Reykjanes - 05.09.2013, Blaðsíða 2

Reykjanes - 05.09.2013, Blaðsíða 2
2 5. september 2013 Ragnarssel fær nýtt hlutverk Síðasta fimmtudag var skrifað undir samning í húsnæði Þroskahjálpar á Suðurnesjum. Samningurinn er gerður við Reykjanesbæ. Í Ragnarsseli verð 6 íbúðir fyrir fatlaða einstaklinga. Ás- mundur Friðriksson og Árni Sigfús- son undirrituðu samninginn. Reykjanes 16. Tbl.  3. áRganguR 2013 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54,  108 Reykja vík. Auglýsingasími: 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Sigurður Jónsson, netfang: asta. ar@simnet.is, sími: 847 2779. Myndir: Ýmsir. Umbrot: Prentsnið Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa Pdf: www. fotspor.is reykjanes er dreift í 8.000 eintökum ókeypis í allar íbúðir á reykjanesi. Frí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band við íbúa Suð ur nesja. Seg ið ykk­ ar skoð un með því að senda inn pist il. Send ið inn fyr ir spurn. Vin sam leg ast send ið okk ur tölvu póst á net fangið asta. ar@sim net.is eða hring ið í síma 847 2779. Viltu segja skoðun þína? Sveitarfélögin fimm hér á Suðurnesjum eru öll með viðamiklar bæj-arhátíðir ár hvert. Grindavík byrjar á sjómannadaginn með hátíðinni „Sjóarinn síkáti“. Það er viðeigandi hjá Grindavík að tengja þetta við sjómannadaginn. Grindavík er stórt og öflugt sjávarpláss. „Sjóarinn síkáti“ nýtur sífellt meiri vinsælda og margir gera sér ferð til Grindavíkur til að gleðjast með bæjarbúum. Garðmenn halda sína „Sólseturshátíð“. Það er sífellt verið að bæta aðstöðuna í Garðinum til að taka á móti fólki. Í sumar mætti fjöldi fólks á Garðskaga til að taka þátt í velheppnuðum hátíðahöldum. Vogamenn héldu sína „Fjölskyldudaga“ um miðjan ágúst. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá, sem bæjarbúar og gestir kunna vel að meta. Eins og í öðrum sveitarfélögum voru íbúar duglegir við að skreyta í litum hverfanna. Sandgerðingar héldu „Sandgerðisdaga“ í síðustu viku. Þar er sama þróunin, sífellt verið að auka við dagskrána og hafa sem mestan fjölbreytileika. Sand- gerðingum hefur tekist að gera að þetta að mikilli hátíð, sem sómi er að. Nú er „Ljósanótt“ um þessa helgi. Reykjanesbær heldur sína hátíð í 14. sinn. Mikið er lagt uppúr dagskránni og vandað til hennar í alla staða. „Ljósanótt“ er viðburður, sem er landsþekktur og mikill fjöldi fólkks streymir til Reykjanes- bæjar. Síðast voru um 20 þúsund gestir. Þeir verða örugglega ekki færri í ár. Bæjarhátíðirnar á Suðurnesjum er til mikils sóma fyrir svæðið. Suðurnesin standa sig Ánægjulegar fréttir berast nú um skólamálin á Suðurnesjum. Fjölmiðlar hafa greint frá því, að lesskilningur barna í grunnskólum á svæðinu hafi aukist mjög. Það eru miklar og góðar fréttir af árangri í skólamálum okkar. Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar hefur haft forystu að taka fast og ákveðið á starfi skólanna. Það hefur verið unnið markvisst að því að ná betri árangri. Það hefur tekist. Oft á tíðum hefur neikvæð umræða verið um skólastarf hér á Suðurnesjum. Það er vonandi liðin tíð. Bæjaryfirvöld hafa unnið mjög gott starf í að byggja upp öfluga skóla. það skilar sér í bættum árangri. Álver á fullt í haust Margir Suðurnesjamenn hresstust við að heyra í forstjóra Century Aluminium, móðurfélags Norðuráls. Jákvætt viðhorf núverandi ríkisstjórnarinnar skiptir miklu segir Mike Bless, forstjóri. Hann segist gera sér miklar vonir að fram- kvæmdir geti farið á fullt í haust eftir tvo til þrjá mánuði. Framleiðla gæti hafist eftir tvö ár. Eftir svartnætti vinstri stjórnarinnar er nú vonandi að birta til hjá okkur. Leiðari Glæsilegar bæjarhátíðir á Suðurnesjum Reykjanes kemur næst út fimmtudaginn 19. september. næsta blað Dansleikur á Nesvöllum Föstudaginn 6. september kl.20: 00 verður haldið harmon-ikkuball á Nesvöllum. Síðasta ár var vel mætt og mikið fjör. Það verður örugglega eins núna. Sagnasíðdegi og sagnakvöld Í dag fimmtu-daginn 5. s e p t e m b e r kl.14: 00 sér Ás- mund ur Friðriks- son, þing maður, um sagnasíðdegi á Nesvöllum. Í kvöld kl 20: 00 er svo sagnakvöld á Nesvöllum í umsjón Félags eldri borgara. Minnt verður að 40 ár eru liðin frá goslokum í Vestmanna- eyjum. Brynja Pétursdóttir, Jón Berg Halldórsson og Reynir Sveinmsson verða með frásagnir. Snyrtimennska verðlaunuð Verðlaunaafhending fyrir fal-lega húsagarða og snyrtilegt umhverfi fyrirtækja fór ný- lega fram í Víkingaheimum. Magnea Guðmundsdóttir afhenti verðlaunin og sagði ánægjulegt hvað margir hugsuðu vel um umhverfi sitt. Hér er hópurinn sem fékk viðurkenn-ingarskjöl afhent. Spilavistin byrjar Nú er komið að því að stokka spilin og byrja að spila eftir sumarfríið. Spilavistin á Nesvöllum byrjar miðvikudaginn 11. september og hefst kl. 14: 00. Bingó Þriðjudaginn 10.september kl.13:30 verður byrjað að spila Bingó á Nesvöllum Allir velkomnir. Hættir eftir 36 ára starf Við skólasetningu í Myllabakka-skóla var Sigríður Jóhann-esdóttir kvödd af Árna Sig- fússyni bæjarstjóra, nemendum og kennurum skólans. Sigríður lætur af störfum eftir 36 ára starf við Myllu- bakkaskóla. Bæjarstjóri þakkaði Sigríði fyrir vel unnin störf í þágu nemenda skólans sem hafa verið fjölmargir á þessum árum. Við þökkum Sigríði samstarfið og óskum henni velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir hendur á þessum tímamótum, sagði Árni bæjarstjóri. Húsbílafjör í Garðinum Húsbílafólk hélt uppá 30 ára afmæli félagsins á dögunum í Garðinum. Það var aldeilis fjölmennt við Íþrótta-miðstöðina þar sem 200 húsbílar lögðu.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.