst strax eftir fyrstu tölur að við værum ekki að fá kjördæmakjörinn þingmann í þessu kjördæmi og í sjálfu sér kom það mér ekkert á óvart þar sem að skoðana- kannanir höfðu sýnt það í aðdraganda kosninga. Ég fór nú bara snemma heim í Grindavík og fylgdist með kosninga- sjónvarpinu fram eftir nóttu en um kl. hálf sex gafst ég upp og fór að sofa dauðþreyttur en sáttur. Um sjöleytið hringdi síminn og á hinum enda línunnar var bróðir minn sem óskaði mér til hamingju með þingsætið, ég taldi nú í fyrstu að hann væri að gera at í mér en staulaðist fram og kveikti á sjónvarpinu. Þá kom í ljós að ég var kominn inn sem uppbótarþingmaður og átti ég erfitt með að átta mig á þessu í fyrstu og var alveg á nálum þar til að síðustu tölur duttu í hús um kl. 9 á sunnudagsmorguninn. Þetta eru án nokkurs efa þær erfiðustu mínútur sem ég ég hef upplifað en endirinn var góður og ég er afskaplega ánægður með að vera orðinn þingmaður Suðurkjör- dæmis. -Hefur þú alltaf haft áhuga á stjórn- málum? Hvað kom til að þú ákvaðst að gefa kost á þér. Ég hef nú alla tíð haft áhuga á stjórn- málum en hafði mig lítið í frammi lengi vel, reif kjaft á kaffistofum og í fjölskylduboðum en tók ekki þátt. Það breyttist fyrir um fimm árum síðan þegar ég fór að taka þátt í starfi Samfylkingarfélagsins í Grindavík og var í kjölfarið kosinn í bæjarstjórn Grindavíkur í síðustu sveitarstjórn- arkosningum. Það var afskaplega ánægjulegur tími sem ég átti í bæj- arstjórninni, fékk þar að starfa með frábæru fólki sem hefur haft það að meginmarkmiði að efla veg og hagsæld íbúa Grindavíkur. Ástæða þess að ég gaf kost á mér í stjórnmálin er einfald- lega sú að ég vil láta gott af mér leiða og leggja mitt af mörkum til þess að hér á landi geti þrifist gott og heilbrigt sam- félag. Og eins finnst mér hafa vantað manneskju inn á þing sem hefur unnið sem verkamaður nánast alla sína tíð, þingmenn þurfa að koma frá öllum geirum samfélagsins. -Hvers vegna Björt framtíð? Ég tók þá ákvörðun að ganga til liðs við Bjarta framtíð vegna þess að til mín var leitað og skorað á mig að taka 1. sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Ég tók góðan tíma í að íhuga stöðuna þar sem að ég gerði mér grein fyrir því að töluverðir möguleikar voru á því að ég kæmist inn á þing og ég velti því fyrir mér hvort ég væri tilbúinn til þess að taka þar sæti. En ég tók slaginn og sé ekki eftir því. Ég hef verið mikil að- dáandi Besta flokksins allt frá því að hann kom fram og hugmyndafræði Bjartrar framtíðar byggjir að mörgu leyti upp á sömu forsendum og hjá Besta flokknum. Síðast en ekki síst er fólkið sem starfar í Bjartri framtíð alveg einstaklega yndislegt og jarðbundið fólk sem tekur sjálft sig ekki hátíðlega og setur málefni og markmið ofar eigin hag. -Það vekur að sjálfsögðu athygli að nú koma sjö þingmenn,sem búsettir eru á Suðurnesjum. Á þetta eftir að hafa jákvæð áhrif fyrir svæðið? Það er hægt að segja að útkoma kosninganna hafi verið glæsileg hjá okkur Suðurnesjamönnum og að fá sjö þingmenn er í raun ótrúlegt. Ég held að áhrif þess að Suðurnesin fái alla þessa þingmenn geti ekki verið annað en já- kvæð og það er einlæg von mín að við náum öll að starfa saman svæðinu og kjördæminu öllu