Reykjanes - 27.06.2013, Blaðsíða 8

Reykjanes - 27.06.2013, Blaðsíða 8
8 27. júní 2013 Landsmót 50+ Suður- nesjafólk stóð sig vel Landsmót 50+ var haldið í Vík í Mýrdal dagana 7-9 júní s.l. Fyrir hönd Suðurnesja fór vösk sveit kvenna og karla til að keppa í hinum ýmsu greinum. Okkar fólk náði ágætis árangri ig kom heim með fjölda verð- launapeninga. Glæsilegt bókasafn Bókasafn Reykjanesbæjar hefur nú flutt sig í Ráðhús bæjarins að Tjarnargötu. Bókasafnið er á fyrstu hæð þar sem Landsbankinn (Sparisjóðurinn) var til húsa. Virkilega flott að sjá hve vel hefur tekist að koma öllu smekklega fyrir. Glæsilegt . Von GK er hæst línubáta Hérna á árum áður þá var oft ansi mikið um togaraland-anir í Njarðvík, og þeirra aðal voru Aðalvík KE og Bergvík KE sem þar lönduðu. Um þessar mundir er nú ekki mikið um landarni báta í Njarðvík. Fremur er þarna um að ræða legustæði fyrir báta sem er hætt að gera út. Tveir stórir stálbátar hafa legið þarna sem hafa þó verið í út- gerð. Fram ÍS hefur legið í höfninni enn báturinn var gerður út á lúðu og hét þá Guðrún Guðleifsdóttir ÍS. Núna hefur sá bátur verið seldur til Ísafjarðar og planið er að setja hann á fiskveiðar. Sá bátur á nokkra sögu á Suðurnesjnum því báturinn var gerður út frá Keflavík í fjöldamörg ár og hét þá Boði KE. Seinna fékk hann nafnið Eldeyjar-Boði KE þegar Eldeyjar fyr- irtækið var stofnað. Hinn báturinn sem er að fara í verk- efni er Stafnesið hans Odds. Í fyrra þá var Stafnes KE gert út á túnfiskveiðar, enn núna í ár þá tapaði Oddur hlut- kesti um hvort hann eða Jón Gunn- laugs ST fengi það. Til stendur að Stafnes KE sé að fara í olíuleit. Talandi um þennan bát Jón Gunn- laugs ST þá er hann Sandgerðisbátur svo til alla leið, því Miðnes HF sem var stórt fyrirtæki í Sandgerði lét smíða bátinn í Stálsmiðjunni í Reykjavík árið 1972 og var báturinn gerður út í hátt í 30 ár frá Sandgerði. Þessi bátur leysti af annan bát sem hét sama nafni og sá bátur var hvað þekktastur hérna á Suðurnesjnum undir nafninu Hafnar- berg RE. Annars af veiðum þá eru flestir línu- bátanna núna staddir á austurlandi og hafa þeir fiskað ágætlega. Von GK er hæst þeirra með 72 tonn í 8 róðrum. Þórkatla GK kemur næst enn báturinn er á bölum og er með 62 tonn í 12, annar balabátur Óli á Stað GK er með 55 tonn í 12, Bergur Vigfús GK 51 tonn í 9 , Dóri GK 50 tonn í 11. Hópsnes GK sem er á bölum er með 50 tonn í 11. Gísli Súrsson GK 40 tonn í 7. Þeir bátar sem eftir eru á Suðurnesjnum eru flestir á hand- færum og hefur Ragnar Alfreðs GK landað 14 tonnum í 4. Sædís Bára GK er með 11 tonn í 4, Maggi Jóns KE 10 tn í 4,Una SU sem Stakkavík gerir út er með 7 tonn í 3. Svala Dís KE er kominn á Rif til skötuselsveiðar og byrjaði vel og hefur landað 10 tonnum í 4 róðrum, þar er líka Happasæll KE og hefur landað 8 tonn í 4. Sæljós GK er í Sandgerði og er með 13 tonn í 5 á skötusel og þar af kom báturinn með 7 tonn í 2 róðrum. Ekki eru margir bátar á dragnóta- veiðum og var Farsæll GK með 41 tonn í 6 enn báturinn er kominn í stopp núna fram til 1.september. Arnþór GK hefur fiskað vel og landað 62 tonnum í einungis 3 löndunum. Frystitogarinn Hrafn Sveinbjarnars- son GK hefur ekki landað enn í júní en var með 400 tonn í 2 löndunum í maí. Hrafn GK hefur sömuleiðis ekki landað í júní þegar þetta er skrifað enn var með í maí 787 tonn í 2 og þar af um 500 tonn í einni löndun sem má segja að sé fullfermi hjá togaranum. Gnúpur GK er á úthafskarfanum og hefur landað tvisvar samtals 850 tonnum. Fyrri lönduninn var 585 tonn. Baldvin Njálsson GK hefur ekki landað í júní en var með í maí 674 tonn í einni löndun. Gjögursbátarnir halda áfram að fiska vel og hafa þeir