Reykjanes - 31.10.2013, Blaðsíða 4

Reykjanes - 31.10.2013, Blaðsíða 4
4 31. október 2013 Verður nauðungar- sölum frestað? Elsa Lára Arnardóttir þingmaður Framsóknarflokksins hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til innanríkisráðherra varðandi frest á nauðungarsölum, 1. Er ráðherra reiðubúinn að grípa til aðgerða til að lengja samþykkisfrest á nauðungarsölum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum meðan beðið er aðgerða ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna og álits EFTA-dómstólsins á lögmæti verð- tryggingar á fasteignalánum sem Hæstiréttur hefur óskað eftir? 2. Er ráðherra reiðubúinn að leggja til að samþykkisfrestur verði lengdur úr þremur vikum í sex mánuði þegar um einstakling er að ræða sem á lög- heimili í þeirri fasteign sem krafist er uppboðs á vegna fasteignaveðlána? Silja Dögg Gunnarsdóttir Framsóknarflokk- urinn ætlar svo sannarlega að standa við stóru loforðin Silja Dögg Gunnarsdóttir þing-maður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi hefur flutt þingsályktunartillögu þess efnis að Landhelgisgæslan verði flutt til Keflavíkur. Reykjanes heyrði aðeins hljóðið í Silju Dögg varðandi þetta mál og fleiri. Er þetta ekki bara sýndartillaga? Er ekki tómt mál að tala um að Land- helgisgæslan verði flutt. Þetta hefur áður verið rætt. Ögmundur þáver- andi ráðherra sló þetta harkalega út af borðinu. Verður það ekki alveg sama niðurstaðan núna? "Nei, þetta er ekki sýndartillaga. Mér dytti ekki í hug að leggja fram þingsályktunartillögu nema að ég hefði trú á henna. Það er rétt að þetta hefur áður verið rætt en mér þykir málið það gott að ég tel mikilvægt að halda því á lofti. Að mínu mati hefur framtíðarstaðsetning Land- helgisgæslunnar ekki verið fundin. Aðstaða þyrludeildarinnar á Reykja- víkurflugvelli er óviðunandi og starf- semin dreifð. Stækkunarmöguleikar þar eru ekki til staðar en á Ásbrú er nægt landrými og velvilji sveitarfélaga á svæðinu til staðar. Njarðvíkurhöfn væri alveg upplögð fyrir skipaflota gæslunnar. Ég tel að með því að flytja starfsemina á Ásbrú þá sé hægt að bæta starfsaðstöðu Landhelgisgæsl- unnar umtalsvert til framtíðar. Ertu með einhver önnur mál á prjón- unum til að leggja fram á Alþingi? Ég hef þegar lagt fram þrjú frum- vörp. Fyrsta frumvarpið fjallar um breytingu á fánalögum en það fjallar um að heimilt sé að nota þjóðfánann við markaðssetningu á íslenskum vörum. Annað frumvarp fjallar um breytingar á fánatímanum, þ.e. að hann megi vera uppi allan sólar- hringinn yfir hásumartímann og alltaf ef hann er flóðlýstur. Þriðja frumvarpið fjallar um breytingar á lögum um líffæragjöf. Nú eru lögin þannig að gert er ráð fyrir að fólk vilji ekki gefa líffærin sín nema að það hafi skráð að það vilji gefa en ég vil breyta lögunum þannig að það sé gert ráð fyrir því að fólk vilji gefa líffæri (ætlað samþykki) nema að það hafi skráð að það vilji það ekki. Öll þessi mál hafa verið flutt áður. Mér þykja þau öll góð og vona að þau fáist samþykkt á þessu þingi. Ég hef einnig lagt fram nokkrar skriflegar fyrirspurnir til ráðherra varðandi sjúkraflug, sóknargjöld og fangelsismál. Ég hef einnig verið með fyrirspurn til ráðherra um hjúkr- unarheimili á Suðurnesjum. Hvernig er með atvinnumálin hér á Suðurnesjum. Átti ekki allt að breytast til hins betra með nýrri ríkisstjórn? Hefur eitthvað breyst frá stopp stefnu Vinstri stjórnarinnar? Atvinnuleysi á Suðurnesjum fer minnkandi, sem betur fer, og nú eru mörg spennandi verkefni í pípunum. Ég veit þó ekki hvort rétt sé að þakka núverandi ríkisstjórn sérsaklega fyrir það þar sem hún hefur einungis verið við stjórnvölinn í sex mánuði, sem er ekki langur tími. Fiskeldisfyrirtæki hefur t.d. nýlega hafið starfsemi á Reykjanesi, flugstöðin hefur verið stækkuð verulega og þar eru miklir vaxtamöguleikar varðandi