Reykjanes - 17.10.2013, Blaðsíða 8

Reykjanes - 17.10.2013, Blaðsíða 8
8 17. október 2013 Línuveiðar eru loksins hafnar Í síðasta pistli þá var sagt frá því að Tungfell BA sem rær frá Keflavík væri eini sæbjúgubátur landsins, það er reyndar ekki alveg rétt því að í Keflavík hefur Sandvíkingur ÁR verið líka á sæbjúguveiðum. Er beðist afsökunar á þessum miss- tökum. Sandvíkingur ÁR var með 28 tn í 10 róðrum í september og Tungufell BA 79 tn í 8 róðrum. Núna í október þá hefur Sandvíkingur ÁR landað 37 tonnum í 7 róðrum sem er mun meiri afli enn báturinn fékk allan september, stærsti róður báts- ins það sem af er október er 9,6 tonn. Tungufell BA er komið með 59 tonn í 6 róðrum. Línuveiðar eru loksins hafnar héðan frá Suðurnesjunum, enn í allt sumar og það sem af er hausti þá hafa allir smábátalínubátarnir verið við austan og norðanvert landið á línuveiðum. Óli Gísla HU var fyrsti báturinn hérna sem hóf veiðar á línu og landar í Sandgerði. Fyrsti róður bátsins var ansi góður eða tæp 7 tonn. Núna í okt þá hefur báturinn landað í Sandgerði 37 tonnum í 7 róðrum þar sem að stærsti róður- inn er tæp 9 tonn. Maggi Jóns KE hefur líka hafið veiðar enn hann er með balalínu og rær með 24 bala í róðri og hefur landað 4,5 tonnum í 2 róðrum. Máni II ÁR er líka í Sand- gerði og er með 8,2 tonn í 3 róðrum. Guðbjörg GK sem Stakkavík gerir út hefur landað í grindavík 1,7 tonni í einni löndun. Hinir bátarnir fara að týnast suður hvað og hverju og hefur reyndar fyrsti báturinn komið að austan og er það Daðey GK sem landaði 17,6 tonnum í 3 róðrum á Djúpavogi, kom síðan til Grinda- víkur og hefur landað þar 13,2 tonnum í 2 róðrum. Af þeim bátum sem eru fyrir austan og norðan má nefna t. d Von GK sem er með 35 tn í 6, Þórkatla GK 32 tn í 6, Óli á Stað GK 34 tn í 7. Á Skagaströnd eru nokkrir bátar, Guðmundur á Hópi GK er með 28 tn í 4, þar er líka Addi Afi GK sem er með 23 tn í 4, Muggur KE 24 tní 4 og Stella GK 22 tn í 4. Dúddi Gísla GK hefur landað 25 tn í 4 bæði á Skagaströnd og Bolungarvík. Ekki eru margir bátar á neta- veiðum enn þeir hafa samt afla ágætlega. Erling KE er með 88 tn í 3 mest af ufsa. Maron GK er með 10 tn í 6, Happasæll KE 5,5 tn í 5 og Askur GK 5,5 tn í 6. Sunna Líf KE er með 1 tn í 3. Siggi á Svölu Dís KE er hættur á makrílnum og kominn á skötuselinn og hann er kominn vestur á Arnarstapa og hefur landað þar 13,3 tonnum í 6 róðrum frá því um miðjan september. Dragnótaveiði er frekar treg, Grindavíkurbáturinn Farsæll GK er hæstur núna með 33 tn í 6 og mest 9,2 tn í róðri. Sigurfari GK er reyndar ekki langt á eftir með 31 tn í 7. Njáll RE er með 27 tn í 5 og mest tæp 9 tonn í róðri. Örn KE 24 tn í 4, Arn- þór GK 21 tn í 5, Siggi Bjarna GK 19 tn í 4 og Benni Sæm GK 7,3 tn í 3. Jóhanna Gísladóttir ÍS var aflahæsti línubátur landsins í sept- ember með um 514 tonn, hefur landað 45 tonn í einni löndun enn báturinn er búinn að vera að landa á Djúpavogi og Þingeyri. Sturla GK er með 112 tn í 2 landað á Djúpavogi. Páll Jónsson GK er með 92 tn í 2 , Tómas Þorvaldsson GK 110 tn í 2, Valdimar GK 94 tn í 2, Ágúst GK 145 tn í 2 og Sighvatur GK 44 tn í einni löndun enn allur þessi floti hefur landað á Djúpavogi. Þar er líka balabáturinn Gulltoppur GK sem er kominn með 36 tn í 7. Nokkuð merkilegt að sjá á þessu að Óli Gísla HU sem er að róa í Sand- gerði er kominn með meiri afla enn allir smábátarnir sem og Gulltoppur GK sem nefndir eru hérna að ofan. Daðey GK var fyrstur bátanna til þess að koma suður, og spurning hver kemur næst og hversu margir verða komnir þegar næsti pistill verður skrifaður. ? Gísli R. Aflafréttir Fjölbreytt félagastarf Í Garðinum eru starfandi mörg félög. Nokkur þeirra kynntu sína starf-semi á sýningunni í Íþróttamið- stöðinni. Reykjanes smellti nokkrum myndum af básunum. Sterkt samfélag í Garðinum Það var mikið um að vera í Íþróttamiðsöðinni í Garði helgina 4-6. október s. l. Stór- sýning í 49 básum, sem sýndu fyrir- tækin, félagasamtökin, stofnanir og listafólk Garðsins. Ásgeir Hjálmars- son var verkefnastjóri sýningarinnar. Í samtali við Reykjanes sagði hann sýninguna hafa tekist einstaklega vel. Um 3000 komu í Íþróttamiðstöðina um helgina. Ásgeir sagði að sýnendur væru yfir sig ánægðir með fjölda gesta og hversu vel tókst til. Sýningin sýnir svo sannarlega hversu fjölbreytt og sterkt samfélag er í Garðinum.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.