Reykjanes - 28.11.2013, Blaðsíða 9

Reykjanes - 28.11.2013, Blaðsíða 9
28. nóvember 2013 9 Allt til líknarmála Það var aldeilis nóg að gera hjá hressum og kátum Lionessum þegar Reykjanes heimsótti þær í gamla barnaskólahúsið í Keflavík. Konfekt og enn meira konfekt tekið upp úr kössum og fallegir nammi kransar búnir tiol hver á eftir öðrum. Þær sögðu hafa verið að þessu í ein 20 ár fyrir hver jól. Ætli það verði ekki allavega 400 kransar í ár sögðu þær brosandi. Jú þetta selst örugglega allt við fáum svo góðar viðtökur. Allur ágóði rennur til líknarmála. Eins og Suðurnesjamenn vita hafa þær Liones- sur verið drjúgar við að styrkja mörg góð mál gegnum árin. Risa- þorrablót framundan Þorrablótið í Íþróttamiðstöð-inni í Garði verður haldið laugardaginn 25. janúar n. k. Eins og áður verður vel vandað til matar og skemmtiatriða. Stjórnin leikur fyrir dansi. Hrafnista kynnti sig og sína stefnu Í síðustu viku var efnt til íbúafundará Nesvöllum um málefni hjúkr-unarheimilisins að Nesvöllum og Hlévangi. Eins og fram hefur komið hefur Reykjanesbær gert samning við Hrafnistu í Reykjavík um rekstur heimilisins. Jafnframt mun Hrafnista einnig sjá um rekstur Hlévangs. Um er að ræða aðtöðu á báðum heimilum fyrir 90 aðila. Algjör óvissa ríkir um framtíð Garðvangs. Á fundinum var nýi samningurinn kynntur. Starfsemi Hrafnistu, hug- myndafræði og áherslur, sem Hrafnista mun vinna eftir. Öll aðstaða á hinu nýja hjúkr- unarheimili mun uppfylla nútíma kröfur, sem gerðar eru. Allt á fullu í konfektinu. Þetta er skemmtileg vinna. Fullt af krönsum tilbúnir í sölu. Þessar kunna handtökin.Snör handtök. bergþóra formaður ánægð með einn flottan. Auglýsingasíminn er 578 1190 fotspor.is

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.