Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 28
142 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 fleiri veikist en koma til læknis eða fá staðfesta greiningu með mótefnamælingu. í þessu tilliti má benda á að 15 einstaklinganna, sem valdir voru í þessa rannsókn, höfðu lagst inn á spít- ala, en 11 greindust án þess að leggjast inn á spítala. Ekki er fráleitt að ætla að margir með svipuð veikindi bíði þau af sér heima án þess að greining fáist með mótefnamælingu og jafnvel án þess að leita endurtekið til læknis, en ætla má að sjúkdómseinkenni þurfi að vara lengi áður en hugsað er til CMV sem orsakar veik- inda. Þetta sést af því að sjúkdómsgreining tafðist oftast lengi, jafnan liðu að minnsta kosti tvær til fjórar vikur áður en drög voru lögð að greiningu með mótefnamælingum. Allmargir sjúklinganna eða 19 af 26 höfðu fengið sýklalyf áður en hið sanna kom í ljós. Ekki eru til tölur um nýgengi eða algengi frumsýkinga og veikinda af völdum CMV hjá fullorðnum, heilbrigðum einstaklingum en al- mennt hefur verið talið að slík veikindi séu sjaldgæf. Þannig fundu Cohen og Corey (5) einungis 15 tilfelli CMV-sýkinga hjá heilbrigð- um þegar farið var yfir öll rannsóknarsvör frá tveimur stórum veirurannsóknardeildum í Norður Karólínu, Bandaríkjunum á árunum 1977-1983. í sömu rannsókn var skimað eftir upplýsingum í fræðiritum um CMV-sýkingar meðal annars heilbrigðra, fullorðinna einstak- linga, og fundu höfundar aðeins tilvísanir um 62 tilfelli á 15 ára tímabili, 1969-1983. Það kom okkur á óvart hversu margir full- orðnir, heilbrigðir einstaklingar virtust hafa veikst af völdum CMV á þessu stutta tímabili sem við athuguðum. Talið er að CMV smitist við nána snertingu, venjulega strax í bernsku, og að börn sem smitast verði sjaldnast veik. I þróunarlöndum smitast fólk undantekningar- lítið í bernsku en á Vesturlöndum dregst smit- un oftar fram á unglings- eða fullorðinsár (1,14,15). Ef til vill er sá mikli fjöldi CMV- sýkinga sem við fundum fyrirboði þess sem vænta má vegna breyttra lifnaðarhátta sem seinka CMV-smitun og auka jafnframt líkur á veikindum eftir smitun! Greining CMV-sýkinga með mótefnamæl- ingum getur verið vandasöm því sjaldnast eru til nýleg, eldri blóðsýni úr sjúklingum til sam- anburðar. ELISA mótefnapróf sem mæla IgM mótefni gegn CMV eru þó viðurkennd aðferð til að meta líkur á nýlegri CMV-sýkingu, þegar saman fara upplýsingar um veikindi og tvö sermissýni sem sýna IgM og breytingu á IgG mótefnum gegn veirunni (15,16). Erfitt getur verið að meta hvort um er að ræða frumsýk- ingu eða endurvakningu á dulinni (latent) sýk- ingu. Margir telja að IgM mótefni gegn CMV tákni frumsýkingu þótt sýnt hafi verið fram á IgM mótefni bæði í endursýkingu og endur- vakningu sýkingar (16). Megintilgangur þess- arar rannsóknar var að skima eftir algengi og lýsa einkennum CMV-sýkinga hjá annars heil- brigðum, fullorðnum einstaklingum. Þess vegna var ákveðið að velja rannsóknarhópinn á einföldum skilmerkjum; að hafa IgM mótefni gegn CMV, vera veikur og ekki með annan sjúkdóm sem veldur ónæmisbælingu. Ætla má að flestir þessara einstaklinga hafi verið með frumsýkingu að völdum CMV. Stundum getur gigtarþáttur (RF) af IgM gerð valdið falskt jákvæðu IgM mótefnasvari gegn veiruantigen- um í ELISA prófi (16). í þessum rannsóknar- hópi voru aðeins tveir einstaklingar með væga hækkun á IgM RF og langt innan þeirra marka sem líkleg eru til að trufla mælingar. Rannsóknir á ónæmiskerfi sjúklinganna leiddu í ljós marktæka fjölgun á CD8+ T-bæli-/ drápsfrumum íblóði (mynd 5). Þar sem hálft til hálft annað ár var liðið frá veikindum þegar þessar mælingar voru gerðar sést að áhrif CMV á undirflokka eitilfrumna eru langvarandi og er það í samræmi við það sem aðrir hafa lýst (17-19). Þýðing þessara breytinga á eitilfrumu- hlutföllum er óviss en rétt er að benda á að það eru einmitt CD8+ T-drápsfrumur sem eru mikilvægastar í að uppræta CMV-sýkingu. Að auki styður þessi breyting á eitilfrumuhlutföll- um að sjúklingaval hafi verið rétt og að raun- verulega hafi verið valdir sjúklingar með nýg- engna CMV-sýkingu. Þessar breytingar sjást hins vegar ekki hjá þeim 14 einstaklingum sem komu til skoðunar en voru síðan útilokaðir úr rannsókninni (mynd 5). Langflestir sjúkling- anna sýndu eðlilega síðkomna ónæmissvörun í húð gegn streptókínasa. Þetta mælir heldur gegn því að langvinn ónæmisbilun fylgi í kjölfar CMV-sýkinga. Við teljum að niðurstöður okkar bendi til þess að CMV-sýkingar, meðal annars hjá heil- brigðum, fullorðnum einstaklingum, séu mun algengara vandamál en almennt hefur verið talið. Þeir sjúklingar sem hér er lýst höfðu oftast verið veikir í nokkrar vikur áður en hugsað var til CMV-sýkingar. Ætla má að margir aðrir hafi þraukað veikindin heima og batnað um síðir án þess greining fengist. Þótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.