verið að veiðum bæði fyrir austan og vestan og silgt þá til baka til Grindavíkur til þess að landa aflanum. Áskell EA er með 134 tonn í 2 og Vörður EA 240 tonn í 4, enn geta má þess að tvær af þessum löndunum hjá Verði EA voru á Grundarfirði og var þá aflanum ekið til bæði Grenivíkur og Grindavíkur þar sem aflinn var unnin. Gísli R. Aflafréttir Línudanshópurinn fékk silfurverðlaunin. Elsti dansarinn í hópnum Gunnar jónsson varð 90 ára í maí s.l. Frá vinstri: Aðalbergur,ísleifur,Marinó og Guðbrandur hlutu silfurverðlaun í pútti.Lithia hlaut silfurverðlaun í pútti.Sigurbjörg silfurverðlaun í pönnu- kökubakstri.júlíus P. silfurverðlaun í pútti. Hákon,jón ísleifs,Elías og Ragnar hlutu gullverðlaun í pútti. Guðbrandur náði silfurverðlaunum í kúluvarpi í flokki 70-74 ára. Átak í skráningu hunda og katta Grindavíkurbær og Heilbrigð-iseftirlit Suðurnesja hafa ákveðið að gera átak í skrán- ingu hunda og katta í bænum og hvetja grindvíska hunda- og kattaeigendur til að skrá dýr sín. HES býður ókeypis árgjald út árið 2013 á nýskráðum hundum og köttum séu dýrin skráð fyrir 30. júlí 2013. Hundahald Samkvæmt samþykkt um hundahald á Suðurnesjum er hundahald almennt bannað að. Bæjarstjórnum er heimilt að veita undanþágu til hundahalds með ákveðnum skilyrðum og sér Heil- brigðiseftirlit Suðurnesja (HES) um þá framkvæmd. Meðal skilyrða er að hundurinn sé skráður hjá HES og skal hann merktur með örmerki og merki HES. Sé hundur ekki með appelsínugult merki HES (sjá meðfylgjandi mynd), er hann líklega ekki skráður. Þá skal árlega greiða leyfisgjald fyrir þá hunda sem undan- þága er veitt fyrir. Innifalin í skrán- ingargjaldinu er ábyrgðartrygging. Ef fleiri en einn hundur er á sama heimili og í eigu sama einstaklings, greiðist fullt gjald af einum hundi en hálft gjald af öðrum. Á hundaeigendum hvíla skýrar skyldur til að tryggja öryggi hundsins og annarra íbúa. Hundur skal aldrei ganga laus á almannafæri heldur vera í taumi í fylgd aðila sem hefur fullt vald yfir honum. Barn ætti ekki að vera með hund í taumi sem það ræður ekki við. Hundaeigendum ber að viðhafa full- komið hreinlæti í meðferð hunda sinna til að draga úr sýkingarhættu, þ. m. t. að fjarlægja hundaskít og láta hreinsa hunda sína af bandormum. Kattahald Kattahald er heimilt á Suðurnesjum með ákveðnum skilyrðum. Allir heim- iliskettir skulu skráðir og örmerktir hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja gegn greiðslu leyfisgjalds sem innheimt er einu sinni. Leyfisgjaldið felur ekki í sér ábyrgðartryggingu og því þarf kattar- eigandi að kaupa ábyrgðartryggingu hjá viðurkenndu vátryggingafyrirtæki. Tryggingin á að standa undir tjóni sem köttur hans kann að valda mönnum og munum. Kattareiganda ber auk þess að láta ormahreinsa kött sinn árlega og gæta þess að hann valdi ekki ama eða tjóni. Á heilbrigðisnefnd hvílir skylda til að útrýma villi- eða flækingsköttum. Ómerktur köttur sem fangaður er skal geymdur í 7 daga. Hafi kattarins ekki verið vitjað innan þess tíma er heimilt að aflífa hann. Ef eigandi gefur sig fram skal hann greiða leyfisgjald og áfallinn kostnað. Á vef Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja og bæjarskrifstofunni er hægt að sækja um leyfi fyrir hunda og ketti. www. hes.is Á vef Grindavíkurbæjar er hægt að nálgast upplýsingar um skráða hunda og ketti í Grindavík www. grindavik. is/dyrahald Ábendingar um óskráða hunda og ketti eru vel þegnar með því að senda upplýsing-ar á netfangið hes@hes.is. Í sumar munu starfsmenn á vegum Grindavíkurbæjar og HES ganga hús úr húsi og kanna hvort skráin sé uppfærð. (Heimasíða Grindavíkur)

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.