Reykjanes - 31.10.2013, Blaðsíða 12

Reykjanes - 31.10.2013, Blaðsíða 12
1,2 KG. BOLLUR 1150 KR. 1 KG. KLATTAR 1250 KR.. 1 KG. NÆTURSALTAÐUR ÞORSKUR 1300 KR. 1 KG. ÝSA Í RASPI 1300 KR. TILBOÐSKASSI PÖNTUNARSÍMI 8945372 OG MAIL skatin@simnet.is HEIMSENDINGAÞJÓNUSTA Viking sjáVarfang www.3frakkar.com - Sími: 552-3939 Þær eru guðdómlegar, gratíneraðar gellurnar ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939 Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00 Opið um helgar frá 18:00 - 23:00 frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar Þrír Frakkar Café & Restaurant Ferskur léttsteiktur bláugga- túnfiskur m/soya-smjörsósu og wasabi-kartöflumús Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is Flottur haustfatnaður fyrir flottar konur St. 38-58 31. október 201312 Aðalfundur SSS ályktar Nýlega fór fram aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Þar koma sveitarstjórnarmenn á svæðinu til fundar og ræða okkar hagsmunamál. Nokkrar ályktanir voru samþykktar á aðalfundinum og birtum við í þessu blaði eina þeirra. Ályktun um hjúkrunar- þjónustu við aldraða Aðalfundur S.S.S. sem haldinn er í Reykjanesbæ 11. – 12. október 2013 gerir ríka kröfu um að stjórnvöld tryggi að aldraðir íbúar á Suðurnesjum fái notið hjúkr- unarþjónustu í samræmi við þarfir. Samkvæmt skýrslu Haraldar Líndal Haraldssonar,“Garðvangur, hjúkr- unarheimili“, kemur í ljós að Suðurnes hafa setið eftir í samanburði við aðra landshluta hvað varðar fjölda hjúkr- unarrýma miðað við þörf. Aðalfundurinn bendir á að verulega vantar upp á að framboð á hjúkrunar- þjónustu við aldraða á Suðurnesjum uppfylli þörf fyrir þjónustuna og standist samanburð við önnur heil- brigðisumdæmi í landinu. Þá vekur aðalfundur S.S.S athygli á því að mikið vantar uppá að fjármunir sem skatt- greiðendur greiða í Framkvæmdasjóð aldraðra séu nýttir til uppbyggingar hjúkrunarþjónustu fyrir aldraða í landinu. Á næsta ári verður nýtt hjúkr- unarheimili tekið í notkun að Nes- völlum í Reykjanesbæ, en þrátt fyrir það verður raunveruleg fjölgun hjúkrunarrýma á Suðurnesjum óveruleg. Aðalfundur S.S.S. telur ljóst að þrátt fyrir að öll þau hjúkr- unarrými fyrir aldraða sem heimild er fyrir á Suðurnesjum verði nýtt, auk óverulegrar fjölgunar með til- komu nýs hjúkrunarheimilis að Nes- völlum, þá uppfylli þau engan veginn áætlaða þörf fyrir hjúkrunarrými á Suðurnesjum. Sú staðreynd er með öllu óásættan- leg fyrir íbúa Suðurnesja og gerir aðal- fundurinn því þá kröfu til stjórnvalda að þau standi með sveitarfélögunum á Suðurnesjum í þeirri viðleitni að byggja upp hjúkrunarþjónustu við aldraða sem uppfyllir þörf og stenst samanburð við önnur heilbrigðis- umdæmi landsins. Gamalt bátaspil í Gufuskálavör Á árabilinu 1631 til 1910 hafa svo vitað sé 14 skip og bátar farist er gengu úr Leirunni. Á þessum fleytum fórust 68 menn, þar af tvær konur. 23 menn fórust á þessu tímabili af Gufuskálaskipunum, 15 af Litla-Hólmsskipunum og 8 af Stóra-Hólmsskipunum, en færri af öðrum. Leirubændur og hjáleigumenn áttu nær allir árafleytur til sjósóknar — þó ekki allir vertíðarskip. Voru þeir er smærri fleyturnar áttu þá vetrarver- tíðarsjómenn á stærri skipunum. Eins- töku réru þó árið um kring á sínum bátum, 2—4 manna förum. Gamla myndin Gamalt bátaspil sem stóð í Gufaskálavör í Leiru Ljósmynd Magnús Gíslason

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.