Reykjanes - 11.07.2013, Blaðsíða 10

Reykjanes - 11.07.2013, Blaðsíða 10
Brammer Ísland ehf | Steinhella 17a | 221 Hafnarfjörður | Sími: 522 6262 | www.brammer.is Heimsþekkt vörumerki frá öllum helstu framleiðendum í iðnaðarvörum og þetta er aðeins brot af þeim merkjum sem við bjóðum upp á Legur og drifbúnaður Verkfæri og öryggisvörurLoft- og vökvakerfi 10 11. júlí 2013 Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku: Álver í Helguvík sem fyrst Það er sannarlega von mín að álver rísi í Helguvík og það sem allra fyrst. Ytri aðstæður eru hinsvegar erfiðar nú um stundir og því miður alls ekki sérlega bjart framundan. Lágt álverð og almennt lélegt ástand efnahagsmála í heiminum leiðir til óviðunandi arðsemi sem gerir í raun fjármögnun nýrra orkuvera ill- mögulega. Aðgerðir og yfirlýsingar stjórn- valda á síðustu árum hafa síður en svo hjálpað verkefninu. Nýr orkuskattur hefur verið settur á og aðrir skattar hækkaðir sem minnkar það sem er til skiptana milli álvers og orkuvera. Landsnet hefur stórhækkað flutnings- kostnað raforku sem gert er ráð fyrir að orkuverin greiði og rýrir þá arðsemi þeirra að sama skapi. Allt regluverk hefur verið gert erfiðara og flóknara sem leiðir til þess að verkefni verða tímafrekari og kostnaðarsamari auk þess sem nánast er ómögulegt að gera tímaáætlanir sem standast, hvað þá að gera bindandi samkomulag um orku- afhendingu á einhverjum ákveðnum tíma. Einna erfiðasti þátturinn í fram- vindu verkefna er að verða afgreiðslu- tími opinberra aðila, sem oftar en ekki taka sér mun lengri tíma en reglur segja til um. HS Orka hefur gert áætlanir um verkefni sem gætu mögulega nýst til orkuöflunar fyrir álver í Helguvík. Áætlanir um fjárfestingu eru gerðar af Verkfræðistofunni Verkís og byggja m. a. á reynslutölum frá Reykjanes- virkjun og nýjustu stækkun í Svarts- engi. Rekstur er áætlaður út frá reynslu af rekstri Reykjanesvirkjunar og aðrir kostnaðarliðir áætlaðir út frá gjald- skrám (Landsnet o. fl. ), samningum (t. d. auðlindagjöld), markaðsaðstæðum (t. d. fjármagnskostnaður) eða þá samkvæmt samningi aðila (arðsemi). Tekjur eru síðan áætlaðar í samræmi við spár um álverð í framtíðinni en tekjurnar eru beint tengdar við álverð. Niðurstöður útreikninga sem byggja á þessum forsendum sýna að mati HS Orku að verulega vantar á að samn- ingsbundinni og mjög hóflegri lág- marks arðsemiskröfu sé mætt. Til þess að það náist þarf annaðhvort álverð að hækka umtalsvert eða þá að gerður verði nýr samningur um orkusöluna. Samkvæmt umræðunni mætti síðan ætla að álver standi og falli með samn- ingi við HS Orku en sú er ekki raunin, án samnings við a. m. k. annaðhvort hinna framleiðslufyrirtækjanna verður álver ekki að veruleika sama hvað HS Orka gerir. Í því sambandi er rétta að nefna að staða þeirra er þó að öllum líkindum betri en hjá HS Orku þar sem þau hafa yfir meiri tiltækri orku að ráða án frekari virkjana. Eins og sjá má hér að ofan er útlitið í dag ekki sérlega gott en vonandi breyt- ast aðstæður sem fyrst þannig að álver í Helguvík geti orðið að veruleika. Það yrði HS Orku mikið fagnaðarefni ef svo gæti orðið og er fyrirtækið þá vel í stakk búið til frekari framkvæmda. JJJ Álver eða ekki álver í Helguvík? Í síðasta Reykjanesi var fjallað um þessa spurningu. Nokkrir málsmetandi aðilar svöruðu. Það kemur greinilega fram hversu gífarlega stórt atriði það er í atvinnuuppbggingu hér að af framkvædmum geti orðið. Margir hafa sett spurningamerki um hvort nokkuð verði af framkvæmdu. Forstjóri HS telur álverð of lágt til að standa undir kostnaði við reksturinn. Einnig eru deilur um hvort leggja eigi streng í jörðu eða loftlínu. Land- eigendur í Vogum hafa ekki gefið sitt samþykki. Við höldum aðeins áfram með umræðuna í blaðinu í dag og fengum nokkra til að svara spurningunni hér að ofan. Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar Verkefnið komið af stað og því verður að ljúka Þetta virðist ætla að vera spurn-ingin endalausa: Álver eða ekki álver í Helguvík? Og eins og staðan er í dag hvað varðar þetta mál þá hef ég ekki svarið á takteinum. Óneitanlega læðist að manni sá grunur að þetta verkefni sé ekki að fara af stað á fullum dampi á næstunni eða þá nokkrun tíma. Það var allavega ekki til þess fallið að auka manni bjartsýni viðtalið við Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku og HS Veitum á dögunum þar sem hann m. a. „segist telja Norðurál ekki geta rekið arðbært álver vegna álverðs“. Og síðar segir hann einnig: „Vandamálið í dag snýr helst að því að álverð er í kringum 1.800 til 1.900 Bandaríkjadalir á tonn. Með slíku verði sé ég ekki fyrir mér að þeir geti rekið arðbært álver og við á sama tíma arð- bærar virkjanir. Þetta er ekki að skapa nægar tekjur til að ganga upp. Miðað við það sem þeir eru viljugir til að greiða fyrir orkuna þá gengur það ekki upp hjá okkur og miðað við það sem við þurfum að fá greitt þá gengur það ekki upp hjá þeim“. Þarna talar maður sem er hokinn af reynslu og hefur rekið HS Orku af miklum myndarbrag um árabil og þegar hann kemur svona hreint til dyranna og segir umbúðalaust hvernig staðan á verkefninu er þá er nú lítið sem hægt er að gera annað en bíða og vona það besta. Það virðist mörgum spurningum ósvarað í þessu ferli eins og með fjármögnun, orkuöflun og línu- lagnir svo eitthvað sé nefnt. Vonandi skýrast þessi mál sem fyrst svo hægt verði að eyða þeirri óvissu sem ríkir á svæðinu og því miður virðist það vera þannig í nánast öllum mikilvægustu málum sem brenna á þjóðinni að í þeim ríkir nagandi óvissa. Að lokum vil ég segja og vitna til viðtals sem tekið var við mig í Reykjanesi 24. apríl síð- astliðnum að „Björt framtíð er grænn flokkur sem hugnast ekki frekari upp- bygging álvera eða virkjana. Við teljum það ekki gott fyrir íslenskt samfélag að hafa öll eggin í sömu körfunni (svo ég noti frasa) heldur viljum við byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og skapa að- stæður fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Hvað varðar álverið í Helguvík þá er það verkefni sem er komið af stað og því verður að ljúka, Björt framtíð mun ekki standa í vegi fyrir því. Saga þessa verkefnis er ein hörmungarsaga og hefur í raun heltekið alla umræðu hér á svæðinu sem hefur því miður leitt til neikvæðra samskipta á milli íbúa, sveitarstjórnarmanna á svæðinu og framkvæmdavaldsins. Það er miður, því góð samskipti á milli allra hlutað- eigandi er gífurlega mikilvæg og tel ég að ef þau batna þá muni koma betri tíð hvað varðar þetta mikilvæga verkefni hér á Suðurnesjum. Hvort það muni hefjast á næsta ári get ég ekki svarað en vonandi kemst góður skriður á þetta mál. Margir samverkandi þættir tefja það og það sárgrætilegasta er að tveir erlendir auðhringir eru að þrátta um raforkuverð sín á milli og sér ekki fyrir endann á þeirri rimmu. Á meðan bíða íbúar í óvissu um framhaldið“. Páll Valur Björnsson júlíus jónsson, Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar Garðs Gefumst ekki auðveldlega upp Ég hef þá trú að álver muni verða klárað og það verði burðarás í atvinnulífi okkar Suðurnesja- manna til framtíðar. Það er óhætt að segja að brösulega hafi gengið að koma verkefninu á fullt skrið enda mikið áfall þegar hin margumtalaða kreppa varð að veruleika. Ýmsar hindranir hafa verið í vegi uppbyggingar en þeim hefur nú flestum verið rutt úr vegi. Enn á eftir að ganga frá samningum um orkuverðið við HS Orku en ég tel það leysist far- sællega á komandi misserum. Þá ættu samningar um þá orku er uppá vantar að ganga eftir enda næg orka til í kerf- inu og margir virkjanakostir vænlegir. Við Suðurnesjamenn erum ekki þekktir fyrir að gefast auðveldlega upp og þetta verkefni er það mikilvægt fyrir svæðið að það einfaldlega verður að klárast. Einar jón Pálsson

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.