Reykjanes - 11.07.2013, Blaðsíða 2

Reykjanes - 11.07.2013, Blaðsíða 2
2 11. júlí 2013 Reykjanes 13. Tbl.  3. áRganguR 2013 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54,  108 Reykja vík. Auglýsingasími: 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Sigurður Jónsson, netfang: asta. ar@simnet.is, sími: 847 2779. Myndir: Ýmsir. Umbrot: Prentsnið Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa Pdf: www. fotspor.is reykjanes er dreift í 8.000 eintökum ókeypis í allar íbúðir á reykjanesi. Frí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band við íbúa Suð ur nesja. Seg ið ykk­ ar skoð un með því að senda inn pist il. Send ið inn fyr ir spurn. Vin sam leg ast send ið okk ur tölvu póst á net fangið asta. ar@sim net.is eða hring ið í síma 847 2779. Viltu segja skoðun þína? Ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur ákveðið að stíga fyrstu skrefin til að leiðrétta kjaraskerðingu Vinstri stjórnarinnar á kjörum aldr-aðra og öryrkja frá 2009. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur mælt fyrir þessum tillögum. Margir bjuggust við að stærra skref yrði stigið því loforð bæði Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks voru mjög skýr í þessum efnum. Það á að leiðrétta skerðingu Vinstri stjórnarinnar frá 2009. Auðvitað er það skiljanlegt að ekki sé hægt að leiðrétta svo stóran pakka á einu bretti. Svo má auðvitað alltaf deila um það á hvaða leiréttingu átti að byrja. Aðalatriðið er að ríkisstjórn Fram- sóknar og Sjálfstæðisflokks sýni fram á það að um fulla leiðréttingu á skerðingu verði að ræða á næstu mánuðum. Nauðsynlegt er að ríkisstjórnin gefi út ákveðnar dagsetningar hvenær hver og ein leiðrétting á kjörum aldraðra og öryrkja komi til framkvæmda.Eldri borgarar og öryrkjar munu aldrei líða það að stóru kosn- ingaloforðin verði svikin. Steingrímur J. Sigfússon á að segja af sér Einn ljótasti blettur á sögu Alþingis er sú ákvörðun meirihluta þingmanna að ákæra Geir H.Haarde fv.forsætisráðherra fyrir landsdómi. Sú aðför í pólitískri herðferð var skelfileg og til ævarandi skammar fyrir þá þingmenn sem stóðu að ákærum. Nú hafa 84 þingmenn Evrópuráðsins fordæmt slík pólitísk réttarhöld og ofsóknir sem fram fóru á Íslandi. Auðvitað er þetta mikill sigur fyrir Geir H.Haarde. En ætla þeir sem stóðu að ákærunni að biðjast afsökunar? Sá stjórnmálamaður sem hvað harðast beitti sér er Steingrímur J.Sigfússon þáverandi formaður Vinstri grænna. Það hefur lítið farið fyrir afsökunarbeiðni frá hans hendi. Reyndar ætti það að vera skýlaus krafa að Steingrímur J.Sigfússon segði af sér. Hann hlýtur sjálfur að gera þá kröfu til sín miðað við það sem á undan er gengið að axla ábyrgð á þeim ljótu vinnubrögðum sem hann beitti í pólitískum hefndarhug. Sömu gömlu lummurnar hjá Pírötum Margir hafa reiknað með því að með nýju fólki á Alþingi myndu vinnubrögðin breytast til hins betra. Píratar fengu gott fylgi í kosningunum ekki síst vegna að þeir boðuðu eitthvað nýtt. Það kom því á óvart eftir að þeirra þingmenn höfðu aðeins setið í fáa daga að heyra þá boða málþóf til að koma í veg fyrir afgreiðslu mála. Það eru þá sem sagt sömu gömlu lummurnar og þeir gömlu baka sem Píratar boða. Björt framtíð fær hrósið Frambjóðendur Bjartrar framtíðar vöktu athygli í kosningabaráttunni fyrir jákvæða og málefnalega