Reykjanes - 05.09.2013, Blaðsíða 14

Reykjanes - 05.09.2013, Blaðsíða 14
Stuðningur fyrir hlaupin Mikið úrval af stuðningshlífum frá Sporlastic. Vandaðar vörur á góðu verði. Komdu og skoðaðu úrvalið - við tökum vel á móti þér og finnum réttu lausnina fyrir þig. F A S TU S _H _2 5. 08 .1 3 Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is Veit á vandaða lausn 14 5. september 2013 Fyrsta símstöðin í Garði Í þessu húsi sem stóð í Gerðahverf-inu var fyrsta símstöðin í Garði og bréfhirðing. Fyrir framan það standa hjónin Árni Árnason, fyrsti símstöðvar- stjórinn og eiginkona hans Guðrún Ingjaldsdóttir og sonur þeirra Sveinn Árnason. Gerðaheimilið var í tíð þeirra hjóna mikið athafnaheimili. Var sjávarút- vegur rekinn þar í stórum stíl samfara búskap. Árni var farsæll formaður, listastjórnari og aflamaður og áreið- anlegur, svo að orð hans voru jafngild undirskrift. Árni varð fyrsti símstjór- inn í Gerðum árið 1908. Fólki þótti síminn mikið undratæki og var hálf- feimið að tala í hann, heyra röddina í ættingjum og vinum í fleiri tuga kílómetra fjarlægð. En svo vöndust menn því. Eftir að Árni lést af slysförum árið 1911 tók Guðrún kona hans við því starfi, búi og útgerð, og gegndi þvi öllu með mikilli prýði. Hún hafði á hendi símstjórastarfið til ársins 1938 og var vinsæl og vel metin af öllum. Þau hjónin Árni og Guðrún tóku mikinn og góðan þátt í öllu félagslífi, en einkum var það bindindismálið, sem þau unnu fyrir af frábærum áhuga. Útskálakirkju helguðu þau einnig krafta sína og í mörg ár voru þau bæði í söngflokk kirkjunnar og studdu starfsemi safnaðarins og öll málefni hans af kostgæfni á allan hátt. Þeim hjónum Árna og Guðrúnu fæddust þrír synir: Þorsteinn trésmíðameist- ari, Sveinn bóndi og útvegsmaður í Gerðum, Kristinn skipstjóri og út- vegsmaður í Gerðum. Gamla myndin Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is www.fotspor.is Merkir Suðurnesjamenn Merkir Suðurnesjamenn Sólveig Sigrún Oddsdóttir Sólveig Sigrún Oddsdóttir fæddist í Móhúsum í Garði, 11.október 1916. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Garðvangi 30. janúar 2009. For- eldrar hennar voru hjónin Oddur Jónsson, f. 25.10. 1886, d. 31.8. 1977 og Kristín Hreiðarsdóttir, f. 19.8. 1888, d. 1.10. 1989 frá Presthúsum í Garði. Sigrún giftist 15. maí 1937 Hjálm- ari Óskari Magnússyni, f. 11.10. 1913, d. 31.7. 1984. Sigrún bjó fyrstu ævi- árin í Móhúsum en fluttist svo með foreldrum sínum að Presthúsum þar sem hún bjó þar til þau Hjálmar hófu búskap á Nýjalandi. Þar bjó hún öll sín æviár að undanskildum síðustu rúmum sjö árum sem hún dvaldi á hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Sig- rún var fyrst og fremst mikil húsmóðir og hélt með mikilli natni og reglusemi utan um heimili sitt og fjölskyldu. En hún lét sig málefni sveitarfélagsins mikið varða og sat í hreppsnefnd í tólf ár, oftast sem ritari. Einnig var hún for- maður fegrunar- og umhverfisnefndar um árabil og hafði mikil áhrif á fegrun byggðarlagsins. Sigrún var gerð að heiðursborgara Gerðahrepps árið 2001. Félags-, menningar- og forvarnarmál voru henni mjög hugleikin. Hún var gæslumaður barnastúkunnar Sið- semdar í þrjátíu ár og starfaði innan Stórstúku Íslands, formaður Kvenfé- lagsins