Reykjanes - 08.08.2013, Blaðsíða 9

Reykjanes - 08.08.2013, Blaðsíða 9
8. ágúst 2013 9 Kjartan Másson Fiskverkun í Garðinum Kjartan Másson var einn af þeim sem yfirgáfu Heimaey í gosinu 1973. Kjartan segist hafa verið matsmaður hjá ríkinu eftir að hann flutti frá Eyjum. Það atvikaðist svo þannig að ég hóf rekstur í fiskverkun með Bladvini heitnum Njálssyni í Nes- fiski. Aftur sneri ég svo til Eyja en kom til Suðurnesja að nýju árið 1983. Hvernig líkar Eyjamanni á Suðurnesjum. Ég væri ekki hér ef mér líkaði ekki svaraði Kjartan. Árni Sigfússon og Ásmundur Friðriksson: Bæjarstjóri og þingmaður Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Árni hefur síðustu kjörtímabilin verið leiðtogi meirihluta Sjálfstæðisflokks- ins ásamt því að vera bæjarstjóri. Ásmundur Friðriksson alþingis- maður og fv.bæjarstjóri í Garði er Vestmannaeyingur.Ásmundur starf- aði í eigin atvinnurekstri í Eyjum og vann mikið í alls konar félagsmála- starfi. Fyrir nokkrum árum flutti hann á Suðurnesin og hefur sett sitt mark á samfélagið síðast sem bæjar- stjóri Garðs og núna sem þingmaður svæðisins. Ásta Sigurðardóttir Yndislegt á Suðurnesjum Ræturnar eru sterkar og Ásta Sigurðardóttir fer ekkert leynt með það að hún sé Eyjakona. Hún flutti frá Vestmannaeyjum 10.júlí 1970. Leiðin lá svo til Suðurnesja árið 1979. Ásta segir alveg yndislegt að búa á Suðurnesjum, ekkert þar á milli. Herborg Jónsdóttir Gott að búa í Grindavík Fyrstu árin eftir gos bjó ég í Hafnarfiði sagði Herborg þegar Reykjanes hitti hana á Gosloka- hátíðinni í Vestmannaeyjum. Árið 1980 var svo stefnan tekin á Grindavík og þar hef ég búið síðan. Það er mjög fínt að búa í Grindavík sagði Herborg. Makríllinn verið allsráðandi Í júlí þá hefur makrílinn verið alls-ráðandi hér við land og hafnir á Suðurnesjunum hafa fengið sinn skerf af þeim afla. Trollbátar frá öllu landinu bæði frystitogarar, ísfisk- stogarar og trollbátar hafa landað makríl sem og handfærabátar. Alger sprenging er orðin í fjölda handfærabáta núna í ár samanborið við árið í fyrra. Enn aflinn hjá bát- unum hefur verið ansi tregur núna í júlí og hafa þeir bátar sem hafa farið í breiðarfjörðin fengið mun meiri afla enn hérna í kring. Gosi KE er með 5,8 tn í 7, Æskan GK 4,8 tn í 7, Örninn GK 6 tn í 7. Stakkavík GK 9,5 tn í 13. Svala Dís KE 9 tn í 13. Pálína Ágústdóttir GK 12 tn í 11. Fjóla GK 20 tn í 14 og Reynir GK 18 tn í 14. Af togbátunum má nefna að Bylgja VE landaði í Sandgerði 57 tonnum. Frosti ÞH landaði í Grindavík 129 tonnum í þrem löndunum, Þar voru líka Sóley SH með 150 tn í 6, Stormur SH 109 tonn í 7 og Röst SK 109 tonn í 5. Berglín GK landaði í Sandgerði 178 tonnun í 4. Sóley Sigurjóns GK landaði í Keflavík og Sandgerði 168 tonnun í 4. Frystitogarnir hafa líka verið á makríl. Baldvin Njálsson GK hefur landað 785 tonnum í tveim löndunum. Hrafn Sveinbjarnars- son GK 759 tonnum í 5 löndunum. Hrafn GK 497 tonnum í 2 löndunum og Gnúpur GK 574 tonn í 2. Strákarnir á Hópsnesinu GK geta verið ansi sáttir með árangur sinn í júlí enn þeir voru í hörku keppni við áhöfnina á aflabátnum Fríðu Dagmar ÍS um hver yrði aflahæstur í júlí. Og þeir höfðu það Suðurnesja- mennirnir því þeir voru meðp 171 tonn í 29 róðrum á meðan að Fríða Dagmar ÍS va rmeð 163 tonn. Aðrir línubátar voru að fiska vel og var t.d Daðey GK með 158 tonn í 27. Von GK 142 tonn