atvinnu- uppbyggingu, mikil gróska er hjá nýsköpunarfyrirtækjum og öðrum fyrirtækju á Ásbrú og einnig hjá ferða- þjónustufyrirtækjum á svæðinu. Hvað varðar framtíðina og samanburð við vinstristjórnina þá er svarið já. Auð- vitað mun folk finna fyrir breytingu með nýrri ríkisstjórn. Núverandi rík- isstjórn hefur m..a á stefnuskrá sinni að einfalda starfsumhverfi fyrirtækja, sérstaklega lítilla og meðalstórra. Ein- falda allt relgluverk og skattkerfið. Ég tel að það hljóti að verða til mikilla bóta og efla atvinnulífið. Nú eru liðnir 6 mánuðir frá því ríkis- stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks tók við völdum. Þau voru fögur loforðin um skuldaleiðréttingu heimil- anna og fleiri atriði sem áttu að koma til hjálpar. Enn hefur ekkert bólað á úr- ræðum. Munu mánuðirnar áfram líða einn af öðrum án þess að nokkuð gerist. Áfram er haldið að bjóða upp húsnæði fólks,þannig að fleiri og fleiri lenda í vandræðum.Ætlar Framsóknarflokk- urinn virkilega ekki að standa við stóru loforðin? Fyrir sex mánuðum var undirrit- aður stjórnarsáttmáli á milli Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Sá sáttmáli er í fullu gildi við erum öll að vinna samkvæmt honum. Ráð- herrarnir okkar mun leggja fram fjölmörg frumvörp á næstu vikum og mánuðum sem ég tel að verði flest öll til mikilla bóta, bæði fyrir heim- ilin, fyrirtækin og fólkið í landinu. Samkvæmt mínum upplýsingum þá gengur vinna starfshópa um skulda- léðréttingu og afnám verðtryggingar mjög vel og er samkvæmt áætlun. Skuldaléðréttingarhópurinn á að skila af sér í nóvember. Engin loforð hafa verið svikin og þau verða ekki svikin. Til þess vorum við kosin og við leggjum okkur öll fram við að standa okkur. Sveitarfélagið Vogar Rekstur samkvæmt áætlun og skuldir minnka Um þessar mundir vinna sveitarfélög landsins að fjár-hagsáætlunum sínum fyrir árið 2014. Dagana 3. og 4. október hélt Samband íslenskra sveitarfélaga árlega fjármálaráðstefnu sína, þar sem m.a. voru kynntar helstu forsendur fyrir næsta ár auk þess sem farið var yfir rekstur og efnahag sveitarfélaganna í landinu almennt. Góður árangur hefur náðst þegar á heildina er litið, skuldir hafa lækkað, tekjur aukist og útgjöld minnkað. Fréttastofa RÚV flutti fréttir af ráðstefnunni og vakti m.a. athygli á því að sum sveitarfélög glímdu við erfiðan rekstur og mikla skuldasöfnun, að mati Sambands íslenskra sveitar- félaga. Jafnframt var fullyrt að m.a. Sveitarfélagið Vogar fengju ekki nægt fé úr rekstrinum fyrir daglegum út- gjöldum. Í tilefni þessa fréttaflutnings vill sveitarfélagið koma eftirfarandi á framfæri: Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs samkvæmt ársreikningi árið 2012 var jákvæð (þ.e. tekjur umfram gjöld) um tæpar 180 m.kr. Í sjóðsstreymisyfirliti er rekstrarniðurstaðan leiðrétt vegna liða sem ekki hafa áhrif á fjárhags- streymi, þannig að fundin er stærðin „Veltufé frá rekstri“. Sú tala var neikvæð í ársreikningnum um 17 m.kr., eða sem nemur 6,1% af tekjum. Af þessu má ráða að rekstur bæjarsjóðs hafi ekki átt fyrir daglegum útgjöldum. Frá því er að segja að í upphafi þessa árs (2013) kom loks til framkvæmda upp- gjör við Eignarhaldsfélagið Fasteign (EFF) í kjölfar fjárhagslegrar endur- skipulagningar félagsins. Skuldbinding vegna leigusamninga lækkuðu umtals- vert, auk þess sem afsláttur fékkst af leigugjöldum og var það afturvirkt til miðs árs 2011. Við frágang ársreikn- ings sveitarfélagsins fyrir árið 2012 var ákveðið að taka einungis hluta fjár- hæðarinnar sem kom til leiðréttingar inn í rekstrarreikning ársins. Hinn hlutinn var meðhöndlaður beint í fjár- streyminu sem leiðréttingarfærsla. Við útleiðingu á fyrrgreindu veltufé er hins vegar öll fjárhæðin tekin með þ.m.t. vegna fyrri ára. Hefði einvörðungu verið tekin sú fjárhæð sem færð er á rekstur hefði veltufé frá rekstri