Reykjanes - 05.09.2013, Blaðsíða 12

Reykjanes - 05.09.2013, Blaðsíða 12
Föstudaginn 6.september kl.20:00 verður harmonikkudansleikur á Nesvöllum. Allir velkomnir Skemmtinefnd FEBS Harmonikkudansleikur Nesvöllum Laus er til umsóknar leiguíbúð með búseturétti fyrir 60 ára eða eldri að Melteig 1, í Garði. Umsóknarfrestur er til 16.sept. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Sveitarfélagsins Garðs, sími 422-0200. Leiguíbúð Sveitarfélagið Garður OPNUNARTÍMI mánudaga - föstudaga 07:00-18:00 laugardaga 08:00-16:00 sunnudaga 09:00-16:00 Sigurjónsbakarí - Hólmgarði 2 - 230 - Reykjanesbæ NÝ BÖKUÐ BRAUÐ ALLA DAGA VERIÐ VELKOMIN Í SIGURJÓNSBAKARÍ HÓLMGARÐI ERNA Skipholti 3 - Sími: 552 0775 www.erna. is Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.isERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA Fyrir orrustuna um Milvian brú yfir Tíberfljót, 28. október 312 fyrir réttum 1700 árum, sá Konstantín mikli teikn krossins á himni og orðin “in hoc signo vinces” „Undir þessu tákni muntu sigra“. Árið 313 er Konstantín var orðinn keisari veitti hann kristnum mönnum trúfrelsi eftir langvarandi ofsóknir. Menin eru smíðuð á Íslandi eftir hugmynd Dr Gunnars Jónssonar og fást silfurhúðuð á 3.500,- úr silfri: 5.900,- (með demanti: 11.500,-) og úr 14k gulli á 49.500,- (með demanti: 55.000,-). IN HOC SIGNO VINCES Undir þessu merki sigrar þú In this sign conquer 5. september 2013 Ég vil eiga við ykkur samstarf Ég vil þakka allar góðar kveðjur og óskir um velgengni í starfi frá fjölmörgum Sunnlendingum sl. vikur og mánuði. Það eru viðbrigði að vera orðinn þingmaður í stóru kjördæmi þar sem flóra atvinnu- og mannlífs er blómstrandi og stór. Ég legg mig fram um að ná nýjum tengingum í kjördæm- inu og virkja gömul og góð tengsl. Það er mér mikilvægt til að geta sinnt sem best þeim skyldum sem á mér hvíla fyrir kjördæmið að fólkið, forystumenn í at- vinnulífi og sveitarstjórnum hafi við mig samband og haldi mér upplýstum. Ég er að átta mig á hvernig ég held bestu sam- bandi við fólkið í kjördæminu og finn taktinn í því með fólkinu. Ég hef ákveðið að vera með fastan viðverutíma á Sel- fossi annan föstudag í hverjum mánuði en Suðurnesjamenn geta náð í hvenær sem er, litið við í kaffi hér heima eða boðið mér á vinnustaði eða aðra staði sem henta. Einstaklingar, sveitarstjórn- armenn og atvinnurekendur geta pantað viðtalstíma eða óskað eftir því að ég líti við hjá þeim eftir hentugleikum. Ég er hreyfanlegur og hef gaman af því að ferðast og hitta fólkið hvar sem það býr og mun nýta tímann líka til heimsókna. Ég hvet ykkur til að hafið samband þegar ykkur hentar. Það var ánægjuleg reynsla að setjast á þing og taka þátt í störfum þess. Glíman við ræðupúltið tók ekki verulega á mig en jómfrúarræða þingmanna er meira mál en ég ætlaði. Samþingmenn fagna þeim sem flytur sína fyrstu ræðu með hamingjuóskum og þeirri ræðu er aldrei svarað. Nokkrar ferðir í púltið tókust vel og best að fara rólega af stað og ræða mál sem maður gjörþekkir. Ræðutíminn „Störf þingsins“ er tvisvar í viku og þá geta þingmenn rætt hvað sem þeim liggur á hjarta. Ég talaði tvisvar undir þessum lið, um 40 ára gos- lokaafmælið í Eyjum og um orku- og atvinnumál og svarta atvinnustarfsemi. Merkilegt hvað margir þingmenn ræddu um svarta atvinnustarfsemi sem segir sína sögu. Við þekkjum öll hvernig slík starfsemi grefur undan trúverðugleika atvinnulífsins og greinanna og mikilvægt að að uppræta slíka starfsemi sem hefur aukist í samfélaginu vegna hárra skatta. Þá ræddi ég og spurði iðnaðarráðherra um kostnað á orku og orkuflutningum fyrir orkusækin lítil og meðalstór fyrir- tæki. Það er verkefni að koma til móts við þá mikilvægu atvinnustarfsemi með því að nýta ódýra endurnýjanlega orku til að efla þær greinar. Um það hafa verið sögð mörg orð en nú er komið að efndum, ég mun leggja mitt lóð á þá vogarskál. Ég ræddi um stöðu Suðurnesja í greinum og ræðu fyrir kosningar. Hvernig svæðið hefur orðið eftir þegar kemur að því að deila út fjármunum til einstakra mála- flokka eins og menntun, heilbrigðis- þjónustu, málefna aldraða og atvinnu- þróunar. Ég hef sent fjármálaráðherra póst með upplýsingum um þennan mismun þar sem ég