Reykjanes - 27.06.2013, Page 2

Reykjanes - 27.06.2013, Page 2
2 27. júní 2013 Reykjanes 12. Tbl.  3. áRganguR 2013 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54,  108 Reykja vík. Auglýsingasími: 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Sigurður Jónsson, netfang: asta. ar@simnet.is, sími: 847 2779. Myndir: Ýmsir. Umbrot: Prentsnið Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa Pdf: www. fotspor.is reykjanes er dreift í 8.000 eintökum ókeypis í allar íbúðir á reykjanesi. Frí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band við íbúa Suð ur nesja. Seg ið ykk­ ar skoð un með því að senda inn pist il. Send ið inn fyr ir spurn. Vin sam leg ast send ið okk ur tölvu póst á net fangið asta. ar@sim net.is eða hring ið í síma 847 2779. Viltu segja skoðun þína? Samkvæmt spám er búist við mikilli fjölgun erlendra ferðamanna til landsins á næstu árum. Rætt er um að fjölgun á næstu tveimur árum geti orðið allt að 36%. Móttaka ferðamanna er orðinn verulega stór atvinnugrein,sem skapar mikinn gjaldeyri og fer vaxandi. Við hér á Suðurnesjum þurfum að stuðla að því að ná enn frekar okkar hlut í þeirri aukningu sem er framundan. Hagsmunaaðilar og forsvarsmenn sveitar- félaga þurfa að funda og ræða á hvern hátt við getum elft móttöku ferðamanna hér. Tækifærin eru til staðar. Suðurnesin hafa upp á svo margt að bjóða,sem heillar erlenda ferðamenn. Samvinna er nauðsynleg til að grípa tækifærið. Stöndum saman gegn ESB. Alveg er merkilegt að það skulu vera til margir hér á Íslandi sem telja að hags- munir okkar í sjávarútvegi væru vel tryggðir ef við gerðumst meðlimir í ESB. Það er eins og fréttir af refsihótunum ESB í garð okkar hafi gjörsamlega farið fram hjá þessu fólki. ESB hótar refsiaðgerðum í okkar garð ef við hlýðum þeim ekki í einu og öllu hvað varðar veiðar á makrílnum. Þessi fiskur leitar á íslensk mið og það hlýtur að vera okkar réttur að veiða makríl á þann skynsama hátt sem við teljum. Stöndum saman gegn hótunum ESB. Hvenær kemur ávísunin? Samfylkingin beið afhroð í síðustu kosningum.Samfylkingin fékk rúm fjögur ár til að standa við stóru orðin um skjaldborgina um heimilin.Lítið sem ekkert gerðist á þessum tíma til hjálpar illa stöddum heimilum. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur lögðu á það mikla áherslu í kosninga- baráttunni að unnið yrði í þágu heimilanna.Skattalækknair og skuldaleiðrétting var boðuð. Það er því eðlilegt að fólk bíði óþolinmótt eftir að heyra um efndir. Aldraðir og öryrkjar eiga að fá leiðréttingu á skerðingu vinstri stjórnarinnar frá 2009. Það er ekki skrítið að fólk spyrji hvenær kemur ávísunin. En skrítið er að heyra í fulltrúum Samfylkingar tala um svik við heimilin eftir nokkurra daga ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Samfylkingin hafði rúm fjögur ár en gerði ansi lítið. Við hljótum að gefa nýrri ríkisstjórn tíma fram á haustið til að koma með sínar úrbætur. En ríkisstjórnin verður að standa við orð sín. Reyndar hlýtur hún að gera það. Ávísunin kemur. Leiðari Mikil fjölgun ferðamanna framundan Reykjanes kemur næst út fimmtudaginn 11. júlí næsta blað Skötumessa Reykjanes hafði samband við Ásmund Friðriksson, alþingis-mann, og spurði hann hvenær skötumessan yrði haldin. Ásmundur hefur stðaið fyrir skötummessunni, sem notið hefur mikilla vinsælda. Skötumessan verður haldin mið- vikudaginn 17. júlí n. k. í Gerðaskóla sagði Ásmundur. Reynum að vinna saman. Stjórn heilbrigðismála í héraði verði hjá sveitarfélögum „Aðalfundur DS, haldinn 13. júní 2013, telur æskilegt að öll hjúkr-unarrými á starfssvæði DS verði rekin af sama aðila. Náist samningar við annan hvorn þeirra aðila, sem leitað hefur verið til, Sjómannadagsráð eða HSS, verði hlutverk DS endurskoðað og samþykktum þess breytt. Fram- kvæmdastjóra DS er falið að hefja nú þegar nauðsynlegan undirbúning þess.