Reykjanes - 17.10.2013, Blaðsíða 14

Reykjanes - 17.10.2013, Blaðsíða 14
14 17. október 2013 Suðurnesjamenn marki sér stefnu í hjúkrunar­ og öldrunarmálum Aðalfundur 60+ á Suðurnesjum haldinn þriðjudagskvöldið 8. október hófst með því að látins félaga, Hilmars Jónssonar for- manns félagsins til margra ára, var minnst. Að því loknu var gengið til almennra aðalfundastarfa og ný stjórn kosin. Stjórn og varastjórn félagsins skipa þau Loftur H Jónsson formaður, Sigríður Jóhannesdóttir, Jón Ólafur Jónsson, Brynja Pétursdóttir, Sturla Þórðarson og Sigurður Ágústsson. Málefni eldri borgara voru í brennidepli á fundinum, skipan þjón- ustu við eldri borgara á Suðurnesjum og lífeyrismál. Haraldur L Haralds- son hagfræðingur fór yfir skýrslu sína um hjúkrunarheimilið Garðvang og hjúkrunarrými á Suðurnesjum og Árni Gunnarsson fyrrverandi al- þingismaður ræddi nýtt frumvarp um almannatryggingar, hagsmuni eldri borgara og lífeyrismál almennt. Aðalfundurinn samþykkti sam- hljóða tvær ályktanir: „Aðalfundur 60+ á Suðurnesjum haldinn 8. október 2013 fagnar því að á næsta ári mun nýtt 60 rúma hjúkr- unarheimila verða tekið í notkun á Nesvöllum. Fyrsta nýbygging fyrir sjúka aldraðra á Suðurnesjum reista á krepputímum af ríkisstjórn jafnað- armanna. En þörfin fyrir frekari uppbyggingu í þjónustu fyrir eldri borgara á Suðurnesjum er brýn. Áætlanir sýna að staðan verður verri á Suðurnesjum eftir 5 ár en hún er í dag – þrátt fyrir tilkomu nýja hjúkrunarheimilisins. Ef ekkert verður gert stefnir í að um 50 sjúkir aldraðir verði án þjónustu á hjúkrunarheimilum eftir 5 ár. Aðalfundurinn telur að marka beri sameiginlega stefnu sveitarfé- laganna á Suðurnesjum í málefnum eldri borgara á Suðurnesjum sem fyrst. Samstaða Suðurnesjamanna er grunnforsenda áframhaldandi upp- byggingar. Tryggja verður að ákvarð- anir sem teknar verða í náinni framtíð hafi hagsmuni Suðurnesja að leiðar- ljósi og að sveitarfélögin geri með sér samning um stjórnun og rekstur hjúkrunarheimila. Aðalfundurinn gerir lokaorð í mer- kri skýrslu Haraldar L Haraldssonar að sínum: Með hliðsjón af framanrituðu er hér lagt til að sveitarfélögin á Suðurnesjum marki sér sameiginlega stefnu í hjúkrunar- og öldrunarmálum fyrir Suðurnes með það að markmiði að tryggð verði öflug þjónusta á for- ræði heimamanna í þessum mála- flokkum á þeirra forsendum. ” „Aðalfundur 60+ á Suðurnesjum haldinn 8. október 2013 skorar á Al- þingi að greiða fyrir og samþykkja nýtt frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar sem lagt var fram á Alþingi snemma á þessu ári. Í frumvarpinu felast mikil- vægar og jákvæðar breytingar á hags- munum eldri borgara.“ Stjórn 60+ á Suðurnesjum beint frá verksmiðju Ódýrari Parketplankar P OK KA r EIG IN FRAMLEIðSLA VERKSMIÐJAN ARKET Síðumúla 31, 108 Reykjavík | www.parketverksmidjan.is Bundnar eða óbundnar kosningar til sveitarstjórnar? Að undanförnu hefur um-ræðan um persónukjör í sveitarstjórnarkosningum verið nokkur. Mér er umhugað um þetta málefni og hef kynnt mér hvað kosningalögin segja um það. Bundnar kosningar snúast um það að listar bjóða fram undir bókstaf. Á þessa lista er valið annaðhvort með uppstillingarnefnd eða lokuðu eða opnu prófkjöri, það leiðir til þess að aðeins hluti íbúa velur þá sem skipa framboðslistana til bæjarstjórnar, Óbundnar kosningar fara þannig fram að allir kjörgengir íbúar sveitar- félagsins eru í framboði með undan- tekningum í lögum, en framkvæmdin er yfirleitt sú að þeir aðilar sem áhuga hafa fyrir að bjóða sig fram til bæjar- stjórnar kynna sig fyrir kosningar í rituðu máli þannig að kjósendur vita fyrir kjördag hverjir hafa áhuga og geta því myndað sér skoðun á fram- bjóðendum og valið þá sem þeim líst best á án þess að þurfa að gera upp á milli lista. Er óbundin kosning flóknari en bundin hlutfallskosning? Á kosningavef Innanríkisráðuneyt- isins kemur eftirfarandi fram: Óbundin kosning er flóknari að því leyti að kjósandi verður helst að vera búinn að ákveða hvernig hann kýs áður en hann mætir á kjörstað til að geta ritað rétt nöfn og heimili þeirra aðal- og varamanna sem hann hyggst greiða atkvæði. Ekkert er því til fyrirstöðu að kjósandi riti slíkar upplýsingar á blað sér til minnis og hafi það sér til stuðnings í kjörklefa á meðan hann greiðir atkvæði. Með því móti þarf sjálf kosningarathöfnin ekki að verða flóknari en bundin hlut- fallskosning. Áður en valið er hvor leiðin er farin má benda á 10. kafla Sveitarstjórn- arlaga nr 138/2011: Samráð við íbúa. 102 gr. Réttur íbúa til áhrifa á stjórn sveitarfélags. 107 gr. Íbúakosningar 108 gr. Frumkvæði íbúa sveitar- félags Benda má líka á: Ákvæði til bráðabirgða. Sveitarstjórn er heimilt að beita ákvæðum reglugerðarinnar við framkvæmd rafrænna íbúakannana eftir því sem við á. Vil ég hvetja núverandi bæjar- stjórnarfulltrúa, væntanlega fram- bjóðendur til sveitarstjórnar 2014 og kjósendur í Garði til að kynna sér þetta vel og tjá sig um það. Jóhannes S. Guðmundsson áhugamaður um persónukjör og íbúalýðræði Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.