í 21. Þórkatla GK 114 ton í 28 allt á bölum. Óli á Stað GK 109 tonn í 26. Gísli Súrsson GK og Auður Vésteins GK tæp 100 tonn hvor bátur. Ansi margir bátanna voru á hand- færaveiðum og voru að fiska ansi vel. Guðrún KE var á Suðureyri og landaði 27 tonnum í 7 og þar af 6,2 tonn í einni löndun. Ragnar Alfreðs GK var meðal annars á Skagaströnd og var með 22 tonn í 10. Maggi Jóns KE var líka þar og var með 19 tonn í 6 og þar af 5,6 tonn í einni löndun. Sædís Bára GK var með 18 tonn í 7. Af minni bátunum þá var Sella GK á Suðureyri og með 28 tonn í 7. Birta Dís GK var í Sandgerði og í Vestmannaeyjum og var með 27 tonn í 8. Diddi KE var með 15 tonn í 5.Strandveiðibáturinn Sigrún KE var næstaflahæstur allra strandveiði báta á landinu í júlí með 15,3 tonn í 17, Örn II SF var hæstur með 15,5 tonn í 18, þannig að það munaði ekki miklu á þeim tveim. Stóru línubátarnir voru á blá- lönguveiðum og gekk ansi vel. Voru þeir ansi djúpt úti eða um 80 mílur út frá Bjargtöngum. Jóhanna Gísla- dóttir ÍS var með með 348 tonn í 4 og þar af 119 tonn í einni löndun. Páll Jónsson GK 321 tonn í 6. Kristín ÞH 318 tonn í 4 og þar af 96 tonn í einni löndun, og Sighvatur GK 302 tonn í 3 og þar af 114 tonn í einni löndun. Maron HU og Grímsnes BA hófu netaveiðar eftir smá fjarveru frá þeim veiðiskap. Því Grímsnes BA var á rækjuveiðum og Maron HU hafði misst veiðileyfið í tvær vikur vegna framhjálöndunar. Afli bát- anna var ansi góður og var Grímsnes BA með 48 tonn í 9 og þar af 11 tonn í einni löndun og Maron HU 46 tonn í 9 og þar af 15 tonn í einni löndun. Happasæll KE er á makrílveiðum á færum enn hefur gengið frekar illa og var einungis búinn að landa 2,4 tonnum í 5 róðrum. Gísli R. Aflafréttir Merkir Suðurnesjamenn Árni R. Árnason (Árni Ragnar) Árni Ragnar Árnason var einn af þeim mönnum sem setti svip sinn á samfégið hér á Suðurnesjum. Árni Ragnar var mjög virkur í félagsmálastarfi og vann mikið starf á vegum Sjálfstæð- isflokksins. Árni Ragnar Starfsmaður Sparisjóðsins í Keflavík 1960-1966. Fulltrúi og síðar útibússtjóri Verslunarbanka Íslands í Keflavík 1966-1971. Rak eigin bókhaldsstofu í Keflavík og útibú víðar 1971-1985. Fjármálastjóri hjá varnarliðinu, Vörumarkaðnum og Ragnarsbakaríi 1985-1988. Deildar- stjóri hjá varnarliðinu 1988-1991 Í stjórn Hitaveitu Suðurnesja frá 1992. Formaður Heimis, félags ungra sjálfstæðismanna í Keflavík, 1966- 1971. Í stjórn Sambands ungra sjálf- stæðismanna 1969 og fyrsti vara- formaður þess 1971-1973. Fyrsti formaður kjördæmissamtaka ungra sjálfstæðismanna í Reykjaneskjör- dæmi 1973-1975. Í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Keflavík frá 1964, formaður þess 1987-1991. Í kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi frá 1966. Bæjar- fulltrúi í Keflavík 1970-1978. Einn af stofnendum JC Suðurnesja og fyrsti forseti félagsins. Sat í landsstjórn JC Íslands um árabil. Landsforseti íslensku JC-hreyfingarinnar 1976- 1977. Sat þing Vestur-Evrópusam- bandsins 1993. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1994. Fulltrúi í Þingmannasamtökum Norður-Atl- antshafsríkjanna 1993 og 1995. Árni Ragnar var Alþm. Reykjanes- kjördæmis 1991-2003, alþm. Suður- kjördæmis 2003-2004 ,en hann skipaði þá forystusæti listans. Árni Ragnar lést árið 2004 langt um aldur fram. Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.