Reykjanes - 11.07.2013, Blaðsíða 4

Reykjanes - 11.07.2013, Blaðsíða 4
4 11. júlí 2013 Alltaf jafn flottir á sviðinu Hljómsveitirnar Júdas G.B. og Upplyfting stigu á svið á Sól-seturshátíðinni í Garðinum. Eins og við mátti búast fengu þeir góðar móttökur. Þó nokkur ár séu liðin frá því þessir karlar voru hæstir á vinsælda- listanum hafa þeir engu gleymt. Flott að fá þá. Bæjarstjóra falið að kanna landakaup Garðmenn eru miklir áhugamenn um landakaup. Í sveitarfélaginu er starfandi sérstök nefnd sem hefur það hluverk að lanna landakaup. For- maður landakaupanefndar er Gísli Heiðarsson,bæjarfulltrúi. Í fundar- gerðum kemur fram að fyrir hendi er enn meiri áhugi á landakaupum og segjast eigendur vera reiðubúnir að selja sveitarfélaginu. Í framhaldinu hefur Magnúsi bæjarstjóra verið falið að kanna hvernig hægt verði að fjár- magna landakaupin. Í Reykjanesi í dag byrjar nýr dálk-ur,sem ber yfirskriftina gamla myndin. Það er gaman að rifja upp gamla tímann og sjó atburðina í því ljósi. Kvikmyndin Brekkukotsannáll eftir skáldsögu Halldórs Laxness var að hluta til tekin í Garðinum og var leikmyndin eða Brekkukotsbærinn reistur við Miðhúsasýkið í Garði. Þetta var stærðsta kvikmynda- verkefni sem ráðist hafði verið í hér á íslandi og var myndin frumsýnd hér á landi árið 1973 og einnig hjá fjölmörgum evrópskum sjónvarps- stöðvum. Myndin hlaut margar viðurkenn- ingar. Fyrirmynd Halldórs Laxness að Brekkukoti var bær sem nefndist Melkot, en þar bjuggu hjónin Guð- rún Klængsdóttir og Magnús Einars- son. Guðrún þessi var ömmusystir Halldórs, og ólu þau hjónin upp Sig- ríði, móður skáldsins. Melkot stóð á lóð þar sem ráðherrabústaðurinn er við Tjarnargötu í Reykjavík. Halldór Laxness lék agnarsmátt hlutverk í Brekkukotsannál og leik- stjóri myndarinnar var þýski leik- stjórinn Rolf Hädrich. Leikmynd Brekkukots stóð í nokkur ár við Sýkið áður en hún var rifin og þótti mörgum sjónsviptir af. Myndirnar tók Magnús Gíslason í Garði Gamla myndin Fjölskylduratleikur í Þekkingarsetrinu Aldrei verður of mikil áhersla lögð á mikilvægi samveru-stunda foreldra og barna, sérstaklega í þessu hátæknisamfélagi sem við lifum orðið í. Sumarið er svo sannarlega tíminn til samveru og úti- vistar, jafnvel þó að það rigni eins og gert hefur nokkuð af í sumar. Í Þekk- ingarsetri Suðurnesja er að finna tvær sýningar sem höfða jafnt til barna sem og fullorðinna en nú í sumar býður setrið til viðbótar upp á skemmtilega nýjung sem er fjölskylduratleikurinn Fjör í fjörunni. Heiti leiksins er ekki endilega lýsandi fyrir hann þó að fjaran sé einn af áfangastöðum leiksins, því farið er vítt og breitt um nágrenni Sandgerðis þar sem Þekkingarsetrið er staðsett. Leikurinn er spennandi og skemmtilegur og hentar öllum aldurs- hópum. Það eina sem þarf að hafa meðferðis er myndavél og ökutæki af einhverju tagi. Fundvísi og góða skapið hjálpa svo til! Þeir sem ná að ljúka ratleiknum með réttum svörum og fullnægjandi afrakstri mega eiga von á glaðningi. Fjölskylduratleikurinn er skemmti- leg og áhugaverð viðbót við þá af- þreyingarmöguleika sem fyrir eru á Suðurnesjum. Hann reynir á þekk- ingu og athyglisgáfu einstaklinga og í honum felst fræðsla á náttúrunni í kringum okkur og lífríki hennar. Við hvetjum alla til þess að gera sér glaðan dag í Þekkingarsetrinu og spreyta sig á ratleiknum. Við lofum góðri skemmtun! Nánari upplýsingar hjá finna á heimasíðu setursins www. thekk- ingarsetur.is Hanna María Kristjánsdóttir, forstöðumaður Þekkingarseturs Suðurnesja Snjó kall inn skrif ar:

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.