baráttu. Þeir hafa líka sýnt það á fyrstu dögum þimgsins að meining er á bak við orð þeirra um breytt vinnubrögð á Alþingi. Því ber að fagna. Leiðari Ákveðnar dagsetningar eru nauðsynlegar Reykjanes fer í smá frí, kemur næst út fimmtudaginn 8. ágúst næsta blað Reykjanes kemur næst út fimmtudaginn 11. júlí Árshátíð FEBS Árshátíð eldri borgara á Suðurnesjum verður haldin í Stapa laugardaginn 12. október. Nánar auglýst síðar. Fasteignamat lækkar eða stendur nánast í stað Fasteignmat hækkar að meðaltali á landinu um 4,3%. Því miður er fasteignamat í sveiturfélögunum hér á Suðurnesjum undir meðaltali. Í sveitarfélögunum lækkar fasteignamat eða stendur nánast í stað. Grindavík lækkar um 0,3% Reykjanesbær lækkar um 0,6% Sandgerði hækkar um 2,3% Garður hækkar um 0,8% Vogar hækkar um 1,4% Garðlistamenn með sýningu Í salnum á Sunnubraut 4 voru nokkrir Garðmenn með sýningu á sínum listaverkum. Að sjálfsögðu mætti Reykjanes á staðinn til að smella af nokkrum myndum. Sigurðar á Sólseturshátíð Þeir voru hressir Sigurðarnir þrír sem mættu á grillið sem Nesfiskur bauð uppá á Gerða- túninu í Garði. Sigurður Ingvarsson,-Sigurður Ögmundsson og Sigurður Grétar Sigurðssn. Bragi Einarsson flutti ávarp. Gestir á sýningunni. Dagmar Róbertsdóttir. Helgi Valdimarsson. Bragi Einarsson. Ólafur Kjartansson.Víglundur Guðmundsson. Næsta blað Reykjanes fer i sma fri. Kemur næst ut fimmtudaginn 8.agust Skötumessan í Garði 2013 Að venju verður Skötumessan í Garði haldinn miðviku-daginn 17. júlí og hefst kl. 19.00 stundvíslega. Þorláksmessa á sumri er 20. júlí ár hvert og var lög- leidd árið 1237 í minningu þess að þann dag 1198 voru upp tekin bein Þorláks biskups helga Þórhallssonar í Skálholti. Þorláksmessa að sumri var ein mesta hátíð ársins fyrir siðaskipti. Hefðbundin Þorláksmessa 23. desem- ber er á dánardegi Þorláks biskups 1193. Að þessu sinni er vönduð dagskrá eins og áður en nú verður tónlistin í fyrirrúmi. Harmonikkuunnendur af Suðurnesjum gefa tóninn, þá koma vinir okkar „Bestu vinir í Bænum“ sönghópur úr List án landamæra, Páll Rúnar Pálsson bassasöngvari, Húsbandið og og botninn í söngs- dagskránna slá hinir óviðjafnanlegu „Hálft í hvoru“ þar sem Eyjólfur Krist- jánsson, Gísli Helgason, Ingi Gunnar Jóhannsson og Örvar Aðalsteinsson spila íslensk tónlist af bestu gerð. Sér- stakur gestur að þessu sinni er eftir- herman Sigurður Valur Valsson sem loks mætir á Skötumessuna en hann hefur verið upptekinn síðustu ár þegar Skötumessan hefur verið haldinn. Á síðast ári styrkti Skötumessan fatlaða einstaklinga, samtök og fjölskyldur um 1.200.000.- kr. Við stefnum að því að gera ekki síður í ár og hvetjum velunnara og fastagesti til að tryggja sér öruggt sæti með því að greiða fyrir aðgang inn á reikning Skötumessunnar 0142-05-70506 kt. 580711-0650 og taka með sér kvittun sem aðgangasmiða. Nú eru allar líkur á því að uppselt verði svo það skiptir máli að tryggja sér miða í tíma. Ekki verða seldir fleiri miðar en rúmast í salnum. Flestir styrkirnir í ár verða afhentir á dagskránni þegar allir hafa borðað nóg af skötunni, plokkfiskinum eða saltfiski sem einnig verður í boði. Að venju eru aðalstyrktaraðilar Skötumessunnar Fiskmarkaður Suðurnesja, H. Pétursson ehf, Sv. Garður og fl. Fréttatilkynning frá Skötumessunni.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.