Reykjanes - 17.10.2013, Blaðsíða 4

Reykjanes - 17.10.2013, Blaðsíða 4
4 17. október 2013 Matur eins og amma eldaði hann Grindavík er kröftugt bæjarfélag. Þar er mikill fjöldi fyrirtækja. Eðli málsins samkvæmt snúast þau mörg um vinnslu á sjávarafurðum. Reykjanes stefnir á að kynna fyrirtækin í Grindavík eitt af öðru í næstu blöðum. Í þetta sinn heimsóttum við Viking-sjáv- arfang. Fyrir hittum við Sigurð Stein- þórsson en hann rekur fyrirtækið ásamt syni sínum Antoni Sigurðssyni. Þetta er fjölskyldufyrirtæki. Við höfum verið hér í þessu húsnæði í tæp þrjú ár. Fjölskyldan rekur svo veitingastaðinn Kaftein Cool við Heiðarveg í Vestmannaeyjum. Ellefu vörutegundir Viking sjávarfang er með heljarinnar mikla fjölbreytni í vinnslu á fiskinum. Tvær tegundir af fiskibollum, fiskiklattar, þeir einu sem framleiddir eru hér á landi, plokkfiskur, grænmetisbollur Einnig er boðið uppá nætursaltaðan þorsk og ýsu í raspi. Bollur án þess að innihalda hveiti, mjólk eða egg Sigurður sagði að vörur þeirra væru keyptar á sjúkrahús t. . d Landspítalann og sjúkrahúsið á Akureyri. Sigurður sagði að þeir framleiddu vörur án þess að í þeim væri hveiti, mjólk eða egg. Þetta kæmi sér vel því margir væru með of- næmi fyrir hveiti eða mjólkurafurðum. Seljum fiskinn í IGS eldhús Það eru margir stórir aðilar, sem kaupa okkar vörur. IGS eldhús kaupir alla fiskirétti af okkur. þeim hefur líkað mjög vel við vörurnar. Um dreifingu á vörunum sér Ásbjörn Ólafsson, heildverslun. Við kaupum allan fisk af Stakkavík, en hjá þeim fáum við úr- valsfisk. Fimm í vinnu Viking sjávarfang er í um 100 fermetra húsnæði og þar vinna 5 manns. Ótrúlegt að sjá svona öfluga vinnslu í ekki stærra húsnæði. Vinnudagurinn getur oft verið langur sagði Sigurður. Öll vottun er til staðar enda hreinlæti og snyrtimennska til mikils sóma. Meiriháttar matur Við fengum framleiðsluvörur með okkur heim til að prófa. Bollurnar og fiskiklattarnir eru foreldaðir. Spennandi var að prófa réttina. Þetta er alveg meiriháttar. það er alveg ljóst að hráefnið er nýtt og ferskt. Allt bragðaðist þetta ljómandi vel og ekki skrítið að menn vilji kaupa. Alveg á hreinu að vörurnar frá Viking sjávarfangi slá í gegn. Vonandi taka verslanir hér á Suðurnesjum við sér og bjóða uppá þessar vörur. S. J. Kennarar frá fimm löndum Reykjanes leit við í Víkinga-heima í síðustu viku. Fræðslu-skrifstofa Reykjanesbæjar var með smá móttöku fyrir 18 kennara, sem staddir voru hér frá fimm löndum, Finnlandi, Frakklandi, Pól- landi, Þýskalandi og Spáni. Kennararnir vinna að Umhverfis- verkefni ásamt kennurum héðan af Suðurnesjum. Hópurinn var í Ak- urskóla. Gestirnir fara í skólana og kynna sitt land. Héðan hafa kennarar farið í samskonar heimsóknir erlendis, en sögðust eiga eftir að fara til Finn- lands og Frakklands. Við athöfnina flutti Dröfn Rafns- dóttir, kennsluráðgjafi ávarp og síðan fengu þau fræðslu um Víkingaskipið Íslending. Tónleikar í Hljómahöllinni Eiríkur Árni Sigtryggsson fæddist í Keflavík þann 14. September 1943. Nam píanóleik hjá Ragnari Björns- syni í Tónlistarskólanum í Keflavík. Síðan lá leiðin í söngkennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík og útskrif- aðist hann sem söngkennari árið 1963. Síðan hefur Eiríkur Árni stundað tónlistarkennslu og önnur tónlistar- störf. Árið1965 tók hann þátt í námskeiði í Handíða- og myndlistarskólanum undir handleiðslu Kurt Zier skóla- stjóra. og fékk við það kennsluréttindi í myndlist. Eiríkur Árni stundaði myndlist- arnám hjá Valtý Pétursyni og Hring Jóhannessyni, og hefur einnig starfað sem myndlistarkennari og mynlistar- maður, með margar einkasýningar að baki. Eiríkur Árni hélt til Bandaríkjanna árið 1983 til frekara náms í tónlist. Stundaði nám í tónsmíðum í Andrews University og flutti sig síðan yfir í Man- itobaháskóla. Þegar heim kom kláraði hann nám við Tónfræðadeild Tónlist- arskólans í Reykjavík árið 1989. Síðan hefur Eiríkur Árni stundað tónsmíðar ásamt kennslu. Hann hefur samið fjölda tónverka m. a. sinfoníur, strengjakvartetta, kórverk, orgelverk, sönglög o. s. frv. Mörg verka Eiríks Árna hafa verið flutt opinberlega. Sem dæmi var fluttur Konsert fyrir enskt horn og blásarasveit, á Myrkum músik- dögum í vor sem leið. Vegna 70 ára afmælis tónskáldsins heldur hann tónleika í Hljómahöllinni (Stapa) í Reykjanesbæ Sunnudainn 27. október kl. 14: 00. Enginn aðgangseyrir. Allir velkomnir. Flutt verða 20 ný einsöngslög. Flytjendur verða: Dagný Jónsdóttir sópran og Richard Simm píanóleikari. Sigurður með ungum starfsmanni, Sólmundi einarssyni. Fjórir skólakrakkar skiptast á að mæta í tvo tíma til að pakka. Sigurður sagði í spjallinu að stórsýning væri á þeirra vörum um mánaðamótin hjá Ásbirni ólafssyni fyrir rekstraraðila stóreldhúsa. Logóið, sem fyrirtækið notar til að kynna sínar vörur www. fotspor.is

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.