Reykjanes - 03.10.2013, Blaðsíða 2

Reykjanes - 03.10.2013, Blaðsíða 2
2 3. október 2013 Reykjanes 18. Tbl.  3. áRganguR 2013 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54,  108 Reykja vík. Auglýsingasími: 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Sigurður Jónsson, netfang: asta. ar@simnet.is, sími: 847 2779. Myndir: Ýmsir. Umbrot: Prentsnið Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa Pdf: www. fotspor.is reykjanes er dreift í 8.000 eintökum ókeypis í allar íbúðir á reykjanesi. Frí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band við íbúa Suð ur nesja. Seg ið ykk­ ar skoð un með því að senda inn pist il. Send ið inn fyr ir spurn. Vin sam leg ast send ið okk ur tölvu póst á net fangið asta. ar@sim net.is eða hring ið í síma 847 2779. Viltu segja skoðun þína? Sem betur fer er þróunin sú að fleiri og fleiri einstaklingar ná háum aldri hér á landi. Þessi þróun á sér stað á Suðurnesjum eins og annars staðar á landinu. Nú eru 3000 íbúar Suðurnesja, sem náð hafa 60 ára aldri eða meira. Þetta kallar að sjálfsögðu á aðgerðir yfirvalda til að sinna þessum hópi bæði nú og í framtíðinni. Málefni aldraðra hafa að undanförnu verið mikið til umræðu meðal sveitar- stjórnarmanna og fleiri hér á svæðinu. Eins og fram hefur komið er nú unnið á fullu að uppbyggingu hjúkrunarheimilis á Nesvöllum. Þar mun rísa glæsileg aðstaða, sem við fögnum öll. Það sem vekur furðu er að á sama tíma vilja margir ráðamenn stefna að því að hjúkrunarheimilinu á Garðvangi verði lokað. Það er óskiljanlegt miðað við þann mikla fjölda sem tilheyrir eldri borgurum. það er óskiljanlegt að sumir ráðamenn hér á svæðinu skuli ekki vilja horfa til framtíðar. Verði Garðvangur lagður niður fjölgar hjúkrunarrýmum nánast ekkert. Auðvitað eigum við að horfa til framtíðar. Við eigum að horfa til næstu 20 ára. það ættu allir að geta séð að það verður mikil þörf á hjúlrunarrýmum á næstu árum. Samhliða þessu þarf að móta stefnu varðandi dvalarheimili aldraðra, þjónustuíbúðir fyrir aldraða og almennar leiguíbúðir fyrir aldraða. Að sjálfsögðu ber einnig að huga að Því að aldraðir geti sem lengst búið í sínum íbúðum. það þarf því að huga að stefnu í heimilishjálp, hjúkrunarþjónustu, matarsendingum og félagslegri aðstoð. Það verður að koma í veg fyrir lokun Garðvangs. Það á að stefna að því að í framtíðinnu verði 40 hjúkrunarrými á Garðvangi. það kallar vissulega á framkvæmdir og viðbyggingu, en það er nauðsynlegt vilji menn horfa til framtíðar. Það á að vera keppikefli okkar að sem best þjónusta við aldraðra verði veitt í öllum sveitarfélögum hér á Suðurnesjum. Það er hagur okkar allra að sveitar- félögin fimm geti öll náð að blómstra. Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum er framundan og þar hljóta menn að gera allt sem hægt er til að ná samstöðu í þessum málaflokki og horfa vel til framtíðar og móta stefnuna með það í huga. Að sjálfsögðu á það svo að vera í höndum heimamanna að hafa yfirstjórn á málefnum aldraðra og þar með talið að sjá sameiginlega um rekstur hjúkr- unarheimila á svæðinu. Hækkun skattleysismarka er besta kjarabótin Kjarasamningar eru framundan. Hætta er á því að veruleg prósentuhækkun verði niðurstaðan sem fer í gegnum allan launastigann. Framhaldið verður svo hækkun verðlags og verðbólgan fer á fullt. Hverjir fara verst út úr slíku? Að sjálfsögðu þeir lægst launuðu. Ríkisstjórni segist vilja liðka til svo hægt sé að ná skynsamlegum samningum með raunverulegri kjarabót. Hækkun skattleysismarka er þar skynsamlegasta leiðin. Sú leið kemur sér best fyrir lægst launaða og millutekju fólkið. Það er betri kostur heldur en prósentuhækkun sem fer upp alla launatöfluna. Sigurður Jónsson, ritstjóri Leiðari Þrjú þúsund íbúar Suðurnesja eru 60 ára og eldri Reykjanes kemur næst út fimmtudaginn 17. október. næsta blað Haustfagnaður Haustfagnaður eldri borgara verður í Vogum sunnudaginn 6. október kl.15: 00. Nýtt á mánudögum Félag eldri borgara á Suðurnesjum í samvinnu við Skákfélag Reykjanes- bæjar býður uppá skák á mánudögum kl.19: 30 á Nesvöllum. Allir velkomnir. Vilja Vitagarð á Garðskaga Ferða, safna og menningarnefnd Garðs leggur til að bæjarráð samþykki fjármuni á fjárhags- áætlun ársins 2014 til áframhaldandi uppbyggingar Vitagarðs á Garðskaga. Verkefnið sem á eftir að vekja mikla athygli verði það að veruleika verður segull fyrir ferðamenn og á vel heima