Reykjanes - 28.11.2013, Blaðsíða 10

Reykjanes - 28.11.2013, Blaðsíða 10
10 28. nóvember 2013 Aðalfundur Hollvinafélags Unu í Sjólyst var haldinn þann 16. nóv. s. l. í Samkomuhúsinu Garði. Guðmundur Magnússon for-maður sagði frá verkefnum sem hann hefur unnið að og lýsti aðdraganda þess að Hollvinafé- lagið var stofnað. Upphafið var það að Guðmundur ákvað að gera leikna heimildamynd um Unu Guðmunds- dóttur og falaðist eftir því við sveitarfé- lagið Garð að fá hús Unu, Sjólyst sem er í eigu bæjarins, til að kvikmynda hluta myndarinnar í því. Það gekk eftir og í framhaldi af því var stofnað Hollvina- félag Unu í Sjólyst í þeim tilgangi að gera húsið að minjastað um störf Unu og segja sögu hennar og samferðarfólks hennar í máli og myndum. Húsið var opnað almenningi á Sólseturshátíðinni í vor og haft opið um helgar í sumar við góðar undirtektir bæði bæjarbúa og annarra gesta. Mikið efni hefur safnast, munir úr eigu Unu og fleira fólks, ljós- myndir, kvikmyndir og útvarpsviðtöl svo eitthvað sé nefnt. Nú eru 82 félagar í Hollvinafélaginu. Stjórnina skipa Guðmundur Magn- ússon formaður, Jónína Holm gjald- keri, Kristjana H. Kjartansdóttir ritari, meðstjórnendur eru: Þórunn Þórarins- dóttir, Erna Sveinbjarnardóttir, Einar Jón Pálsson og Ída Þórarinsdóttir. Á fundinum flutti Gunsteinn Gunnarsson erindi um föður sinn Gunnar M. Magnúss sem m. a. ritverka er höfundar bókanna Völva Suðurnesja og Undir Garðskagavita. Erindið var mjög áhugavert. Gunnsteinn sýndi myndir með erindinu. Einnig komu fram hjónin Jóna Björk Guðnadóttir og Jón Marinó Jónsson og flutti Jóna frásögn af Álfi Magnússyni frá Gauk- stöðum með myndum og Jón lék og söng frumsamin lög við ljóð Álfs. Frá- sögnin af þessum sérstaka manni var mjög áhrifarík. Að fundinum loknum var haldið í Sjólyst þar sem boðið var upp á kaffi og meðlæti og rifjaðar upp frásagnir af Unu Guðmundsdóttur og samfélaginu í Garðinum Mikil síld inná Breiðafirði Núna er vel liðið á nóvember mánuð og tíðarfarið hefur nú ekki verið uppá marga fiska. Ansi langur brælukafli gerði smá- bátasjómönnum lífið leitt í nokkra daga. Hópsnes GK er hæstur Suðurnesjasmábátanna enn er þó ekki með nema 56 tonn í 13 róðrum og er báturinn á Djúpavogi. Auður Vésteins SU er með 54 tonn í 10. Gísli Súrsson GK 47 tonn í 9. Þórkatla GK 46 tonn í 8. Óli á Stað GK 43 tonn í 10. Guðmundur á Hópi GK er með 39 tonn í 6 og landar á Skagaströnd. Óli Gísla HU er í Sandgerði og með 35 tonn í 8, Dúddi Gísla GK 32 tonn í 7 og í Grindavík. Von GK 31 tonn í 7 og Dóri GK 28 tonn í 6 báðir í Neskaupstað. Af minni bátunum þá er Addi Afi GK hæstur með 21 tonn í 5 og landar báturinn á Skagströnd. Birta Dís GK er í Sandgerði og með 14 tonn í 4. Eyjólfur Ólafsson GK er með 13 tonn í 3 á Skagaströnd. Diddi KE 7 tn í 3. Mjög mikil síld er inná Breiðar- firðinum og eitt skipanna hefur komið til Helguvíkur og landað þar afla. Hákon EA kom þangað með 39 tonn í tveim löndunum enn um er að ræða síldarhrat því skipið fyrstir síldina um borð og eftir að hafa landað í Helguvík þá silgdi bátur- inn til Reykjavíkur þar sem að frysti hlutinn var landaður. Og í þessu tilfelli voru það 905 tonn. Spurn- ing hvort ekki sé hægt að ná í þann hluta af þessum skipum sem snýr að frystingunni. t. d í Grundarfirði þar er stór frystigeymsla og hefur Vil- helm Þorsteinsson EA landað þar tvisvar frystum síldarafla samtals 1300 tonnum. Leiðindatið hefur einnig haft áhrif á dragnótabátanna sem lítið hafa getað róið. Sigurfari GK er hæstur með 39 tonn í 6 róðrum og stærsti róður 18 tonn sem landar var í Þor- lákshöfn. Benni Sæm GK er með 38 tonn í 7 og stærsti róður 16 tonn. Far- sæll GK 25 tn í 7, Arnþór GK 25 tn í 6, Örn KE 23 tn í 9 og Siggi Bjarna GK 21 tn í 7. Netaveiði er frekar lítið. Tjaldanes GK er hæstur með 34 tn í 11 og Er- ling KE er með 33 tn í 3 löndunum. Happasæll KE 16 tn í 10, Askur GK 15 tn í 11 og Maron GK 11 tn í 12. Svala Dís KE er á skötuselsveiðum frá Arnarstapa og gengur nokkuð vel og hefur landað 15 tonnum í 8 róðrum og mest 5 tonn í einni löndun. Birta SH er með 5,3 tonn í 2 róðrum og balalínu frá Sandgerði. Gulltoppur GK er með 113 tonn í 17 og er á Djúpavogi. AF stóru beitn- ingavélabátunum þá er t. d Tómas Þorvaldsson GK með 228 tonn í 5, Ágúst GK 230 tonn í 7, Fjölnir SU 266 tonn í 4, Kristín ÞH 270 tonn í 4, Páll Jónsson GK 274 tonn í 3, Valdimar GK 275 tonn í 5, Sighvatur GK 286 tonn í 3 og þar af 103 tonn í einni löndun og hefur öllum aflanum verið landað á Skagaströnd. Sturla GK 304 tonn í 5 og Jóhanna Gísladóttir ÍS 358 tonn í 3 og þar af 145 tonn í einni löndun sem öllu hefur verið landað á Þingeyri. Tungufell BA er núna eini sæ- bjúgubáturinn og hefur landað 17 tonnum í 2 róðrum í Keflavík Aflafréttir

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.