Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 56
168 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 þátttöku væri að ræða. Þegar þátttakandi hættir af einhverri annarri ástæðu, skal könnuður greiða honum í hlutfalli við þátttöku hans. Könnuður sem verður að víkja þátttakanda úr könnun vegna þess að viðkomandi fer vísvitandi ekki eftir fyrirmælum, á rétt á því að halda eftir greiðslu að hluta eða að fullu og öllu. 5. Rannsóknir á börnum: Áður en vísindarannsóknir á börnum hefjast verður könnuðurinn að tryggja, * að börn séu ekki látin taka þátt í rannsóknum sem jafn vel væri hægt að gera á fullorðnum, * að tilgangur rannsóknarinnar sé að afla þekkingar sem hefir þýðingu fyrir heilbrigðisþarfir barna, * að foreldri eða annar forráðamaður gefi samþykki fyrir hönd hvers barns um sig, * að samþykkis hvers barns sé aflað í samræmi við hæfni þess, * að neiti barnið að taka þátt skal það ávallt virt, nema að í rannsóknarreglum komi fram, að barnið muni þannig fá meðferð og að engin aðgengileg læknisfræðileg valmeðferð sé til, * að áhættan er felst í inngripi sem ekki er ætlað að koma einstökum börnum til góða, sé lítil og í samræmi við mikilvægi þeirrar þekkingar sem leitað er eftir og * að inngrip sem ætlað er að veita hagsbætur í meðferð, sé líklegt til að vera jafn gagnlegt og hver önnur valmeðferð fyrir hvert einstakt barn er þátt tekur. Skýringar á fimmtu leiðbeiningunni. Réttlæting á því að börn eru látin taka þátt. Þátttaka barna er óhjákvæmileg fyrir rannsóknir á sjúkdómum barna og á ástandi sem böm em sérlega móttækileg fyrir. Markmið rannsóknar- innar skal hafa þýðingu fyrir heilbrigðisþarfir barnsins. Samþykki barnsins. Leita ætti eftir sjálf- viljugu samstarfi af hálfu bamsins, eftir að því hefir verið veitt vitneskja að því marki sem þroski og greind þess leyfir. Sá aldur sem barnið telst hæft að lögum til að gefa samþykki sitt, er mis- munandi frá einu réttarkerfi til annars. I sumum ríkjum er „aldur samþykkis" mjög breytilegur eftir svæðum, sambandsríkjum eða annarri stjórn- skipulegri skiptingu. Böm sem ekki hafa náð þeim aldri að lög tilgreini að þau megi gefa samþykki sitt, geta oft skilið hvað felst í vitneskjusamþykki og geta fylgt viðurkenndum aðferðum. Þau geta þess vegna samþykkt vitandi vits að taka þátt í vísindarannsókn. Slíkt vitneskjusamkomulag er hins vegar ekki nægilegt til þess að leyfa þátttöku í rannsókn nema til komi heimild foreldris, forráðamanns eða annars málsvara sem veitt er forræði á lögmætan hátt. Eldri börn sem fær eru um að gefa samþykki byggt á vitneskju, ætti að velja fremur en mjög ung börn og smábörn, nema að fyrir því séu vísindalega gildar ástæður er tengjast aldri að yngri börnin séu valin fyrst. Mótmæli barns gegn þátttöku í rannsókn skal virða jafnvel þó að foreldri gefi samþykki sitt, nema að í rannsóknar- reglum komi fram að bamið muni fá meðferð og að epgin tæk læknisfræðileg valmeðferð sé til. I slíkum tilvikum er hægt að veita foreldri eða öðrum forráðamanni löglega heimild til þess að taka ekki tillit til mótmæla barnsins, sérstaklega ef barnið er mjög ungt eða vanþroska. Heimild fyrir samþykki frá foreldri eða forráðamanni. Könnuðurinn skal fá heimild foreldris eða forráðamanns í samræmi við lands- lög eða viðtekna hætti. Gera má ráð fyrir því að börn yfir 13 ára aldri séu venjulega fær um að gefa samþykki byggt á vitneskju, en til viðbótar verður að koma heimild foreldris eða annars forráðamanns nema þessa sé ekki þörf samkvæmt landslögum. Tilsjón foreldra með rannsókn. Foreldri eða annar forráðamaður sem veitir heimild fyrir samþykki barns um að taka þátt í rannsókn, skal veita tækifæri til þess að fylgjast með því hvernig rannsóknin fer fram, þannig að þeir geti látið barnið hætta þátttöku ef þeir álíta að það sé barninu fyrir bestu. Sálfræðilegur og læknisfræðilegur stuðn- ingur. Vísindarannsóknir á börnum skal gera við aðstæður þar sem bömin og foreldramir geta notið nægjanlegs sálfræðilegs og læknisfræðilegs stuðnings. Sem frekari vernd fyrir barnið ætti könnuður, þegar þess er kostur, að fá ráð heimilis- læknis viðkomandi barns eða annars heilbrigðis- starfsmanns um málefni er varða þátttöku bamsins í rannsókninni. Réttlæting áhættu. Inngrip sem við grein- ingu, meðferð eða forvörn er ætlað að verða til hagsbóta fyrir hvert það bam er þátt tekur, verður að vera hægt að réttlæta með því að hagsbótin verði að minnsta kosti jafn mikil og vænta mætti af öðmm kostum er til boða standa. Eru þá vegin saman hagsbót og áhætta. Áhættuna ber að rétt- læta út frá væntanlegri hagsbót fyrir barnið. Áhættuna af inngripi sem ekki er beint ætlað að koma baminu til góða, ber að réttlæta með hliðsjón af væntanlegri hagsbót fyrir samfélagið (alhæfð þekking). Almennt séð skal áhætta við slíkt inngrip vera í lágmarki, það er að segja á engan hátt líklegri eða meiri en áhætta við venju- bundna læknisfræðilega eða sálfræðilega prófun hjá þessum bömum. Þegar siðfræðileg matsnefnd er fullviss um það að markmið rannsóknarinnar sé nægilega mikilvægt, má leyfa óverulega aukningu umfram lágmarksáhættu. 6. Rannsóknir á fólki með geð- eða hegð- unarröskun: Áður en gerðar em rannsóknir á einstaklingum sem vegna geð- eða hegðunarröskunar eru ófærir um að gefa fullnægjandi samþykki byggt á vitneskju, skal könnuðurinn tryggja það,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.