á þessum stað þar sem fyrsta leiðar- ljós fyrir sæfarendur var byggt árið 1847 af Helga á Lambastöðum. Stefnt skal að því að verkefninu ljúki á næsta kjörtímabili og ráð fyrir því gert í 3ja ára fjárhagsáætlun bæjarfélagsins. Samþykkt, Eiríkur Hermannsson situr hjá. FSM-nefnd varpar fram þeirri hug- mynd að einnig verði gert ráð fyrir fjármagni til að láta teikna og hanna eftirmynd fyrstu vitavörðunnar sem áður er getið um. Stefnt verði að byggingu hennar á næsta kjörtímabili og ráð gert fyrir fjármunum í 3ja ára fjarhagsáætlun bæjarfélagsins. Sam- þykkt, Eiríkur Hermannsson situr hjá. Árshátíð FEBS framundan Nú styttist í árshátíð eldri borgara í Stapa. Árshátíðin verður laugardaginn 12. október n. k. Húsið opnar kl.18: 00 en borðhald hefst kl.19: 00 Setning árshátíðar: Sigurður Jónsson, formaður Skemmtinefndar Ávarp: Eyjólfur Eysteinsson formaður FEBS Kristinn Jóhannsson, veislustjóri Sólborg og Sigríður Guðbrandsdætur syngja Arnar Ingi Tryggvason með uppistand Glæsilegt happdrætti (innifalið í miða- verði) Hljómsveitin Húsbandið leikur fyrir dansi Fordrykkur Aðalréttur: Hægeldaður rósmarín og hvítlauksleginn lambahryggvöðvi með grilluðu grænmeti. Gratineruðum kar- töflum. Rattatoulis grænmeti og villis- veppasósu. Eftirréttur: Súkkulaði fantasía með sultuðum skógarberjum og rjóma. Kaffi og konfekt. Rútuferðir fyrir íbúa í Garði, Grinda- vík, Sandgerði og Vogum. Hægt að kaupa miða hjá skemmti- nefnd: Ásta 862 1738, Sigurður 847 2779, Jón 898 6919, Harpa 778 1746, Eygló 661 3041, Þráinn 892 5392. Léttur föstudagur Jóna Valgerður mætir Á morgun föstudaginn 4. október kl.14: 00 er Léttur föstudagur á Nesvöllum. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, for- maður Landssambans eldri borgara mætir og fer yfir stöðu mála hjá eldri borgurum. Allir velkomnir. Vilja að Bragi stækki Á fundi Bæjarráðs Garðs í síðustu viku var upplýst að Bragi Guðmundsson,verk- taki, er tilbúinn að taka að sér stækkun Íþróttamiðstöðvarinnar fyrir kr.129.693.210. Bæjarráð samþykkir að ganga til saminga við Braga. Bæjarstjóri lagði fram minnisblað, þar sem er m.a. gerð grein fyrir við- ræðum við Braga Guðmundsson um að hann taki að sér verkið. Bragi er tilbúinn til að taka verkið að sér fyrir kr. 129.693.210 og miðað við að framkvæmdir hefjist í febrúar 2014. Samþykkt samhljóða að fela bæj- arstjóra að ganga til samninga við Braga Guðmundsson, samningur- inn verði lagður fyrir bæjarráð til staðfestingar. Frístundakort í Vogum Meginmarkmið Frístunda-kortsins er að öll börn og unglingar í Sveitarfélaginu Vogum geti tekið þátt í uppbyggilegu frí- stundastarfi óháð efnahag eða fé- lagslegum aðstæðum. Með Frístundakortinu má greiða að hluta fyrir íþróttaiðkun á vegum félaga og samtaka sem starfa í Vogum og nágrannasveitarfé- lögunum. Frístundakortið eykur jöfnuð í samfélaginu og fjölbreytileika í iðkun íþrótta. Skilyrði fyrir veitingu styrkja samkvæmt Frístundakortinu • Að iðkandi/styrkþegi eigi lög- heimili í Sveitarfélaginu Vogum • Að styrkþegi sé á aldrinum 6 – 16 ára miðað við fæðingarár. • Að um skipulagt starf/kennslu/ þjálfun sé að ræða í a. m. k. 10 vikur á önn. • Styrkur getur aldrei orðið hærri en þátttöku- eða æfingagjald við- komandi íþrótta- eða tómstunda- greinar. Frestur til að sækja um styrkinn fyrir haustönn 2013 er til 1. nóvem- ber nk. Greitt verður 15. nóvember Umsókn og frumriti af reikn- ingi skal skila á bæjarskrifstofu, Iðndal 2. Grindavík Uppeldi sem virkar - Færni til framtíðar - Námskeið hefst 16. okt. Foreldrafærninámskeiðið UPP-ELDI SEM VIRKAR - FÆRNI TIL FRAMTÍÐAR mun hefjast að nýju þann 16. október og verður haldið í leikskólanum Laut. Nám- skeiðið verður á miðvikudögum kl. 17:00 - 19:00 í fjögur skipti. Leiðbeinendur: Ragnhildur Birna Hauksdóttir, leikskólaráðgjafi/fjöl- skyldumeðferðarfræðingur og Sig- ríður Gerða Guðlaugsdóttir, leikskóla- kennari og deildarstjóri á Króki. Skráning og frekari upplýsingar má nálgast í síma 420 1116 eða með því að senda tölvupóst á ragnhildur@ grindavik.is Við skráningu þarf að koma fram nafn, kennitala, sími og netfang for- sjáraðila, kennitala barns og velja þarf námskeiðstíma. Námskeiðið gagnast best ef báðir foreldrar mæta. Þátttökugjald er kr. 2000 fyrir einstaklinga og 3000 fyrir par. Inni- falin eru námskeiðsgögn og Uppeld- isbókin. (Heimasíða Grindavíkur)

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.