Reykjanes - 27.06.2013, Side 9

Reykjanes - 27.06.2013, Side 9
27. júní 2013 9 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins Fólk vill að þau fjölmörgu tækifæri sem við höfum verði nýtt Einn af nýju þingmönnunum frá Suðurnesjum er Vilhjálmur Árnason frá Grindavík. Vil- hjálmur skipaði 4. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Flokkurinn náði góðri kosningu og í framhaldinu sest Vilhjálmur á þing. Reykjanes heyrði aðeins hljóðið í Vil- hjálmi. - Hvenær vaknar áhugi þinn á stjórn- málum? Áhugi minn á stjórnmálum vakn- aði snemma. Faðir minn var virkur í stjórnmálunum í Skagafirði og mér hefur alltaf þótt gaman að því að fá að taka þátt í því með honum. Svo þróaðist það þannig að ég varð ákafari en hann á pólitíska sviðinu. Hann er í sama stjórnmálaflokki og ég en við erum alls ekki alltaf sammála. - Mikil endurnýjun á sér nú stað á Al- þingi. Hefur þú trú á að í framhaldinu breytist vinnubrögðin? Já ég hef mikla trú á því. Það eru rosalega margar venjur og siðir hér sem mun taka langan tíma að læra. Síðast var einnig mikil endurnýjun á Alþingi og ég held að þeir þingmenn sem komu nýir inn síðast séu ekki búnir að tileinka sér þá siði og venjur ennþá. Því held ég að þessir tveir hópar nýrra þingmanna munu ekki tileinka sér þetta allt saman, heldur mynda nýjar aðferðir sem munu vonandi verða til bóta. - Getum við reiknað með að málefni Suðurnesja fái jákvæðari niðurstöðu heldur en á síðasta kjörtímabili? Ég held að ég geti fullyrt að svo verði, ekki bara út af því hversu mörg við erum frá Suðurnesjunum. Heldur einnig út af þeim skilaboðum sem þjóðin sendi í kosningunum að fólk vill að þau fjölmörgu tækifæri sem við höfum í þessu landi verði nýtt, sama hvar þau eru staðsett. Mér fannst ég finna fyrir minni átökum á milli lands- hluta í þessari kosningabaráttu heldur en áður. - Mikil aukning er á ferðamönnum til Íslands. Erum við hér á Suðurnesjum nógu dugleg á að markaðssetja svæðið sem góðan möguleika til að dvelja á og skoða? Að sjálfsögðu má alltaf gera betur. En ég held að það sé mikil vakning hér á Suðurnesjum hvað þessi mál varðar. Samstarf ferðaþjónustuaðila á Suðurnesjum hefur aukist mjög mikið að undanförnu og það er mikilvægast í þessu. Hér er fullt af hugmyndaríku og drífandi fólki sem er alla daga að vinna að uppbyggingu ferðaþjónust- annar hér á svæðinu, við höfum hafið undirbúning að stofnun GeoPark (jarðvangs) og höfum stærsta ferða- mannastað landsins, Bláa Lónið innan okkar svæðis. Því held ég að við séum á réttri leið þar. Ég hef fulla trú á því að ferðamenn fari að dvelja lengur hér á svæðinu innan skamms tíma. Ég tel það mikilvægt að þegar að því kemur, þá verðum við tilbúin að taka á móti þeim ferðamönnum. - Nú þekkir þú löggæslumálin vel. Munt þú beita þér til að bæta úr þeim málum? Löggæslumálin eru mikilvæg fyrir allt samfélagið. Öryggi er forsenda heil- brigðis hvers og eins. Ég er því mjög stoltur af reynslu minni í lögreglunni sem ég mun nýta vel við störf mín á Alþingi. Ég hef þegar hafið umræðu um öryggi lögreglumanna á Alþingi, en það er mikilvægt svo þeir geti tryggt öryggi annarra. Það er margt sem hægt er að gera til að efla löggæsluna og auka ör- yggi borgaranna. Það munum við gera jafnt og þétt allt kjörtímabilið. - Hvað með stöðu heilbrigðismála hjá okkur. Getum við vænt þess að úr rætist? Það er ásetningur allra að gera betur í þeim málum. Þar hef ég mikinn áhuga og skoðanir á málum og mun fylgja því fast á eftir. Við verðum að þora að fara nýjar leiðir í þessum málaflokki til að nýta fjármunina sem best og veita sem bestu þjónustuna heima í héraði. Þetta er stórt mál sem verður ekki lagað á einni nóttu en verður tekið föstum tökum strax í upphafi og vonandi sjáum við fljótlega einhverjar breytingar þar. - Hvað með önnur áhugamál en stjórn- málin? Félagsmál hafa alltaf verið mjög ofar- lega sem áhugamál hjá mér og ég hef varið mikið af mínum frítíma í þau, en stjórnmálin falla líka þar undir. Í dag nýti ég allan minn frítíma í að gera eitt- hvað með fjölskyldunni og höfum við mjög gaman af því að ferðast um landið. Annars stundaði ég körfubolta á mínum yngri árum og nýtti öll tækifæri til að vera í sveitinni ef ég gat. Reykjanes þakkar Vilhjálmi fyrir greinargóð svör og óskar honum vel- farnaðar í starfi. Með oddvitanum. Með eiginkonunni Sigurlaugu Pétursdóttur. Þrír flottir Sjálfstæðismenn. Áfram Grindavík. Börnin í uppáhaldi. Steinar Páll Magnússon,Vilhjálmur,janus Arn Guðmundsson og Vilhjálmur Egilsson Geir jón,Hanna Birna,Ragnheiður Elín og Vilhjálmur Árnason

x

Reykjanes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.