Reykjanes - 17.10.2013, Blaðsíða 6

Reykjanes - 17.10.2013, Blaðsíða 6
6 17. október 2013 Traust geymsla – og öruggur flutningur alla leið! Frystigámar til sölu eða leigu Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Sími 568 0100 AT H YG LI E H F. -0 2- 13 Eigum á lager 20 og 40 ft. frystigáma. Bjóðum einnig gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að þörfum hvers og eins. www.stolpiehf.is Hafðu samband! Skrifað undir samning Við opnun stórsýningarinnar í Garði var skrifað undir samn-ing um stækkun Íþróttamið- stöðvarinnar, þar sem gert verður m. a. ráð fyrir þrektækjasal. n Hér eru Magnús Stefánsson, bæjarstjóri og Bragi Guðmundsson, verktaki að skrifa undir samning. Persónukjör. . . . . . eður ei? Kjósendur vítt og breytt um heiminn hafa möguleika á því að kjósa með persónu- kjöri til sveitarstjórna. Má þar nefna samanburðarlöndin ss. Norðurlöndin og Írland. Íslendingar búa við þrengstu kosningareglur ef við miðum okkur við nágrannalöndin. Í því sambandi hafa reglur þeirra um persónukjör mikið vægi. Rýmri reglur um persónukjör er mikilvægur þáttur í auknu íbúa- lýðræði í íslenskum sveitarfélögum. Aukið íbúalýðræði gengur út á þá grunnhugsjón að þverpólitísk sam- vinna sé vænlegast til árangurs, að auka samvinnu og veita íbúum meira vægi í ákvörðunartöku. Á síðasta bæjarstjórnarfundi í Sveitarfélaginu Garði lagði N listinn fram tillögu um að taka upp persón- ukjör í sveitarstjórnarkosningum á vori komanda og sækja um að verða tilraunasveitarfélag. Ákvað meirihluti bæjarstjórnar að fresta henni. Hvað þarf að óttast við að leggja upp í þessa vegferð með persónukjör, vænt- anlega er það sem koma skal á næstu árum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur farið fram töluverð umræða um kosti og galla persónu- kjörs. Árið 2007 var settur af stað starfshópur sem hafði það verkefni að skoða leiðir að auknu lýðræði í sveitar- félögum, m. a. átti hópurinn að fjalla um rýmkun reglna um persónukjör í sveitarstjórnarkosningum. Ljóst er að meðal sveitarstjórn- armanna eru skiptar skoðanir um persónukjör og ganga þær þvert á pólitískar flokkslínur. Fram kemur í umsögn Sambands íslenskra sveitar- félaga um frumvarp til laga vegna persónukjörs, að þessi hugmynd njóti töluverðs stuðnings. Rétt þykir á þessu stigi að kveða á um heimild til sveitarstjórna til þess að ákveða persónukjör, fremur en að skylda öll sveitarfélög til að taka upp þá kosn- ingaaðferð. Með því móti mætti viðhafa persónukjör í nokkrum sveitarfélögum í næstu sveitarstjórnarkosningum og meta í framhaldinu hvort ætti að lögfesta það í sveitar- og Alþingiskosningum. Allvíða hér á landi eru sveitastjórnir kjörnar með hreinu persónukjöri þ. e. óbundinni kosningu og er gert ráð fyrir að svo verði áfram. Á landsfundi Íslenskra sveitarfélaga þann 23. mars 2012 kom hjá formanni sambandsins að árið 2010 voru óbundnar kosningar í 18 sveitarfélögum og þannig voru valdir 94 sveitarstjórnarmenn, aðal- og varamenn. Skynsamlegt væri að byrja að fara þá leið í fleiri sveitarfélögum og draga síðan lærdóm þar af frekar en að gera það í Alþingiskosningum. Kjark þarf til að stíga út fyrir þægindarammann og bjóða kjósendum í Garði raunhæfa leið til lýðræðisumbóta. Fyrir hönd N listans í Garði Jónína Holm Ingólfur Bárðarson rafverktaki fæddist í Keflavík 9. október 1937. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut þann 27. desember 2011. Ingólfur ólst upp í Njarðvík. Lauk sveinsprófi í rafvirkjun 1962. Ingólfur starfaði sem rafverktaki og rak sitt eigið fyrirtæki, Rafverkstæði IB fram á síðasta dag eða í 47 ár. Ingólfur átti sæti í bæjarstjórn Njarðvíkur 1982- 1994 eða í 12 ár og þar af forseti bæj- arstjórnar í 4 ár. Auk þess var hann varabæjarfulltrúi í 8 ár og sinnti fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir bæjarfélagið. Ingólfur starfaði mikið í félagsmálum. Hann sat í stjórn Raf- verktakafélags Suðurnesja, stjórn Landssambands íslenskra rafverk- taka, í rafveitunefnd Njarðvíkur, í stjórn og sem stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja, í Lionsklúbbi Njarðvíkur starfaði hann í rúm 40 ár. Hann var í Frímúrarareglunni frá 1985. Hann var í JC Suðurnes og sem forseti um skeið. Hann var einn af stofnendum Unghjónaklúbbsins og Nýja hjónaklúbbsins. Ingólfur sinnti ýmsum trúnaðarstörfum í Sjálfstæðis- flokknum frá 16 ára aldri, hann starf- aði í Sjálfstæðisfélaginu Njarðvíkingi í stjórn og sem formaður 1995-2004, sat í stjórn fulltrúaráðsins og í kjör- dæmaráði flokksins. Ingólfur starfaði í kirkjustarfi Ytri-Njarðvíkurkirkju allt frá byggingu kirkjunnar og í sóknarnefnd í allmörg ár og kom mörgum góðum málum í verk, sam- hliða því sat hann í stjórn Kirkjugarðs Njarðvíkur. Ingólfur var heiðursfélagi í JC Suðurnes, Melvin Jones félagi í Lionshreyfingunni og heiðursfélagi í Rafverktakafélagi Suðurnesja. Merkir Suðurnesjamenn Hvað ungur nemur, gamall temur Börn að leik á sólríkum degi á 17 júní í Garðinum um miðbik 20 aldar. Guðjón Björnsson (1876-1961) í Réttarholti, eigandi bátsins stendur við stafn hans. Um borð eru; Rúnar Guðmundsson, Guð- mundur Guðnason, Sveinn Björns- son, Ingigerður Guðnadóttir og Eiður Svanberg Guðnason. Guðjón í Réttarholti var líklega síðasti maður, sem fór fyrir Gerða- hólma undir seglum. Oft kom fólk af bæjunum niður í Rafnkelsstaða- vör, Kópu, til að kaupa í soðið, þegar Guðjón kom að. Ljósmynd: Svanhildur Ólafía Guðjónsdóttir (Lóa) Gamla myndin

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.