fer yfir þessi mál og óskaði eftir því að þegar verði hafist handa með að leiðrétta þetta óréttlæti sem Suðurnesin búa við. Það mun taka tíma en það verður að hefja þá leið- réttingu sem fyrst. Þá hef ég lagt vinnu í uppbyggingu atvinnu á svæðinu og lagt áherslu á að koma álverinu í Helguvík af stað. Vonandi að sú vinna skili árangri og ég er tilbúinn að leggja þeim málum frekari lið verði eftir því óskað. Framundan eru mikilvægir tímar fyrir okkur öll. Atvinnulífið verður að koma fjárfestingum af stað í takt við lækkaða skatta og velviljað ríkisvald sem vill hleypa lífi í vinnumarkaðinn. Rísa undir loforðum um bætta stöðu heim- ila og lækka skuldir sem er eitt helsta kosningaloforðið. Forsætisráðherra lagði fram frumvarp á sumarþinginu í 10 liðum og verkefnið er komið af stað. Við bíðum öll og sjáum til hvað kemur út úr þeirri vinnu. Ég segi að mikilvæg- ast er að staðið verði við dagsetningar í þeirri vinnu en henni á að ljúka í haust og byrjun nýs árs. Þá eiga mikilvæg skilaboð um stöðu heimilanna og lækkun kostn- aðar fylgi fjárlagafrumvarpinu eins og afturkallanir skerðinga á kjörum aldraða og öryrkja sem eiga að ganga til baka á kjörtímabilinu. Ég tel mjög mikilvægt að í upphafi nýs veiðiárs verði kvótinn aukinn og það verulega. Ég hef ekki farið dult með þá skoðun í þingflokknum, í Atvinnuveganefndinni og í samtölum við stjórnarsinna í þinginu. Það hefur gefið mér fleiri tækifæri sem þingmaður að taka meiri þátt í lífi fólksins í sveitunum og bæjunum. Fjöl- margar bæjarhátíðir eru vel sóttar og til fyrirmyndar hve vel er staðið að öllum hlutum. Þrátt fyrir góðan vilja og yfir- ferð næst ekki að mæta á öllum stöðum en stefnan er að hafa sótt allar hátíðir í kjördæminu á kjörtímabilinu. Ég vil eiga við ykkur samstarf og reyni eftir megni að ferðast um kjördæmið en það virkar ekki bara aðra leiðina. Það er auðvelt að ná í mig og ég er alltaf tilbúinn að hlusta og sjá hvort við getum ekki leyst hnúta saman. Orð eru til alls fyrst og ég hlakka til samstarfsins með ykkur. Með vinsemd Ásmundur Friðriksson 12 Fréttatilkynning frá Sandgerðisbæ Efling íþrótta-, frístunda- og forvarnastarfs - Rut Sigurðardóttir ráðin í nýja stöðu Sandgerðisbær hefur ákveðið að koma á nýrri stöðu forvarna- og frístundafulltrúa . Tilgangurinn er m.a. að stuðla að aukinni þátttöku barna og ungmenna í íþrótta- og frí- stundastarfi, koma á meiri fjölbreytni í starfseminni og fylgjast með þróun frístunda- og forvarnamála í bænum. Staðan var auglýst laus til um- sóknar í júlí og voru umsækjendur 23. Rut Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starfið. Hún er íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og er margfaldur Norðurlandameistari í taekwondo. „Starfið leggst mjög vel í mig, ég er full eftirvæntingar og hlakka til að vinna með góðu fólki að því að efla enn frekar íþrótta-, frí- stunda- og forvarnastarf í Sandgerði“, segir Rut sem hefur störf 1. september. Í umfjöllun innan bæjarfélags- ins um niðurstöður kannana sem Rannsóknir og greining unnu á ár- inu 2012 kom fram vilji til þess að vinna enn frekar með þá þætti sem náðst hefur góður árangur í og taka sérstaklega á þeim þáttum sem ekki hafa gengið jafnvel. Að stærstum hluta sýna niðurstöður ársins 2012 jákvæða þróun, samvera með foreldrum og eftirlit foreldra mældist meiri en áður, reykingar, áfengis- og fíkniefnaneysla mældist minni en áður, þá líður nem- endum 9. og 10. bekkja almennt vel í skólanum samkvæmt mælingum, þátttaka stelpna í íþóttum mældist meiri en í fyrri mælingu en íþrótta- iðkun drengja minni. Rannsóknir á högum og líðan ungs fólks hér á landi hafa verið framkvæmdar af Rannsóknum og greiningu frá árinu 1997. Niður- stöður þeirra leiða í ljós að samvera með fjölskyldunni, þátttaka í íþróttum og líðan í skóla stuðla að auknu heil- brigði og vellíðan ungmenna. Grindavík: Þórkötlustaðaréttir 21. september Réttað verður í Þórkötlustaðar-éttum laugardaginn 21. sept-ember kl. 14:00 og að vanda verður margt um fé og fólk. Bæjar- búar hvattir til þess að mæta og fara nýja göngustíginn. Góð aðsókn hefur verið í réttirnar undanfarin ár og þær farið vel fram.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.