Reykjanes - 13.06.2013, Blaðsíða 6

Reykjanes - 13.06.2013, Blaðsíða 6
6 13. júní 2013 Kólesteról er bæði skaðlegt og nauðsynlegt Birgitta Jónsdóttir Klasen fjallar um kólesteról: „Það er þó alltaf góð regla að byrja ekki á fullu í ræktinni nema í samráði við heimilislækninn sinn.“ KÓLESTERÓL, öðru nafni blóðfita, er hverjum mannslík- ama lífsnauðsynlegt, en getur verið stórhættulegt hjartanu í of stórum skömmtum í blóðinu. Sérfræðingar telja að um 20% jarðarbúa séu með of háa blóðfitu. Algengustu dánarmein mannanna má rekja til hjartasjúk- dóma. Margir geta haldið blóðfitunni í skefjum með heilsusamlegu matar- æði og reglulegri hreyfingu á meðan aðrir komast ekki hjá lyfjainntöku til að sporna gegn hækkandi blóðfitu. Kólesteról í líkamanum gegnir margháttuðu hlutverki. Auk þess að eiga sinn þátt í að byggja upp heilbrigðar frumur, er kólester- ólið mikilvægt framleiðslu gallsýru vegna meltingarinnar, framleiðslu D- vítamíns vegna beinabyggingarinnar og framleiðslu kynhormóna. Hvern dag sem líkaminn notar eitt til tvö grömm af kólesteróli framleiðir hann sjálfur nauðsynlegt kólesteról fyrir lifrina. Þar fyrir utan vinna einstak- lingar kólesteról úr fæðunni og mikið af því er skaðlegt. Mannslíkaminn getur upp á sitt eindæmi framleitt D-vítamín, fái hann til þess næga sól. Það hefur aftur bein áhrif á serótónínmagn í heila, sem segir mikið til um andlega heilsu fólks. Sólarljósið með hjálp kólesteróls getur því óbeint stuðlað að léttri lund. Kólesteról er helst að finna í fiski og mjólkurafurðum. Kostir D-vítamíns Claciferol virkjar fosfat- og kalsíum- efnaskipti. Skortur á þessum efnum í bernsku getur leitt til beinarýrnunar, beinkrama, beinbrota á eldri árum. Of stórir skammtar af D-vítamíni geta hins vegar leitt til þorsta og ógleði. Hormónar eru boðefni, sem stilla saman frumubúskapinn, en helst verður ruglingur ef eggjahvítuefni skortir. Hormónar eru framleiddir af kirtlum og losna svo út í blóð- rásina. Sem dæmi má nefna insúlín og histamín. Of mikil fita í blóðinu getur sest að í æðaveggjum, sem leitt getur til þrenginga, stíflana og æðakalkana. Hættulegustu afleiðingarnar eru hjartaáföll þó í reynd geti öll líffæri beðið skaða af. Helstu áhættuþættir hjartaáfalla eru taldir vera reykingar, hár blóðþrýstingur, ættarsaga um hjartasjúkdóma, hreyfingarleysi og sykursýki. Sykursýki er samsafn nokkurra tegunda, sem eiga það sameiginlegt að líkaminn nýtir ekki blóðsykurinn sem skyldi auk þess sem insúlín-upp- taka líkamans er trufluð. Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin WHO hefur frá árinu 1998 flokkað sykursýki niður í fjórar tegundir. Tegund 1: Algjör skortur er á insúlíni þar sem frumur í brisi eru ekki fyrir hendi. Tegund 2: Insúlínónæmi. Tegund 3: Arfgengar frumuskemmdir og sjúkdómar tengdir hormónatrufl- unum. Tegund 4: Meðgöngusykursýki. Hækkandi blóðfita kallar á aðgerðir, sem lúta einna helst að fituminna fæði og aukinni hreyfingu. Mikið hefur þó verið ritað og rætt um hollustu eða óhollustu fitu. Fjölmargar skoðanir virðast enn vera á lofti hvað hana varðar og ekki munu öll kurl vera enn komin til grafar hvað fituna varðar í heimi næringarfræðinnar. Maðurinn er það sem hann borðar og hann borðar