Reykjanes - 28.11.2013, Blaðsíða 8

Reykjanes - 28.11.2013, Blaðsíða 8
8 28. nóvember 2013 Virðing Ábyrgð Árangur Ánægja Skólaþing í Gerðaskóla var haldið miðvikudaginn 13. nóvember. Dagskráin hófst með stuttu inn- gangserindi Kristínar Hreinsdóttur starfsmanns skólaskrifstofu Suður- lands. Talaði hún m. a. um grunn- skólalög og um nýja aðalnámskrá. Að því loknu hófurt þingstörf undir stjórn Sigurjóns Þórðarsonar. Um 60 manns sóttu þingið sem tókst í alla staði mjög vel. Svo á vitanlega eftir að fara yfir niðurstöður þinggesta. Stýrihópurinn fær nú það verkefni að vinna úr til- lögum nemenda leik- og grunnskóla og þinggesta. Spennt að vinna úr niðurstöðunum Skólaþing var nýlega haldið í Garðinum eins og fram kemur í blaðinu í dag. Reykjanes hafði samband við Herborgu Hjálmarsdóttur form. skólanefndar og spurði hvernig til hefði tekist. Herborg sagðist hafa viljað sjá betri mætingu, en þeir sem mættu voru rosalega ánægðir. Unnið var í hópum, þar sem farið var yfir skóla- starfið og hvernig mætti bæta það enn frekar. Hver hópur kynnti svo helstu niðurstöður. Herborg sagði að það væru nú mjög spennandi tímar framundan við að vinna úr niðurstöðunum. Keppt í bardagalist Á dögunum fór fram keppni í MMA (Mixed Martial Arts) bardaglist milli Mjölnis úr Reykjavík og Sleipnis úr Keflavík. Þessi íþróttagrein á auknum vinsældum að fagna hér á landi og á frábær frammi- staða Gunnars Nelssonar örugglega þátt í því. Reykjanes leit við á Iðavelli 12, þar sem keppnin fór fram. Það var virkilega hart tekist á hjá unga fólkinu í bardaga- listinni. Garður: Skólaþing nemenda Skólaþing nemenda Gerðaskóla fór fram í dag,11. nóvember. Allir nemendur komu á sal og var nemendum aldursdreift á 20 borð,10 nemendur við hvert borð. Sigurjón Þórðarson verkefnisstjóri stjórnaði framkvæmdinni. Fyrirfram var búið að merkja borðin og raða nemendum á tiltekin borð. Óhætt er að segja að framkvæmdin hafi tekist mjög vel. Nemendur fengu spurn- ingar sem þeir svöruðu og gátu þeir skilað eins mörgum svörum og þeir vildu. Framlag nemenda verður svo notað sem efniviður í nýja skólastefnu sveitarfélagsins. (Heimasíða Garðs) Nýjar bækur Hemmi Gunn Sena hefur nýlega sett á markað bókaflóðsins bókina Hemmi Gunn sonur þjóðar. Orri Páll Ormarsson skrásetti bókina. Við munum eftir Hemma sem hressum sjónvarsstjörnu, frægum íþrótta- manni. Hann sló svo oft á létta strengi og hreif þjóðina með sér. En líf hans var ekki svona einfalt eins og margir héldu. Hann upplifði einelti, öfund og afbrýðissemi. Hemmi hafði hæfileika á ýmsum sviðum, en hann eins og svo margir þurfti að berjast við Bakkus frá unga aldri. Þennan böðul losnaði hemmi aldrei við. Hemmi Gunn sonur þjóðar er flott bók, sem dregur upp mynd af Hemma eins og hann var. Það er stórkostlegt að þessi bók er komin út. Bókin verður örugglega lesin af stórum hluta þjóðarinnar.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.