verið jákvætt um 54 m.kr., en ekki neikvætt um 17 m.kr. í samræmi við framsetta fjárhagsáætlun er gerð var í maí sl. við gerð viðauka við fjárhagsáætlun vegna endurskipulagningar á EFF. Þetta snýst því um framsetningu í ársreikningi. Reikningsskilaaðferðir og reikningsskilastaðla má túlka mis- jafnlega, að mati sumra fagaðila er jafnvel talið óeðlilegt að taka alla fjár- hæðina út úr veltufé frá rekstri við gerð sjóðsstreymis árið 2012, heldur ættu rúmar 71 millj. kr. vegna niðurfell- inga á viðskiptareikningi við EFF o.fl. að fara sem breyting á svokölluðum rekstrartengdum kröfum. Framsetning þessi hefur engin áhrif á fyrri áætlanir sveitarfélagsins, enda er handbært fé frá rekstri ávallt hið sama hvaða fram- setning sem valin er á fyrra árs leið- réttingum vegna EFF. Skuldahlutfall bæjarsjóðs er sagt vera í fréttaflutningi 212% af tekjum, en má samkvæmt fjármálareglum vera 150% af tekjum að hámarki. Hér ber að hafa í huga að til eru tvö hugtök: skuldahlutfall og skuldaviðmið. Þegar skuldahlutfall er reiknað eru skuldir bæjarsjóðs reiknaðar út sem hlutfall af tekjum samkvæmt ársreikningi, en þegar skuldaviðmið er reiknað er hins vegar gert ráð fyrir peningalegum eignum til lækkunar, samkvæmt heim- ild í fjármálareglum sveitarfélaga. Í tilviki Sveitarfélagsins Voga voru tæp- lega 700 m.kr. inni í banka um síð- ustu áramót, þ.e. eign Framfarasjóðs. Skuldaviðmiðið í árslok 2012 er um 105%, en samkvæmt fjármálareglunum er hámarksskuldaviðmið 150% eins og áður segir og því stenst sveitarfé- lagið það viðmið og gott betur. Fyrr á þessu ári keypti sveitarfélagið fasteignir Stóru-Vogaskóla af EFF, kaupverðið var um 630 m.kr. Kaupverðið var staðgreitt án þess að tekin væru lán, inneignin í Framfarasjóði var nýtt til að fjármagna kaupin. Fyrir liggur því að raunveru- legt skuldahlutfall er nú þegar komið niður undir 100%. Í árslok 2014 mun sveitarfélagið væntanlega leysa til sín fasteignir Íþróttamiðstöðvarinnar af EFF, þá er gert ráð fyrir lántöku að fjár- hæð 400 m.kr. Það er líka rétt að árétta að sveitarfélagið skuldar engar lang- tímaskuldir, einungis leigusamninga við EFF og Búmenn (um 236 m.kr). Eftir að búið er að kaupa fasteignirnar af EFF eru því skuldir sveitarfélagsins áætlaðar um 636 m.kr., eða um 95% af tekjunum. Reksturinn árið 2013 er í öllum meginatriðum í samræmi við fjár- hagsáætlun, sem gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan verði jákvæð um tæpar 4 m.kr. og að veltufé frá rekstri verði jákvætt um 83 m.kr. Skuldir sveitarfélagsins hafa nú þegar lækkað á árinu um 630 m.kr. og því vel innan viðmunarmarka. Samantekið í stuttu máli: 1. Reksturinn er í járnum en réttu megin við strikið 2. Veltufé frá rekstri í árslok 2013 verður jákvætt (u.þ.b. 10% af tekjum) 3. Skuldir sveitarfélagsins eru nú þegar vel innan viðmiðunarmarka fjár- málareglna sveitarstjórnarlaganna. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri elsa Lára Arnardóttir Vel launuð störf til Reykjavíkur Atvinnu- og hafnarráð Reykjanes-bæjar lýsir yfir áhyggjum á færslu vel launaðra starfa hjá Isavia í aðal- flugumsjón frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur. Mest til menningar- mála í Garði Sveitarfélögin eru á mjög svip-uðu róli þegar kemur að því hve miklu er varið til menningarmála. Garðurinn hefur þar vinninginn hvað varðar framlag á hvern íbúa. Skoðum þetta. Garður kr. 26.574 á íbúa. Grindavík kr. 19.347 á íbúa. Reykjanesb. kr. 19.200 á íbúa. Sandgerði kr. 22.448 á íbúa. Vogar kr. 23.933 á íbúa. Reykja neshöfn tekur lán Á fundi bæjarstjórnar Reykjanes-bæjat 15.október s.l. var sam- þykkt að veita óskipta ábyrgð vegna láns sem Reykjaneshöfn tekur hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Upphæðin sem Reykjaneshöfn tekur að láni er kr. 55 milljónir.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.