Reykjanes - 14.11.2013, Blaðsíða 9

Reykjanes - 14.11.2013, Blaðsíða 9
14. nóvember 2013 9 Jólaveisla á Ránni Ráin er einn þekktasti veitinga-og skemmtistaður á Suðurnesjum. Reykjanes leit við einn daginn og hitti Vífil eiganda og rekstraraðila Ránnar. Við erum að sigla inní 25 árið sagði Björn Vífill Þorleifsson. Ég hef verið svo heppinn að hafa ávallt úrvals- fólk og fagfólk í vinnu hjá mér. Nú nálgast jólin og eins og síðustu ár býður Ráin upp á glæsilegt jólahlað- borð. Réttara að segja að hér væri á ferðinni jólaveisla því auk hlaðborðsins er boðið uppá topp skemmtun. Í ár er það Helgi Björns, sem ætlar að sjá um að skemmta gestum. Helgarnar sem með jólahlaðborði og skemmtun eru: 29. og 30. nóv. ,6. og 7. des og 13. og 14. des. Vífill og Mark Kr. Brink matreiðslu- meistari sögðu mér aðeins frá jólahlað- borðinu. Þar er boðið upp á glæsilegar og fjölbreyttar kræsingar. Vífill sagði að í desember væri jafn- framt boðið uppá jólakabarétt disk í hádeginu. Einstalega hagstætt verð. Eins og vegfarendur sjá sem eiga leið framhjá Ránni er boðið uppá flottan hádgeismatseðil á hagstæðu verði. Það er alveg sérstöl tilfinning að sitja inni í hinu gallega veitingasal með fal- lega útsýnið yfir Flóann. Hér koma myndir frá Ránni, þar sem m. a. eru þeir Vífill Þorleifsson og Mark Kr. Brink fyrir framan auglýsingaskiltið um jólaveisluna. Myndlistarsýning í Álfagerði Mánudaginn 4. nóvember kl. 13: 30 opnar mynd-listarsýning í Álfagerði í Vogum. Sýningu lýkur miðviku- daginn 8. janúar. Sýnendur eru Sigrún Guðmundsdóttir og Jesús Loayza. Sigrún Guðmundsdóttir fæddist árið 1942 í Reykjavík. Hún nam myndlist við Statens Kunstakademi í Osló. Hún kenndi til fjölda ára í Myndlistaskólanum í Reykjavík og Myndlista- og handíðaskóla Íslands/ Listaháskóla Íslands þar sem hún var skorarstjóri skúlptúrskorar í níu ár. Sigrún vinnur í ýmis efni þó fyrst og fremst í málm og tré. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum sýn- ingum hér á landi og erlendis. Hún er stofnfélagi og heiðursmeðlimur í Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík. Sigrún sýnir hér módelstúdíur þar sem hún reynir að fanga augnablikið, hreyfingu og form. Jesús Loayza fæddist í Callao í Perú árið 1972. Hann nam myndlist við listaháskólann Escuela Nacional Superior Autónoma de Bellas Artes del Perú. Í Perú vann hann jafnt að myndlist og forvörslu listaverka. Hann vinnur verk sín í ýmsa miðla svo sem olíuliti, blek, teikningu, málma og svo mætti áfram telja. Hann hefur sýnt á fjölmörgum stöðum hér á landi sem og erlendis. Myndir Jesús eru portrettmyndir sem sýna ljóðræna túlkun hans á frumbyggjum heimalandsins Perú. Allir velkomnir. Sýningin er opin mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga milli kl. 13 og 17. Mynd: Jesús Loayza – Ung stúlka frá Perú Hátækni gróðurhús með 125 ný störf Hollenska fjárfestingafyrir-tækið EsBro hélt nýlega opinn kynningarfund í Grindavík um fyr- irhugað hátækni tómatagróðurhús vestur af Grindavík. Gróðurhúsið er engin smá smíði eða 15 hektarar sem lætur nærri að vera 20 fótboltavellir að stærð. Er hér um risa fjárfestingu að ræða eða nokkra milljarða króna. Til stendur að framleiða tómata til útflutnings, aðallega til Bretlands. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri opnaði fundinn og fór yfir stöðu skipulagsmála. Starfsemin er í sam- ræmi við aðalskipulag Grindavíkur- bæjar, en deiliskipulagsvinna er fyrir höndum. Hollendingarnir hafa sótt um tæplega 28 ha lóð á iðnaðarsvæði I5. Fram kom í máli fulltrúa EsBro Investment Group að fyrirtækið er skráð í Hollandi og hefur áður komið á fót sambærilegum verkefnum Þýskalandi og Úkraínu. Það sérhæfir sig í fjárfestingu í matvælaiðnaðinum og þá sérstaklega í gróðurhúsum. Ástæða þess að fyrirtækið lítur til Íslands er græn og ódýr orka, hér er starfsfólk fyrir hendi en talið er að tómatagróðurhúsið veiti um 125 manns at- vinnu. Lagði fulltrúi EsBro áherslu á að um spennandi störf væri að ræða í há- tækni gróðurhúsum. Grindavík varð fyrir valinu þar sem samgöngur eru góðar og gott aðgengi að orku. Mikill hugur er í Hollendingunum. Deiliskipulagsvinna fer bráðlega í gang og vilja þeir hefja framleiðslu næsta haust ef allt gengur upp. Í kynningu fyrirtækisins á umhverfis- áhrifum gróðurhúsanna kom fram að með þeirri byggingutækni sem þeir ráða yfir muni þeim takast að skerma 95 til 99% ljósmengunar og hún sé því óveruleg. Þá verður ekki kveikt á ljósum í gróðurhúsum allan sólarhringinn því slökkt verður að meðaltali í 6 klukkutíma á hverjum sólarhring. Gert er ráð fyrir að vatn sé endurnýtt og því verði affall lítið sem ekkert frá gróðurhúsinu og það því sjálfbært hvað það varðar. Líflegar umræður voru að loknum erindunum. Fyrst og fremst var það ljósmengun sem fundargestir spurðu um sem og nálægð við golfvöllinn. Grindavík: 115 milljóna króna afgangur Við fyrri umræðu um fjár-hagsáætlun Grindavíkur-bæjar 2014-2017 kom fram að áætlað er að um 115 millj- óna króna afgangur verði af rekstri samstæðu. Veltufé frá rekstri verði 325 milljónir og eigið fé samstæðu 7.908 milljónir. Enn er nokkur óvissa um framlög Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga og einstaka gjaldaliði sem munu skýrast fyrir síðari umræðu, ásamt áætlun um framkvæmdir og fjárfestingar. Forseti bæjarstjórnar lagði til að boðað verði til íbúafundar þann 11. nóvember næstkomandi þar sem fjárhagsleg staða sveitarfélagsins verði kynnt og helstu atriði fjár- hagsáætlunarinnar. Síðari umræða í bæjarstjórn verður 26. nóvember næstkomandi. (Heimasíða Grindavíkur)

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.