Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 44
156 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 6. Rannsóknarreglur fyrir prófunina Vel hönnuð prófun byggir fyrst og fremst á vel íhuguðum, vel sömdum og fullkomnum rann- sóknarreglum. Þegar við á verða rannsóknarreglurnar að geyma þær upplýsingar sem taldar eru upp í eftirfarandi lista eða að þennan lista ber að minnsta kosti að nota sem samanburðarskrá þegar ætlunin er að huga að prófun. 6.1 Almennar upplýsingar a) Heiti verkefnisins, b) nafn þess könnuðar sem er klínískt ábyrgur (og annarra ef fleiri eru), svo og nöfn hugsanlegra samstarfsmanna, ásamt starfsheiti þeirra (til dæmis „hjúkrunarfræðingur“, „lífefnafræðingur", „læknir“, „tölfræðingur“ og svo framvegis), c) nafn frumkvöðuls ef einhver er, d) stofnun, sjúkrahús, deild, hópur lækna sem annast rannsóknina og svo framvegis, (tengsl og heimilisfang). 6.2 Réttlæting og markmið a) Að hverju er stefnt með rannsókninni, b) ástæðurnar fyrir því að hún er gerð, c) aðalatriði vandamálsins og það hvað að baki býr, með tilvitnunum í viðeigandi bókmenntir. 6.3 Siðfræði a) Almennar siðfræðilegar hugleiðingar að því er veit að prófuninni, b) lýsing á því hvernig sjúklingar/sjálfboða- liðar verða fræddir og hvernig samþykkis þeirra verður aflað, c) hugsanlegar ástæður fyrir því, að ekki er leitað eftir vitneskjusamþykki. 6.4 Almennt um áætlaða tímasetningu a) Lýsing á áætlun fyrir prófunina þar með taldar dagsetningar, það er hvenær hún á að hefjast, hversu lengi könnunin á að standa og hvenær henni skal lokið, b) réttlæting á áætluninni til dæmis í ljósi þess að hve miklu leyti öryggi virka efnisins/lyfsins hefir verið prófað, hversu lengi sjúkdómurinn varir og hversu lengi ætlað er að meðferð standi. 6.5 Almenn hönnun a) Ytarleg útlistun á því, hverrar gerðar próf- unin verður svo sem stýrð athugun, forprófun og ákjósanlegt er að tekið sé fram á hvaða stigi könnunin verður, b) lýsing á slembiaðferðum þar með talin hagnýt atriði við framkvæmd, c) lýsing á gerð hönnunar (til dæmis samhliða hópar eða víxlun) og á því hvaða blindun er valin (til dæmis tvíblindun, einblindun), d) lýsing á því á hvern annan hátt er leitast við að koma í veg fyrir sveigð. 6.6 Val á þátttakendum a) Sundurliðun á þátttakendum (sjúklingum/ sjálfboðaliðunt), þar með talin aldur, kyn, kyn- flokkur, horfur og annað það sem við á og máli skiptir, b) skýr yfirlýsing um það hvaða greiningar- skilmerki gilda fyrir þáttöku, c) tæmandi skilmerki fyrir það hvernig eigi að taka þátttakendur inn í könnunina, hvemig eigi að útiloka þátttakendur fyrirfram og hvernig þátttakendur sem þegar hafa verið samþykktir verði dregnir út úr könnuninni. 6.7 Meðferð a) Greinileg lýsing á þeirri afurð sem á að prófa (markaðsform, ekki „rannsóknarstofulyf‘) og réttlæting á þeim skömmtum sem ætlunin er að nota, b) lýsing á meðferð sem gefin er viðmiðunar- hópi eða á viðmiðunartímabilum (lyfleysa, önnur lyf og svo framvegis), c) hvernig lyfið er gefið, skammtur, hvenær skammtar em gefnir, tímabil sem próflyfið með virka efninu er gefið og hvenær samanburðar- efnið, d) reglur um beitingu meðferðar sem veitt er samtímis lyfjaprófun, e) ráðstafanir sem gerðar verða til þess að tryggja ömgga meðhöndlun efnanna, f) ráðstafanir til þess að hvetja til og hafa eftirlit með að farið sé að gefnum fyrirmælum. 6.8 Mat á virkni a) Hvaða breytur eru notaðar við að mæla verkun, b) lýsing á því hvernig verkun verður mæld og skráð, c) hvenær og á hvaða tímabilum verkunin verður skráð, d) lýsing á sérstökum greiningum og/eða prófum sem gerð verða (mælingar á lyfjahvörfum, klínísk próf, próf á rannsóknarstofum, geisla- greining og svo framvegis). 6.9 Meintilvik a) Aðferðir við að skrá meintilvik, b) hvernig brugðist skuli við aukakvillum, c) upplýsingar um það hvar prófunartáknrófið verði geymt og hvernig megi rjúfa það í neyðar- tilvikum, d) sundurliðun þess hvernig tilkynna skuli um meintilvik þar með talið hver á að tilkynna og hverjum og hversu hratt tilkynningar skuli berast. 6.10 Hagnýt atriði a) Nákvæm og sértæk áætlun um hvert þrep og um aðferðir til nota við að fylgja eftir og hafa eftirlit með prófuninni á sem virkastan hátt, b) ýtarleg útlistun og fyrirmæli varðandi þau frávik frá rannsóknarreglum sem séð verða fyrir, c) hvernig ábyrgð og skyldum skuli komið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.