Reykjanes - 11.07.2013, Blaðsíða 6

Reykjanes - 11.07.2013, Blaðsíða 6
6 11. júlí 2013 SUÐURNESJAMENN ATHUGIÐ! Námskeið til aukinna ökuréttinda hefst miðvikudaginn 17. júlí nk! ATH! Höldum sama verði enn um sinn þrátt fyrir miklar hækkanir annara ökuskóla! Verkalýðsfélög greiða allt að kr. 100.000,- af kostnaði Vinnumiðlanir greiða allt að kr. 70.000,- af kostnaði Skráning í símum 892 6570 og 892 6571 Visa og Euro raðgreiðslur til allt að 36 mánaða Meiraprófsnámskeið SÍMAR 892 6570 - 892 6571 Áhugavert nám í Fisktækni- skólanum - Fisktæknir Fisktækniskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám í sjávarútvegi á framhaldsskólastigi. Námið er hagnýtt tveggja ára nám sem er byggt upp sem önnur hver önn í skóla og hin á vinnustað. Nemendur geta valið sér námsleiðir í sjómennsku, fiskvinnslu og fiskeldi. Verkefni og vinnustaðir eru valdir með hliðsjón af áhuga hvers og eins. Fiskvinnslulína: Nemendur læra um meðferð fisks, gæðakerfi, um vélar (td. Baader, Marel) og tæki og búnað sem notaður er til að hámarka gæði og verðmæti fisks. Námið gefur mögleika á fjölbreyttum atvinnutækifærum í vaxandi sjávarútvegi. Sjómennskulína: Nemendur læra m.a. vélavörslu, aflameðferð, veiði- tækni, sjóvinnu og rekstur. Námið er tilvalið fyrir þá sem stefna á strand- veiði eða huga að öðrum störfum á sjó. Fiskeldislína: Nemendur sérhæfa sig til almennra starfa í fiskeldi eða búa sig undir frekara nám hérlendis eða við samstarfsskóla okkar m.a., í Noregi. Spennandi blanda bóklegs og verklegs náms. Hver námsbraut tekur fjórar annir. Vinnustaðanám fer fram á annarri og fjórðu önn og er um 14 vikur hvor. Tvær fyrstu annir námsins eru sam- eiginlegar öllum brautunum þremur. Nám á fyrstu önn fer fram í skóla en á annarri önn, á vinnustað. Á þriðju önn eykst sérhæfing og á fjórðu önn stunda nemendur nám á vinnustað í samræmi við framtíðaráform sín um starfsvettvang; í vinnslu, til sjós eða í fiskeldi. Netagerðin er þriggja ára samn- ingsbundið nám og tvær annir í skóla. Samningstíma og námi í skóla þarf að ljúka áður en farið er í sveinspróf. Þá er farið síðar í meistaranám til að öðlast meistararéttindi í greininni. Einnig er hægt að fara í viðbótarnám sem veitir réttindi til að hefja háskólanám. Nám í skólanum veitir einnig réttindi til frekara náms í öðrum skólum. Greinar þær sem flokkast undir að vera almennar og á að taka í Sjómennsku, Fiskvinnslu, og fiskeldi eru: Enska, Íslenska, Stærðfræði, Nám- stækni og Veiðar, vinnsla og fiskeldi í samfélaginu. Allar brautir eiga að skila eins eininga námi eða samsvarandi fram- lagi í íþróttum eða heilbrigðismálum (Heimasíða Grindavíkur) Íþróttaálfurinn og Solla stirða mættu Þau voru hrifin börnin á Sólset-urshátíðinni að fá Íþróttaálfinn úr Latabæ og Sollu stirðu í heimsókn. Þau njóta alltaf mikilla vinsælda hvar sem þau mæta. Sumarhátíð Kiwanis-manna Reykjanes hitti þessa heiðurs-menn úr Kiwanisklúbbnum Hofi í Garði. Þeir sögðust eig- inlega vera að halda sína sumarhátíð enda léttir og hressir eins og ávallt. Sigurður, Guðmundur og Magnús. Eyþór Ingi flottur Virkilega vel var vandað til allrar dagskrárgerðar á Sól-seturshátíðinni í Garðinum. Einn af þeim sem skemmti gestum með sínum frábæra söng var Eyþór Ingi Gunnlaugsson.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.