Reykjanes - 27.06.2013, Blaðsíða 10

Reykjanes - 27.06.2013, Blaðsíða 10
10 27. júní 2013 Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is Fréttir úr Garðinum: Fagna rafrænum íbúakosningum Reglugerð vegna rafrænna íbúa-kosninga sem er liður 26 í fundar- gerð stjórnar Sambands ísl.sveitarfé- laga. N listinn fagnar nýsamþykktri reglugerð um undirbúning, fram- kvæmd og fyrirkomulag rafrænna íbúakosninga og gerð rafrænnar kjör- skrár. N listinn hvetur bæjarfulltrúa meirihlutans til dáða svo uppfylla megi 13. gr. reglugerðar um rafrænar íbúa- kosningar hér í sveitarfélaginu. Fyrirtækjasýning í Garði 2013. Bæjarráð Garðs hefur lagt til að samþykktur verði viðauki við fjár- hagsáætlun að fjárhæð kr. 1.700.000, samkvæmt kostnaðaráætlun vegna fyrirtækjasýningar í Garði í október 2013. Kostnaðurinn færist á 1304-4990 og handbært fé verið lækkað sem því nemur. Samþykkt samhljóða. Bláa lónið greiðir arð Aðalfundur Bláa lónsins ehf. sam-þykkti að greiða hluthöfum arð vegna rekstrarársins 2012. Sveitar- félagið Garður fær greiddan arð af hlutareign sinni að fjárhæð kr. 273.933 eftir að fjármagnstekjuskattur hefur verið greiddur. Norrænir dagar í Garði 2014 Á Bæjarráðsfundi Garðs nýlega var lagt fram bréf frá Norræna- félaginu í Garði.Til kynningar eru drög að bréfi til norrænna vinabæja vegna norrænna daga í Garði 2014. Bréfið er til kynningar á norrænum dögum og með því á að fylgja dagskrá. Samkvæmt því er áformað að norrænir dagar í Garði verði í tengslum við Sól- seturshátíð dagana 25.-29. júní 2014. Bæjarráð gerir ekki athgasemdir við drögin. Vilja Garðvang áfram Bæjarráð Garðs ítrekar fyrri afstöðu um uppbyggingu hjúkrunar- þjónustu aldraðra á Suðurnesjum og leggur sem fyrr áherslu á að áfram verði rekin hjúkrunarþjónusta fyrir aldraða á Garðvangi. Jafnframt ítrekar bæjarráð þá stefnu sem full samstaða var um í Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2025, að hjúkrunarþjónusta við aldraða verði veitt í öllum sveitarfé- lögunum. Bæjarráð skipar tvo fulltrúa í starfshóp sem stofnaður var að frum- kvæði Reykjanesbæjar og er ætlað að fara yfir gögn er varða rekstur hjúkr- unarheimila. Fulltrúar Garðs í hópnum verða Einar Jón Pálsson og Magnús Stefánsson. Bæjarráð leggur áherslu á að starfshópurinn skoði áfram- haldandi rekstur á vegum DS, sem einn valkost varðandi rekstur hjúkrunar- þjónustu við aldraða á svæðinu. DS er samvinnuverkefni sveitarfélaganna um hjúkrunarþjónustu við aldraðra. Jafnframt leggur bæjarráð áherslu á að sveitarfélögin auki samvinnu sína í stað þess að draga úr henni. Gróðrarstöðin Glitbrá Ég ræddi við Gunnhildi Ásu Sigurðardóttir eiganda gróðrarstöðvarinnar. Hún byrjaði sem ung áhugamann- eskja um gróður að rækta birki, reynir, víðir og ösp á Bárugerðis- landinu, landi afa síns og föður. Hug- myndin var bara að planta því síðar upp í heiði og í kringum heimili fjöl- skyldunnar til að gera skjól. Þetta var árið 1990. Mikið af þessum plöntum drápust, sumar bara einfaldlega þrifust ekki í þessari sjávarseltu og roki og svo hefur kunnáttuleysi sjálf- sagt eitthvað hjálpað til, til að byrja með segir Ása. En hún gafst ekki upp og plantaði bara meira af því sem lifði og prófaði fleiri tegundir. Og áhuginn var mikill. Svo kom að því að hún sá að hún hafði ekki efni á þessu. Þetta var dýrt og það fór í þetta mikil vinna. Það var þá sem hún ákvað að fara að selja af afurðinni. Hún girti af smá reit þar sem hún var með rækt- unina gerði þar nokkra reiti fyrir plönturnar og opnaði plöntusölu með einhverjar 10-12 tegundir af trjám og runnum! Margir hlógu að henni og sögðu að þetta þýddi ekki hér á þessum stað. En hún hlustaði ekki á það og fannst þetta ganga al- veg frábærlega. Hún sá fljótlega að þetta var ekki nógu mikið úrval til að halda út plöntusölu svo hún varð að stækka og bæta við fleiri plöntum og sumarblómum. Með aðstoð annarra garð- plöntuframleiðanda sem hún kynnt- ist á þessu brölti sínu þá smám saman jókst úrvalið hjá henni. Síðan bættist aðstaðan og framleiðslan jókst. Hún lagði í þetta mikla vinnu. Fyrsta litla plasthúsið var gert úr límtré sem faðir hennar aðstoðaði hana við að útbúa og næstu tvö plasthúsin smíðaði hún aðallega sjálf. Árið 2000 breytti hún fyrirtækinu sínu sem hingað til hafði heitið Gróðurstöð Gunnhildar Ásu, í Gróðrarstöðina Glitbrá ehf. “Nú er svo komið segir Ása að með hjálp yndislegra fjölskyldu, og ekki síst núverandi eiginmanns míns Geirs Sigurðssonar að við þetta hefur bæst 320 ferm glerhús árið 2005 og 300 ferm plasthús árið 2008.“ Auk þess hef hún tvo hektara af landi undir beð. Ása hefur lokið garðyrkjunámi frá Landbúnaðarháskólanum á Reykjum og er nú garðyrkju- fræðingur af garðplöntuframleiðslu- braut og er farin að rækta allt sjálf fyrir utan smá innflutning. Glitbrá sérhæfir sig í rok og sjávarþolnum plöntum og ánægðum viðskipta- vinum. Umsvifin hafa enda aukist ár frá ári. Glitbrá er eina garðplöntu- gróðrarstöðin á Suðurnesjum. Ég þakka Ásu kærlega fyrir spjallið. Hún á stóran þátt í uppgræðslu á svæðinu okkar sem og í görðum íbúanna. . Reykjanesið óskar þeim hjónum áframhaldandi velgengni í framtíðinni. Silla E. Gunnhildur Ása Sigurðardóttir og Geir Sigurðsson

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.