nokkrum sinnum á dag, lífið út sem eru fjölmargar mál- tíðir miðað við 80 ára mannsævi. Það er því vert að líta til hollustu matarins ef menn vilja auka þrek sitt og lífsgæði. Það, sem ekki er á bannlistanum, eru afurðir á borð við soya, ólífuolíu, ferskar kjötvörur, mjólkurafurðir, ferska ávexti, græn- meti, belgjurtir og hýðiskornvörur. Hreyfinguna þarf líka að taka föstum tökum, en tilheyri menn ekki hópi alvöru "sportista" má alltaf finna leiðir fyrir aukna áreynslu í daglega lífinu. Það má t. d. hugsa sér að fara fótgang- andi eða á hjóli styttri leiðir í stað þess að setjast upp í bíl og aka af stað. Og einnig er vert að hafa í huga að stiga- gangar eru mun heilsusamlegri en lyfturnar. Að sama skapi er upplagt að leggja bílnum ekki nákvæmlega fyrir framan áfangastað, heldur aðeins frá til að þurfa að ganga smá spöl. Og þegar ferðast er í strætó má hugsa sér að fara út einni stoppistöð á undan eða á eftir áætluðum áfangastað. Það er þó alltaf góð regla að byrja ekki á fullu í ræktinni nema í samráði við heimilislækninn sinn. Sigurjónsbakarí 25 ára: Sá eini sem bakar Héðinsbollur Sigurjónsbakarí tók til starfa 23. apríl 1988 og fagnar því 25 ára starfsafmæli. Reykjanes leit einn daginn við hjá Sigurjóni til að eiga við hann stutt spjall. Jú, jú segir Sigurjón, smekkurinn hefur breyst mikið á þessum árum. Áherslur eru allt aðrar núna en í byrjun. Reksturinn hefur gengið upp og niður. Ég var á tíma með tvö útibú á Vellinum og í Samkaup. Auðvitað breyttist mikið eftir að herinn fór og svo kom hrunið sem hafði sín áhrif. Sigurjónsbakarí er í Hólmgarði og er eina bakaríið sem starfrækt er í Keflavík. Það er veruleg aukning eftir ég er eini bakarinn hér íKeflavík. Maður tekur eftir að það er mikil aukn- ing í ferðaþjónustunni. Ég sel í flugeld- húsið og til Flugleiða segir Sigurjón. Hann bætir við og svo eru framundan æfingar hjá Nato. Fullt af ítölum sem koma, þannig að það verður mikið um- stang kringum þá í 4-6 vikur. Er eitthvað sérstakt við bakkelsið hjá þér. Já, kleinuhringurinn er öðru- vísi hjá okkur. Allar vörur okkar eru framleiddar hér í bakaríinu. Nú svo er vörumerki okkar auðvitað Héðins- bollkurnar. þær eru gífurlega vinsælar. það fara mörg hundruð af þeim á degi hverjum. Ég er eini bakarinn á landinu, sem bakarHéðinbsbollur segir Sigurjón að lokum. S. J. HEILSA Birgitta jónsdóttir Klasen. Auglýsingasíminn er 578 1190 RAFTÆKJAÚRVAL 15% afsláttur af raftækjum þegar þau eru keypt með innréttingu. Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • Opið: Mán. - föst. kl. 09-18 ÞvottahúsBaðherbergi Sérsmíði Pottaskápar Allar útfærslur friform.is INNRÉTTINGATILBOÐ 25% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM INNRÉTTINGUM TIL 22. JÚNÍ VIÐ HÖNNUM OG TEIKNUM FYRIR ÞIG Komdu með eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér vönduð raftæki á vægu verði. ÞITT ER VALIÐ Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði. FJÖLBREYTT ÚRVAL AF HURÐUM, FRAMHLIÐUM, KLÆÐNINGUM OG EININGUM, GEFA ÞÉR ENDALAUSA MÖGULEIKA Á AÐ SETJA SAMAN ÞITT EIGIÐ RÝMI. 25 % TIL 22. JÚNÍVEGNA GÓÐRA UNDIRTEKTA HÖFUM VIÐ ÁKVEÐIÐ AÐ FRAMLENGJA MAÍTILBOÐ OKKAR UM 3 VIKUR.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.