Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 60
172 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 hvetja til þátttöku valinna vanþróaðra samfélaga í eyðni og alnæmirannsóknum, að því tilskildu að réttindi og velferð séu nægjanlega tryggð, á þann hátt sem sett er fram í áttundu leiðbeiningu. 9. Samþykki byggt á vitneskju í faralds- fræðilegum rannsóknum: Fyrir margar gerðir faraldsfræðilegra rannsókna er annað hvort óraunhæft eða óráðlegt að afla samþykkis byggðu á vitneskju, hjá hverjum og einum þátttakanda. I slíkum tilvikum skal siðfræðilega matsnefndin ákvarða hvort það sé siðfræðilega ásættanlegt að hefja rannsókn án þess að aflað sé samþykkis er byggt sé á vitneskju og þá hvort nægjanleg sé áætlun könnuðar um að vernda öryggi og virða einkalíf þátttakenda og að halda uppi leynd um gögn málsins. Skýringar á níundu leiðbeiningunni. Alnienn atriði. í faraldsfræðilegum könnun- um er venjulegt að tryggja samþykki og samvinnu yfirvalda heilbrigðismála (á landsvísu og í héraði). Þegar um samfélög er að ræða þar sem venja er að taka sameiginlegar ákvarðanir, er ráðlegt að leita samþykkis samfélagsins, venjulega gegnum valinn fulltrúa þess. Samþykki byggt á vitneskju. Faraldsfræði- legar kannanir þar sem nauðsynlegt er að athuga skjöl svo sem sjúkraskrár eða nafnlausar „leifar" sýna (blóð, þvag, munnvatn eða vefjabita), má gera án samþykkis þeirra einstaklinga sem um ræðir að því tilskildu að réttur þeirra til trúnaðar sé virtur. Þegar athyglinni er beint að heilu samfélagi fremur en einstaklingum til dæmis þegar prófað er að bæta efni í neysluvatn eða prófaðar eru nýjar aðferðir í heilbrigðisþjónustu eða nýjar forvarnar- aðferðir gegn hýslum sjúkdóma svo sem moskító- um eða rottum, verður samþykki einstaklinga eða neitun einstaklings merkingarlaus nema sá einstaklingur sem ekki vill láta prófunina yfir sig ganga sé reiðubúinn að yfirgefa samfélagið. Hins vegar geta einstaklingar neitað að taka þátt í endurmati á árangri aðgerðanna (svo sem neitað að bregðast við spurningalistum eða að láta taka sér blóð). Ef í faraldsfræðilegum könnunum felst að bein tengsl verða milli könnuðar og einstaklinga, gildir afdráttarlaust almenna krafan um samþykki byggt á vitneskju. Þegar þær ná til einstaklinga í sam- félagi, getur verið ásættanlegt að ekki sé aflað samþykkis hvers og eins. Þegar um er að ræða hópa fólks í samfélagi, sem á sameiginlegar venjur og sameiginlega leiðtoga, þarf könnuður að tryggja samvinnu og afla samþykkis forsvars- manna hópsins. Þegar um er að ræða hópa sem eingöngu eru skilgreindir lýðfræðilega eða töl- fræðilega þar sem hvorki eru fyrirliðar eða fulltrúar, skal könnuðurinn fullvissa siðfræðilega matsnefnd um það að öryggi þátttakenda og trúnaður um gögn séu rækilega tryggð. Ekki er krafist samþykkis fyrir not á opin- berum gögnum en könnuði skal vera ljóst að mismunandi skilningur er á því hvað samfélög og ríki telja opinber gögn. Könnuðir sem nota slík gögn skulu forðast að ljóstra upp persónulegum, viðkvæmum upplýsingum. Þegar um er að ræða kannanir á félagshegðun, getur siðfræðileg matsnefnd ákveðið að það sé óhyggilegt að leita vitneskjusamþykkis, þar sem það gæti gert að engu tilgang könnunarinnar. Til dæmis myndu væntanlegir þátttakendur breyta hegðun ef þeim væri veitt vitneskja um það að hverju væri stefnt. Siðfræðinefndina verður að fullvissa um það að nægjanlegar tryggingar séu fyrir því að trúnaður sé virtur og að mikilvægi markmiða rannsóknar- innar séu í hlutfalli við áhættuna. Könnuðir sem hyggjast gera faraldsfræðilegar kannanir ættu að kynna sér Alþjóðlegu leiðbein- ingarnar fyrir faraldsfræðilegar kannanir. Val þátttakenda í rannsókn 10. Jöfn dreiFing byrða og hagsbóta: Velja ætti einstaklinga og samfélög sem ætlunin er að bjóða að gerast þátttakendur í rannsókn þannig að byrðum og hagsbótum sé réttlátlega dreift. Sérstakrar réttlætingar er krafíst ef varnarlausum einstaklingum er boðin þátttaka og séu þeir valdir, skal þeim ráðum sem eru til þess að verja réttindi þeirra beitt mjög stranglega. Skýringar á tíundu leiðbeiningunni. Almenn atriði. Yfirleitt veldur jöfn dreifing byrða og hagsbótar er fylgja þátttöku í rannsókn, ekki neinum alvarlegum vanda, þegar í fyrir- huguðum þátttökuhópi verða engir varnarlausir einstaklingar eða samfélög. Fyrir kemur að viðeigandi er að auglýsa víða að tækifæri gefist á að taka þátt í rannsókninni eða að setja upp áætl- un um að leita uppi einstaklinga og samfélög sem ekki eiga greiðan aðgang að upplýsingum um rannsóknir af þessu tagi, þegar rannsókninni er ætlað að meta meðferð sem yfirleitt er talin hafa verulega yfirburði yfir þá sem almennt er tiltæk. Jöfn skipting byrða og hagsbóta er fylgja þátt- töku í rannsókn, verður að jafnaði mikið erfiðari þegar ætlunin er að þátt taki varnarlausir einstak- lingareða samfélög. Til varnarlausra einstaklinga er hefðbundið að telja þá sem hafa takmarkaða getu eða frelsi til þess að gefa samþykki. Þeim eru helgaðar sérstakar leiðbeiningar í þessu skjali og í þeim hópi eru börn, fólk sem vegna geð- og hegðunarröskunar er ófært um að gefa samþykki byggt á vitneskju, svo og fangar. Siðfræðileg rétt- læting á þátttöicu þeirra krefst venjulega þess að könnuður sannfæri siðfræðilegar matsnefndir um það, a) að rannsóknin verði ekki með sæmilegu móti gerð jafn vel á minna varnarlausum einstak- lingum, b) að rannsókninni sé ætlað að afla þekkingar sem leiði til bættra forvarna, greiningar eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.