Reykjanes - 03.10.2013, Side 10

Reykjanes - 03.10.2013, Side 10
10 3. október 2013 Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is Járngerður Flott fréttabréf Járngerður, fréttabréf Grinda-víkurbæjar, er komið út. Fréttabréfinu er dreift í öll hús í Grindavík. Blaðið er 24 bls. og fjölbreytt að vanda. Þar er m. a. sagt frá könnun um líðan og hagi ung- linga í Grindavík, sagt frá blómlegu félagsstarfi eldri borgara, starfsemi slökkviliðsins, vinarbæjarheimsókn til Piteå í Svíþjóð og Rovaniemi í Finnlandi, atvinnu með stuðningi, framkvæmdum, Vinnuskólanum og ýmsu fleira. Í grein bæjarstjóra kemur fram að nær allir starfsmenn Grindavíkur- bæjar búa í Grindavík, gamla myndin er á sínum stað, sagt frá starfsmanna- degi bæjarins, Grindavíkurhöfn, nýjum aðalvarðstjóra lögreglunnar, sumarlestri og bókasafnsdeginum, hjólreiðabænum Grindavík, metað- sókn á tjaldsvæðið og Umhverfis- verðlaunum. Það er til mikillar fyrirmyndar hjá bæjaryfirvöldum í Grindavík að senda öllum íbúum svona fréttabréf. Garðvangur skýrsla: Þörf á öllum hjúkrunarrýmun sem nú eru opin Á stjórnarfundi Sambands sveitar-félaga á Suðurnesjum 16. sept-ember s. l. var fjallað um heil- brigðis-og öldrunarmál. S. S. S. þakkar Sveitarfélaginu Garði og Sandgerðisbæ fyrir vel unna og athygl- isverða skýrslu um heilbrigðis- og öldr- unarmál á Suðurnesjum sem unnin var af Haraldi L. Haraldssyni. Niðurstöður skýrslunnar eru sláandi og draga enn og aftur fram hvað framlög ríkisins til opinberrar þjónustu á Suðurnesjum eru mikið lægri en tíðkast í öðrum lands- hlutum. Kemur þar meðal annars fram að framlög framkvæmdasjóðs aldraðra á árunum 2001-2010 voru langlægst til Suðurnesja. Einnig kemur fram að ef fjöldi hjúkrunarrýma á hverja 1.000 íbúa í hverju heilbrigðisumdæmi eru skoðuð hallar verulega á Suðurnesin. Ljóst er að þrátt fyrir að öll hjúkr- unarrými sem nú eru á svæðinu verði haldið opnum áfram eftir að Nesvellir opna þá uppfylla þau rými engan vegin áætlaða þörf hjúkrunarrýma á Suðurnesjum. Samt er gert ráð fyrir því að fjölda rýma muni loka á svæð- inu og færast til Nesvalla. Raunveru- leg fjölgun rýma við Nesvelli er því óveruleg. Slíkt er óásættanlegt enda ljóst að þörf er á öllum hjúkrunar- rýmum sem nú eru opin og öllum þeim sem bætast við á Nesvöllum og meira til. Framkvæmdastjóra er falið að óska eftir fundi með félags og – trygginga- málaráðherra um málefnið og þá alvarlegu stöðu sem málefni aldraðra eru komin í á Suðurnesjum líkt og fram kemur í skýrslunni. Sandgerði keppir 1. nóvember Sandgerðisbær tekur nú þátt í spurninga- og skemmtiþættinum Útsvari á RÚV í fyrsta sinn og teflir fram öflugu keppnisliði en það er skipað þeim Einari Valgeiri Ara- syni, Bylgju Baldursdóttur og Andra Þór Ólafssyni. Þeim til halds og trausts verður símavinurinn Hlynur Þór Vals- son. Fyrsta viðureign Sandgerðisbæjar í keppninni verður við lið Tálknafjarðar föstudaginn 1. nóvember. Sandgerðisbær óskar liðinu góðs gengis í keppninni. Meðfylgjandi er mynd af Útsvarsliðinu ásamt bæjarstjóranum, frá vinstri: Andri Þór Ólafsson, Bylgja Baldurs- dóttir, Einar Valgeir Arason og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri. Grindavík Kennarar með nem- endum í matartímum Matartíminn í Hópsskóla á að vera gæðastund hjá nem-endum. Mikilvægt er að þessi tími dagsins sé notalegur, börnin nærist vel og viðhafi góða siði. Skóla- matur ehf eldar mat fyrir skólann og eru flestir nemendur í áskrift. Í vetur er sérstök áhersla lögð á að kennarar fylgi nemendum sínum í hádegismat, sitji hjá þeim og aðstoði. Með því leggja kennarar sitt lóð á vogarskálarnar í að tryggja gott næði og að börnin borði vel. Garður vill kaupa Menn- ingarhúsið að Útskálum Á síðasta fundi Bæjarráðs Garðs var eftirfarandi bókað: Formaður og bæjarstjóri gerðu grein fyrir stöðu mála og viðræðum við Sóknarnefnd Útskálasóknar og Landsbankann varðandi grunn safnaðarheimilis við Útskálakirkju og skuldastöðu sóknarnefndar við Landsbankann vegna þess. Jafnframt var farið yfir stöðu mála varðandi Menningarhúsið að Útskálum og viðræðum við Lands- bankann vegna þess máls. Formaður bæjarráðs lagði til að gert verði formlegt tilboð um kaup sveitar- félagsins Garðs á Menningarhúsinu. Samþykkt samhljóða að fela bæjar- stjóra að gera formlegt kauptilboð í Menningarhúsið að Útskálum, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

x

Reykjanes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.