Reykjanes - 31.10.2013, Blaðsíða 14

Reykjanes - 31.10.2013, Blaðsíða 14
14 31. október 2013 UM HVE RFISMERKI Prentgripur 141 825 Suðurhraun 1 Garðabæ Sími: 59 50 300 www.isafold.is VIÐ PRENTUM Bækur • Tímarit • Fyrir skrifstofuna • Bæklinga • Kynningarefni • Dagblöð Fjölpóstur • Stafræn prentun • Allskonar! QASHQAI einn vinsælasti sportjeppi landsins Reykjanes leit við á GE bílasölu og skoðaði QASHQAI jeppann. Virkilega flottur bíll, ótrúlega vel útbúinn staðaútbúnaði. Hægt er að fá bílinn 5 manna eða 7 manna. Einnig hægt að velja um bensín eða dísel bíll. QASHQAI er neyslugrannur bíll. Sjálf- skiptur bensínbíll eyðir í blömduðum akstri 8,0 . Sjálfskiptur díselbíll eyðir í blönduðum akstri 7,2. Verð á QASHQAI er frá rúmum 5 milljónum uppí rúmar 6 milljónir. Þessi bíll hefur notið mikilla vinsælda en álitlegur kostur fyrir þá sem er í jeppahugleiðingum. Netaveiðar ganga nokkuð vel Ekki hefur orðið mikil fjölgun línubátanna hérna sunn-anlands enn Dúddi Gísla GK er þó kominn til Grindavíkur á veiðar. Afli smábátanna yfir 10 BT stefnir í að verða nokkuð góður og núna er Von GK hæst með 109 tonn í 18 róðrum. Gísli Súrsson GK er með 97 tn í 19. Þórkatla GK 93 tn í 19. Auður Vésteins SU 89 tn í 19, Óli á Stað GK 86 tn í 19, Daðey GK 83 tn í 17 og af þeim afla eru 65 tonn landað í Sandgerði og Grindavík. Hópsnes GK er með 79 tn í 19. Muggur KE sem er á balalínu og landar á Skaga- strönd er með 72 tn í 12. Bergur Vigfús GK 69 tn í 16. Óli Gísla HU 68 tn í 16 sem öllu hefur verið landað í Sandgerði. Dúddi Gísla GK 63 tn í 12. Pálína Ágústdóttir GK 56 tn í 16. Stella GK 46 tonn í 8 landað á Skagaströnd og er báturinn á bala- línu. Dóri GK 32 tn í 6, Rán GK 30 tn í 10 og Maggi Jóns KE 15 tn í 7. Af minni bátunum þá er Addi Afi GK með 44 tonn í 8 róðrum. Nokkuð langt er í næsta bát sem er Diddi KE sem er með 9 tonn í 4. Birta Dís GK er með 8 tn í 3, Sæfari GK 7,5 tn í 11 á handfærum. Bót HF 7 tn í 11 líka á handfærum. Netaveiðarnar ganga nokkuð vel og er Erling KE kominn með 173 tonn í 6 róðrum og mest 44 tonn í einni löndun. Maron GK er með 30 tn í 15. Askur GK sem er stærsti báturinn sem er gerður út á net frá Grindavík er með 13 tn í 18 róðrum. Happa- sæll KE 11 tn í 8. Svala Dís KE er á Arnarstapa á skötuselsveiðum og er með 20 tn í 9 róðrum. Ekkert mok er á dragnótinni enda er iðulega dræmur dragnótaafli á þessum haustmánuðum fram til ára- mótanna. Örn KE er hæstur með 73 tn í 12 róðrum. Farsæll GK 57 tn í 12, Njáll RE 44 tn í 11. Sigurfari GK 41 tn í 9, Siggi Bjarna GK 40 tn í 12, Benni Sæm GK 39 tn í 12, Arnþór GK 35 tní 11. Sæbjúguveiði bátanna tveggja í Keflavík er nokkuð góð og er Tungu- fell BA með 117 tonn í 11 róðrum og mest 17 tonn í einni löndun. Sandvíkingur ÁR er með 74 tonn í 12 róðrum og mest 10 tonn í einni löndun. Stóru línubátarnir eru að landa útum allt land og er Jóhanna Gísla- dóttir ÍS með 350 tonn í 4 róðrum og mest 126 tonn í einni löndun sem öllu hefur verið landað á Þingeyri. Ágúst GK er með 327 tonn í 7 og öllu landað á Djúpavogi. Páll Jónsson GK er með 300 tonn í 5. Kristín ÞH 297 tonn í 5. Balabáturinn Gulltoppur GK hefur landað 111 tonnum í 18 róðrum öllu á Djúpavogi. Og nýr bátur hefur hafið línuveiðar og er það stálbáturinn Birta SH sem rær frá Sandgerði og er beitt af bátnum í beitningaþjónustunni þar í bæ. Hefur báturinn landað tæpum7 tonnum í 2 róðrum. Gísli R. Aflafréttir Skólaþing í Garði Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs samþykkti á fundi þann 2. október sl. að haldið verði áfram að þróa og bæta skóla- stefnu sveitarfélagsins. Í framhaldi af því hefur verið skipaður sérstakur stýrihópur sem heldur utan um verk- efnið. Ágæt skólastefna var unnin fyrir nokkrum árum og gilti hún fyrir árin 2007 – 2010, nú er unnið að endur- skoðun hennar og stigin verða næstu skref. Stýrihópur um skólastefnu hefur ákveðið að boða til sérstaks skólaþings dagana 11. og 13. nóvember 2013. Unnið verður með öllum nemendum leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla mánudaginn 11. nóvember. Miðviku- daginn 13. nóvember er öllum þeim sem hafa hagsmuni og áhuga á skóla- starfi boðið til skólaþings, sem hefst þann dag kl. 17:30 í Gerðaskóla. Stýrihópur um skólastefnu hvetur Garðbúa til að mæta til skólaþings og hafa þannig áhrif á stefnumótum í skólamálum í Garði fyrir næstu ár. Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.