Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 57
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 169 * að þessir einstaklingar taki ekki þátt í rannsókn sem hægt væri að gera jafn vel á fólki er hefir fullt vald á hugarstarfi sínu, * að tilgangur rannsóknarinnar sé að afla þekkingar er þýðingu hefir fyrir tilteknar heilbrigðisþarfir þeirra sem eru haldnir geð- eða hegðunarröskun, * að samþykki þátttakanda hafi verið aflað hvers fyrir sig í samræmi við hæfni hans/hennar og að ávallt sé virt neitun væntanlegs þátttakanda ef rannsóknin tengist ekki lækningu hans/hennar, * að fengið sé samþykki forráðamanns eða einhvers annars sem er löggildur málsvari þátttakandans, * að áhætta tengd inngripi sem ekki er ætlað að koma viðkomandi til góða, sé í lágmarki og í samræmi við mikilvægi þeirrar þekkingar sem ætlunin er að afla og * að inngrip sem ætlað er að veita hagsbætur í meðferð, sé líklegt til að vera að minnsta kosti jafn gagnlegt og hver önnur valmeðferð. Skýringar á sjöttu leiðbeiningunni. Almenn atriði. Þó að í mörgu tilliti sé munur á hópunum, gildir siðfræðilega umræðan um börnin hér á undan í stórum dráttum um þá sem vegna geð- eða hegðunarröskunar eru ófærir að gefa fullnægjandi samþykki byggt á vitneskju. Þeir ættu aldrei að taka þátt í rannsóknum er allt eins vel mætti gera á fullorðnu fólki sem hefir fulla stjórn á hugarstarfi sínu. Hins vegar eru þeir augljóslega einu einstaklingamir sem hæfa fyrir mikinn hluta rannsókna á uppruna og meðferð á vissum alvarlegum geð- eða hegðunarröskunum. Samþykki einstaklingsins. Verið getur að fólk með geð- eða hegðunarröskun geti ekki gefið fullnægjandi samþykki byggt á vitneskju. Leitað skal eftir sjálfviljugu samstarfi væntanlegra þátttakenda að svo miklu leyti sem hugarástand þeirra leyfir. Avallt skal virða hvers konar mót- mæli þeirra gegn því að taka þátt í rannsóknum sem ekki fela í sér hagsbót af meðferð fyrir þá sjálfa. Þegar inngripi í rannsóknarskyni er ætlað að veita einstaklingi hagsbót af meðferð, skal virða mótmæli viðkomandi nema að ekki sé til neinn réttmætur læknisfræðilegur valkostur og landslög leyfi að ekki sé tekið tillit til mótmæl- anna. Heimild forráðamanns fyrir samþykki. í Helsinkiyfirlýsingunni segir: „Séaðiliólögráða, ber að leita samþykkis forráðamanns hans í samrœmi við landslög. Þegar líkamleg eða andleg vangeta hamla því að hœgt sé að afla samþykkis ... kemur í þess stað leyfi œttingja sem fer með foreldravald í samrœmi við landslög. “ (Grein 1.11). Heimildar skal leita hjá þeim sem nærri standa væntanlegum þátttakanda í fjölskyldu, hjá maka, foreldri, fullorðnu barni eða systkinum viðkomandi, en stundum er það lítils virði sér- staklega þar sem fjölskyldur líta stundum á fólk með geð- og hegðunarröskun sem óvelkomna byrði. Þegar um er að ræða einstakling sem settur hefir verið á stofnun með dómi, getur verið nauð- synlegt að leita löggiltrar heimildar fyrir því að viðkomandi taki þátt í vísindarannsókn. Alvarlegir sjúkdómar hjá fólki sem ófært er um að gefa fullnægjandi samþykki byggt á vitneskju, vegna geð- eða hegðunarröskunar. Það fólk sem er með eða er í hættu á að fá alvar- lega kvilla eins og eyðnismit, krabba eða lifrar- bólgu, ætti ekki að svifta hugsanlegri hagsbót af lyfjum, bóluefnum eða tækjum sem verið er að prófa og gefa vonir um hagsbót af meðferð eða forvörn þegar engin betri eða jafngild meðferð eða forvörn er til. Réttur þeirra til aðgangs að slrkri meðferð eða forvörn er réttlætt siðfræðilega á sama hátt og réttur annarra varnarlausra hópa (sjá tíundu leiðbeiningu). Fólk sem ófært er um að gefa full- nægjandi samþykki byggt á vitneskju vegna geð- eða hegðunarröskunar, er almennt óhæft til að taka þátt í formlegum meðferðarprófunum nema þeim sem hannaður eru til þess að svara sérstökum heilbrigðiþörfum þeirra. Bein eyðnismitun í heila getur leitt til vitsmunaskerðingar. Hjá þeim sjúklingum er fyrir því verða, getur siðfræðileg matsnefnd leyft formlega prófun lyfja, bóluefna og annars inngrips sem ætlað er að lækna eða koma í veg fyrir þessa skerðingu. Óhæfi til að gefa samþykki byggt á vitneskju séð fyrir. Þegar hægt er með sæmilegri vissu að sjá fyrir að hæfur maður muni verða óhæfur til að taka gildar ákvarðanir um læknis- þjónustu, svo sem þegar fram kemur fyrsta birting skilvitlegrar skerðingar af völdum eyðnismitunar eða Alzheimerssjúkdóms, er hægt að óska þess að viðkomandi skilgreini skilyrði ef einhver eru fyrir því að hann myndi samþykkja að gerast tilraunaviðfang þegar hann er ófær um að tjá sig og að tilnefna einstakling sem muni gefa samþykki í nafni viðkomandi, í samræmi við þær óskir sem sjúklingurinn hefir áður látið í ljósi. 7. Rannsóknir á föngum: Föngum sem eru með alvarlega kvilla eða eiga á hættu að fá þá, ætti ekki gerræðislega að svifta not af lyfjum, bóluefnum eða tækjum sem verið er að prófa og gefa vonir um hagsbót af meðferð eða forvörn. Skýringar á sjöundu leiðbeiningunni. Almenn atriði. Sjöundu leiðbeiningunni er ekki ætlað að ljá því fylgi að fangar fái að taka þátt í vísindalegum rannsóknum. Þátttaka sjálf- boðaliða úr þessum hópi er aðeins leyfð í mjög fáum löndum og jafnvel í þeim er hún mjög um- deild. Þeir sem eru meðmæltir því að föngum verði leyfð þátttaka, halda því fram,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.