Reykjanes - 31.10.2013, Blaðsíða 10

Reykjanes - 31.10.2013, Blaðsíða 10
10 31. október 2013 Sandgerðingar greiða mest til atvinnumála Það kemur fram í ársreikningum sveitarfélaga fyrir árið 2012 að Sandgerðingar greiða mest til atvinnumála af sveitarfélögunum hér á Suðurnesjum. Skoðum hve háar greiðslur eru til þessa málaflokks á hvern íbúa. Garður kr. 4505 á íbúa. Grindavík kr. 10.107 á íbúa. Reykjanesb. kr. 5.358 á íbúa. Sandgerði kr. 13.493 á íbúa. Vogar kr. 1.788 á íbúa. Árshátíð eldri borgara á Suðurnesjum Nýlega fór árshátíð eldri borg-ara fram.Ágætis mæting var í Stapann og skemmtu 160 gestir sér vel. Sólborg og Sigríður Guðbrandsdætur sungu nokkur lög og Arnar Ingi Tryggvason var með uppistand. Kristján Jóhannsson var veislustjóri og hljómsveiti Húsbandið lék fyrir dansi,en Birta Rós Arnórs- dóttir söng með hljómsveitinni. Margir fóru með góða vinninga heim úr happdrættinu,en allan heiður- inn aaf söfnum vinninga á Jón Borg- arson. Fyrirtækin eiga heiður skilinn fyrir hvað þau eru gjafmild. Hér koma nokkrar svipmyndir frá árshátíðinni. Grindavík: Framkvæmdum miðar vel Framkvæmdir við viðbyggingu grunnskólans þar sem verður nýtt bókasafn og tónlistarskóli ganga vel. Búið er að steypa upp báðar hæðirnar og verið að byggja nýjan inngang fyrir skólann sem tilbúinn verður um áramót. Í kjallara verða tæknirými og geymslur fyrir grunnskólann, bókasafnið og tónlistarskólann. Á 1. hæð verður bókasafn. Gert er ráð fyrir að á bókasafninu verði góð vinnuað- staða fyrir gesti, skrifstofa, gott lestrarher- bergi og starfsmannaaðstaða. Á safninu verður verkum Guðbergs Bergssonar gerð góð skil og hægt verður að nálgast öll hans verk á aðgengilegan hátt. Á 2. hæð verður tónlistarskóli. Gert er ráð fyrir að í tónlistarskólanum verði tvær skrifstofur, vinnuaðstaða fyrir kennara, fjórar kennslustofur, hljóðver, ásamt sal sem hægt er að skipta í tvær einingar. (Heimasíða Grindavíkur)

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.