til heilla. Ég þekki allt þetta fólk og hef verið í töluverðu sam- bandi við það í kosningabaráttunni og get sagt af fullri einlægni að þetta er allt afskaplega gott fólk og hlakka ég til að starfa með þeim á komandi misserum. Það er líka einstaklega ánægjulegt að tveir ráðherrar nýju ríkistjórnarinnar skuli koma úr kjördæminu og er trú mín sú að það hafi líka mikil og góð áhrif. -Á hvaða mál ætlar þú að leggja áherslu á? Ég mun leggja áherslu á að við störfum öll saman að því að leysa öll þau brýnu mál sem bíða úrlausnar í íslensku sam- félagi, af nógu er að taka. Það liggur beinast við að taka þarf á skuldavanda þeirra heimila sem verst eru sett og hvað okkar svæði varðar þá þurfum við öll í sameiningu að finna lausnir til þess að eyða því atvinnuleysi sem ríkt hefur hér alltof lengi. Tækifærin liggja víða til aukinnar atvinnuuppbyggingar og það er stjórnvalda að skapa aðstæður og skilyrði til þess að hér geti ný og öflug fyrirtæki skotið rótum sama í hvaða geira atvinnulífsins sem er. Mörgum fannst sjávarútvegsstefna Samfylkingar og Vinstri grænna vera stórhættuleg fyrir útgerðastaði eins og hér á Suðurnesjum. Hver er afstaða Bjartrar framtíðar til sjávarútvegsins? Það má nú eflaust deila um það hvort að sú stefna sem rekin var af þessum flokkum hafi verið stórhættuleg eða ekki. Það hefur ætíð verið þannig að ef eitthvað á að hrófla við þessu kvóta- kerfi þá ætlar allt af göflum að ganga og oftar en ekki er verið að gera úlfalda úr mýflugu. Það er ljóst að sjávarút- vegurinn á Íslandi er ein að okkar höf- uðatvinnugreinum, atvinnugrein sem hefur skilað gríðarlegum verðmætum í þjóðarbúið og ef ganga á í breytingar á þessu kerfi verður að vanda vel til verka. Sjávarútvegurinn er rekinn með hagnaði og á mjög hagkvæman og arðbæran hátt og það hlítur að vera aðal keppikeflið,að gera einhverjar stórkostlegar breytingar á kerfi sem er að skila svona miklum arði er afar óvenjulegt. Í kosningaáherslum okkar segir að viljum skapa varanlega sátt um sjávarútveg á grunni fjögurra stoða: 1) Að arður renni til þjóðarinnar 2) að nýting fiskimiðanna sé sjálfbær 3) að greinin njóti góðra skilyrða til að skila hagnaði og 4) að nýir aðilar geti haslað sér völl í sjávarútvegi. Við viljum meina að það vanti bara herslumuninn í þessu og það hljóti að vera hægt, í góðu samráði allra aðila, að komast að niðurstöðu sem felur þetta allt í sér. Það liggja stórkostleg tækifæri í sjáv- arútveginum á Íslandi og það er ljóst að á næstu árum verði kvótinn aukinn sem gefur okkur færi á m.a. að auka nýliðun í greininni. Björt framtíð gaf það mjög sterkt út að stefnan væri sett á inngöngu í ESB. Óttast þú að með inngöngu séum við að afsala okkur yfirráðum á okkar góðu fiskimiðum? Já við förum ekkert í launkofa með það að við teljum það farsællegast til framtíðar fyrir íslenskt samfélag að ganga í Evrópusambandið það er í raun ekki hægt að bjóða fólki upp á þá þrautagöngu sem hér hefur verið gengið með íslensku krónuna. Hvað Fjölskyldan á góðri stund. Hjónin hvíla lúin bein í göngutúr í Fljótunum. Sigri fagnað í Laugardalshöllinni ásamt vinum.jpg Páll Valur og Hulda kona hans í fimmtugsafmæli Páls.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.