Gefnar í tuttugu og eitt ár, starf- aði í Slysavarnadeild kvenna í Garði, hún söng með kirkjukór Útskálakirkju í 40 ár og starfaði í sóknarnefnd um árabil auk þess sem hún sá um þrif og búnað kirkjunnar. Sigrún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2002 fyrir störf sín að bindindis- og félagsmálum. Gamla myndin. Smá ábending Reykjanes fékk eftirfarandi sent vegna Gamla myndin í síðasta Reykjanesi. Gerðabræður áttu bátinn Farsæl GK 8 frá 1956 til 1963, þá seldur Páli H. Pálssyni, sennilega Palla í Vísi Grinda- vík, sem þá var með útgerð í Keflavík, því báturinn varð KE 27. Yaris til sölu Toyota Yaris árgerð 2001 er til sölu. Ekinn aðeins 92.000 km. Sjálfskiptur, 4 dyra, skoðaður 2014. Listaverð er kr. 580 þús en hægt er fá bílinn á kr. 430 þús.staðgreitt. Upp- lýsingar í síma 847 2779 Lesandi hafði samband: Flottur árangur Lesandi hafði samband við Reykjanes. Vildi að það kæmi vel fram hversu góður árangur hefði náðst í að bæta lesskilning. Nefndi sérstaklega nýjungar,sem Guðbjörg Rut Þórisdóttir í Holtaskóla hefði komið með. Guðbjörg Rut er menntaður lestrarfræðingur frá Banda- ríkjunum. Lesandinn nefndi einnig frábært starf kennara á Suðurnesjum til að ná þessum árangri. Þá vildi les- andinn einnig að það kæmi fram að lestrarömmurnar á vegum Félags eldri borgara væru að vinna mjög gott starf til að auka læsi. Ályktun stjórnar Félags eldri borgar á Suðurnesjum: Hugsað til framtíðar Þessa dagana er verið að semja um að vista út rekstri hjúkr-unarheimilisins á Nesvöllum og hugsanlega Hlévangs til Sjó- mannadagsráðs Reykjavíkur. Við sjáum ekki nauðsyn þess að stjórnun hjúkrunarheimila verði í Reykjavík. Farsælast er að hjúkrunarheimilin verði áfram á ábyrgð og stjórnað af Suðurnesjamönnum í framtíðinni enda er stefnt að því að sveitarfélögin taki yfir alla þjónustu við eldri borgara af ríkinu á næstu árum. Best er að þjón- usta við Suðurnesjamenn verði áfram á ábyrgð og undir stjórn sveitarfélag- anna á Suðurnesjum. Þannig fer saman stjórn og ábyrgð á fjármálum auk þess sem samvinna auðveldar frekari upp- byggingu og fjölgun hjúkrunarrýma. Við verðum að hugsa til framtíðar þar sem eldri borgurum á Suðurnesjum sem þurfa dvöl á hjúkrunarheim- ilum fjölgar ört. Gert er ráð fyrir að árið 2020, sex árum eftir að hjúkr- unarheimilið á Nesvöllum verður komið í rekstur verði líkur til þess að milli 40 til 50 sjúkir eldri borgarar verði á biðlista eftir þjónustu á hjúkr- unarheimilum ef ekkert verður að gert. Það á því að vera hlutverk sveitarfé- laga á Suðurnesjum að hafa forystu um að hefja nú þegar undirbúning að byggingu hjúkrunarheimilis fyrir 60 til 80 íbúa. Það er því skoðun Félags eldri borgara á Suðurnesjum að enn skuli reyna til fulls að ná samkomulagi um samvinnu sveitarfélaganna um rekstur hjúkrunarheimilanna og uppbyggingu hjúkrunarheimila í framtíðinni. Við skorum á þá sem bera ábyrgð á þessum málum að snúa sér að því að ná samkomulagi um að tryggja öldruðum sjúkum heimili þegar viðkomandi getur ekki dvalið heima vegna sjúk- leika. Þörfin er mikil eins og skýrslur sanna. Samvinna er það sem gildir. Samþykkt á stjórnarfundi Félags eldri borgara á Suðurnesjum 22. ágúst 2013

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.