Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 157 fyrir innan rannsóknarteymisins og hvernig sam- ræming skuli vera, d) fyrirmæli til starfsfólks þar með talin lýsing á prófuninni, e) heimilisföng, símanúmerog svo framvegis sem geri sérhverjum starfsmanni kleift að hafa samband við rannsóknarteymið hvenær sem er sólarhringsins, 0 hugleiðingar um vandamál tengd vörslu trúnaðar, ef þau eru fyrir hendi. 6.11 Meðferð gagna a) Verklag við meðferð og vinnslu á skrám um verkun og um meintilvik tengd þeim efnum sem verið er að prófa, b) verklag við að halda sérstaka sjúklingalista og skrá fyrir hvern þann einstakling sem tekur þátt í prófuninni. Skrárnar ættu að gera kleift að auðveldlega verði borin kennsl á hvern einstakan sjúkling eða sjálfboðaliða. Afrit af tilfellisskrá ætti að fylgja. 6.12 Endurmat a) Sértæk lýsing á því hvernig svörun skuli metin, b) aðferðir við að reikna út verkun, c) lýsing á því hvernig brugðist skuli við þeim þátttakendum sem hætta í prófuninni eða falla út úr henni og hvernig skuli tilkynnt um það, d) gæðastjóm á aðferðum og á verklagi við endurmat. 6.13 Tölfræði a) Nákvæm lýsing á þeim tölfræðiaðferðum sem beitt verður, b) fjöldi þeirra sjúklinga sem ætlunin er að hafa með í könnuninni. Astæðumar fyrir því að þessi fjöldi í úrtaki er valinn þar með taldar hug- leiðingar um (eða útreikningar á) styrk prófunar- innar og klíníska réttlætingu hennar, c) lýsing á tölfræðieiningunni, d) hvaða stig marktækni em notuð, e) reglur um það hvernig hætta megi við próf- unina. 6.14 Fjármögnun, tilkynningar, leyfi, trygg- ingar og svo framvegis í tengslum við rannsóknarreglurnar er oft ráðlegt að lýsa viðhorfum til ýmissa vandamála sem beint eða óbeint geta haft áhrif á framkvæmd og niðurstöður prófunarinnar. Aðalatriðin eru sett fram í liðum 8 til 10 hér á eftir og þau eiga við fjármögnun prófunarinnar, tryggingar, skaðabótaskyldu og merkingar. 6.15 Samantekt og fylgigögn Rannsóknarreglunum skulu fylgja nákvæm samantekt og viðeigandi fylgigögn (til dæmis upplýsingar til sjúklinga, fyrirmæli til starfsliðs, lýsing á sérstökum aðferðum). 6.16 Heimildir Fylgja skal listi yfir þær heimildir sem máli skipta og vitnað er til í rannsóknarreglum. 1. Tilfellisskrá I því skyni að leggja niðurstöður klínískrar prófunar fram á fullnægjandi hátt er höfuðatriði að til sé heildarsafn upplýsinga um einstaklinginn, gjöf þess lyfs sem prófað er og niðurstöður þeirra athugana sem fyrir liggja. Þetta er gert með því að nota tillfellisskráningu og skal hún gerð til þess að auðvelda athugun á einstaklingnum og skal tekið mið af rannsóknarreglunum fyrir prófunina. Þegar tilfelliskráningu er kornið á skal íhuga eftirtalin atriði. Þessi listi er ekki endanlegur og tilfellisskráningin verður að taka tillit til eðlis þess lyfs sem prófa skal. Sé einu eða fleirum atriðum sleppt skal það útskýrt: a) Dagsetning, staður og hver prófunin er, b) hver einstaklingurinn er, c) aldur, kyn, þyngd og kynflokkur þátttak- andans, d) það sem auðkennir einstaklinginn (til dæmis reykingar, sérstakt mataræði, meðganga, fyrri meðferð), e) sjúkdómsgreining; ábending fyrir því að lyfið er gefið samkvæmt rannsóknarreglunum, f) hvernig farið er eftir reglunum um þátttöku eða útilokun frá þátttöku, g) hversu lengi sjúkdómurinn hefir varað; tími frá því sjúkdómur tók sig síðast upp (þar sem það á við), h) skammtar, hvenær skammtar eru gefnir og hvemig lyfið er gefið; skráning meðferðarheldni, i) hve lengi meðferð stendur, j) hve lengi er fylgst með viðkomandi, k) önnur notkun lyfja og önnur meðferð samtímis, l) mataræði, m) skráning á breytum er varða verkun (þar með talin dagsetning, tími og undirskrift þess er skráir), n) skráð meintilvik; gerð, tímalengd, styrkur og svo framvegis; afleiðingar og hvaða ráðstafanir em gerðar, o) ástæður fyrir því að hætt er við þátttöku (þegar við á) og/eða að táknrófið er rofið. 8. Fjármögnun prófunar Gengið skal greinilega frá öllum fjárhags- legum atriðum er tengjast framkvæmd og skýrsl- um um prófunina og gerð skal fjárhagsáætlun. Fyrir skulu liggja upplýsingar um það hvaðan fjárhagsstuðningur kemur (til dæmis stofnanir, opinberir sjóðir eða einkaframlög, frumkvöðull/ framleiðandi). Á sama hátt skal vera augljóst hvernig kostnaði er dreift til dæmis greiðslur til sjálfboðaliða, greiðsla fyrir sérstök próf, tækni- aðstoð og kaup á tækjum og búnaði, hugsanlegar greiðslur eða endurgreiðslur til einstaklinga í rannsóknarteyminu, greiðslur til háskóla/sjúkra- húss/deildar og svo framvegis).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.