“ Ofangreind tillaga Árna Sigfússonar og Sigrúnar Árnadóttur var samþykkt á aðalfundi Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum nýverið. Í framhaldinu er nauðsynlegt að fá svör við því hvort annar hvor þessara aðila geti tekið að sér reksturinn. Undirritaður trekaði fyrri skoðun sína á fundinum: „Nú liggja fyrir til- lögur um að vista út stjórnun á hjúkr- unarheimilum í Reykjanesbæ og Garði og fela Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eða Hrafnistu stjórnun og ábyrgð á rekstri hjúkrunarheimilanna. Það er enn skoðun mín að það verði látið reyna á að ná samstöðu sveitarfélaganna sem reka DS um reksturinn og að ekki verið tekin ákvörðun um samninga við aðra á meðan. Best er að hjúkrunarheim- ilin verði á ábyrð og stjórnað af DS í framtíðinni eins og hingað til enda er stefnt að því að sveitarfélögin taki yfir alla þjóustu við eldri borgara af ríkinu á næstu árum. Best er að þjón- usta við okkur Suðurnesjamenn verði á ábyrgð og stjórnun sveitarfélaga hér á Suðurnesjum. Stjórnun fer saman við ábyrð á fjármálum.“ Þá kynnti ég á fundinum bréf frá varaformanni Félags eldri borgana á Suðurnesjum, Jórunni Guðmunds- dóttir, en hún telur að sveitarfélögin eigi að standa að rekstri hjúkrunarheimila. Stefnt sé að því að öll þjónusta verði færð yfir til sveitarfélaga á næstu árum og okkur vegni best þegar allir standa saman að rekstri stofnana. Í bréfi sínu endurspeglar Jórunn skoðanir okkar eldri borgara á Suðurnesjum. Hugmyndir um að bæta fjórðu hæðinni við hjúkrunarheimilið á Nesvöllum voru góðra gjalda verðar en samstaða heimamanna um málið náðist ekki fyrr en um miðjan mars s.l. og því varð ekki af því. Vert er að minna á við eldri borgarar lögðum til í upphafi að heimilið á Nesvöllum vistaði 90 íbúa. Þá fór mikill tími til athugunar á því hvort að nota mætti íbúðir á Nesvöllum og breyta þeim í hjúkrunarheimili. Niðurstaðan er sú að vordögum 2014 mun 60 rúma hjúkr- unarheimili – fyrstu nýbygginguna fyrir sjúka aldraða á Suðurnesjum – hefja rekstur. Um leið og við fögnum þessum merka áfanga þá má ekki láta deigan síga. Nauðsynlegt er að halda áfram baráttunni fyrir frekari fjölgun hjúkr- unarrýma fyrir sjúka aldraðaða á Suðurnesjum. Neðangreind tillaga mín var vísað til stjórnar DS sem innlegg í stefnumótunnarvinnu. „Fjölga þarf úrræðum fyrir þá eldri borgara sem ekki geta dvalið heima hjá sér. Tímabært er að hugsa til framtíðar þar sem eldri borgurum á Suðurnesjum, sem þurfa á dvöl á hjúkr- unarheimilum, fjölgar ört. Áætlanir yfirvalda gera ráð fyrir að á árinu 2015 – þegar hjúkrunarheimilið á Nesvöllum verður komið í rekstur – verði þörf fyrir 154 íbúa á hjúkr- unarheimilum á Suðurnesjum. Aðeins 5 árum síðar – árið 2020 – er áætluð þörf fyrir 182 íbúa á hjúkrunarheim- ilum á Suðurnesjum. Ekki er getið um fjölgun úrræða á þessum fimm árum og gætu því rúmlega 40 verið á biðlista á árinu 2020. Nauðsynlegt er því að halda áfram fjölgun hjúkrunarheimila á Suðurnesjum. “ Undirritaður vék úr stjórn DS á aðalfundinum en Reykjanesbær skipaði bæjarráðsfulltrúa fyrir sína hönd í stjórnina. Það er von mín að hjúkrunarheimilin verði á ábyrð og verði stjórnað af DS í framtíðinni eins og hingað til enda er stefnt að því að sveitarfélögin taki yfir alla þjóustu við eldri borgara af ríkinu á næstu árum. Best er að þjónusta við okkur Suðurnesjamenn verði á ábyrgð og stjórnun sveitarfélaga hér á Suðurnesjum og að stjórnun fari saman við ábyrð á fjármálum. Reynum að vinna saman. Eyjólfur Eysteinsson Formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum Page 3 of 10 ! Greinarhöfundur á 17.júní 2012. Mynd tekin af jóni Eyjólfi Eyjólfssyni Sandgerði Nemendaheimsóknir í Þekkingarsetur Suðurnesja Yfir 1.000 leik- og grunn-s k ó l a n e m e n d u r a f Suðurnesjum og höfuð- borgarsvæðinu hafa heimsótt Þekk- ingarsetur Suðurnesja hér í Sandgerði á síðustu vikum. Flestir skólarnir fóru í fjöruferð að safna lífverum áður en haldið var í setrið þar sem lífverurnar voru skoðaðar í víðsjám. Myllubakkaskóli - útikennslusvæði Myllubakkaskóli óskar eftir að fá leyfi til að nota leik-völlinn við Miðtún sem útikennslusvæði. Skólinn mun í samráði við Reykjanesbæ skipuleggja svæðið með það í huga að það gagnist bæði sem leikvöllur og útikennslu- svæði. Umhverfis- og skipulagsráð tekur vel í erindið og felur Umhverfis- og skipulagssviði að vinna verkefnið áfram með Myllubakkaskóla.

x

Reykjanes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.