Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 68

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 68
180 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 tæki sem prófa á svari viðeigandi öryggisstöðlum, hvort traust réttlæting sé fyrir því að gera rann- sóknina í viðkomandi landi fremur en í heima- landi þess aðila sem frumkvæði á að rannsókninni og að sú rannsókn sem lagt er til að gerð verði, brjóti ekki í bága við siðfræðilega staðla þess lands eða alþjóðlegrar stofnunar sem á frumkvæði að rannsókninni. Matsnefndir í því landi sem við rannsókninni tekur, bera sérstaka ábyrgð á því að ákvarða hvort markmið rannsóknarinnar svari heilbrigðisþörfum og forgangsröðun eigin lands. Þar að auki þar sem þær hafa betri skilning á þeirri menningu sem ætlunin er að gera rannsóknina innan, bera þær sérstaka ábyrgð á því að tryggja a) jafnrétti við val þátttakenda, b) ásættanlegar áætlanir um að afla vitneskjusamþykkis, c) að leynd sé virt, d) að trúnaður sé varðveittur og e) að ekki sé í boði hagsbót sem telja megi óhóflega hvatningu til væntanlegra þátttakenda um að gefa samþykki sitt. í sem stystu máli má segja að hægt er að takmarka siðfræðilegt mat í því landi sem á frumkvæði að rannsókn, við það að tryggja að farið sé eftir almennum siðfræðilegum megin- reglum og í því felst jafnframt sá skilningur að siðfræðilegar matsnefndir í því landi er við tekur, hafi meiri hæfni til að meta sundurliðaðar áætlanir með hliðsjón af því að eftir þeim verði farið þai' sem þær hafa betri skilning á menningarlegum og siðferðilegum gildum þess fólks sem ætlunin er að gera rannsóknina á. Rannsóknir seni ætlað er að þróa afurðir til nota við meðferð, greiningu og forvarnir. Þegar rannsókn sem er að frumkvæði erlendis frá, er hleypt af stað og hún kostuð af iðnaðar- frumkvöðli svo sem lyfjafyrirtæki, er það í þágu þess lands sem við rannsókninni tekur að tillögur um rannsóknina séu lagðar fram ásamt ummælum ábyrgra yfirvalda í því landi sem frumkvæðið kemur frá svo sem heilbrigðisstjórnar, rann- sóknaráðs eða vísinda- eða læknisfræðiakademíu. Rannsókn sem er að frumkvæði erlendis frá og ætlað er að þróa afurð til nota við meðferð, greiningu og forvarnir, verður að svara heil- brigðisþörfum þess lands sem við henni tekur. Hana ætti því aðeins að gera í því landi sem við henni tekur, að sjúkdómurinn eða ástandið sem afurðinni er ætlað að hafa áhrif á, sé þar alvarlegt vandamál. Það er almenn regla að sá aðili er á frumkvæði að rannsókn skuli áður en hún hefst, fallast á að hver sú afurð sem þróuð er í slíkri rannsókn skuli verða tiltæk íbúum í viðkomandi samfélagi eða landi að lokinni vel heppnaðri prófun. Undantekningar frá þessari almennu kröfu skulu réttlættar og á þær skulu allir aðilar fallast áður en rannsóknin hefst. Um það skal fjallað hvort sá aðili sem er frumkvöðull könnunar, skuli halda uppi þjónustu og heilbrigðisstofnunum sem settar eru upp vegna rannsóknarinnar eftir að henni er lokið. Skyldur þeirra sem eiga frumkvæði að rannsókn utan frá. Mikilvægt hliðarmarkmið samvinnuverkefna sem kostuð eru utan frá er að þróa hæfni þess ríkis sem við rannsókninni tekur, til þess að að gera tilsvarandi rannsóknir á eigin spýtur þar á meðal að annast siðfræðilegt mat. I samræmi við þetta er ætlast til þess að þeir sem kosta rannsóknina utan frá, ráði og ef þörf krefur þjálfi innfædda til starfa sem könnuði, aðstoðarfólk við rannsóknir, við gagnavinnslu eða í önnur sambærileg störf. Þegar við á ættu frumkvöðlar einnig að leggja til aðstöðu og starfsmenn í því skyni að veita heilbrigðisþjónustu því fólki sem ætlunin er að leita til um að leggja til þátttakendur í rannsóknina. Þó svo að frumkvöðlum sé ekki skylt að veita heilbrigðis- þjónustu umfram það sem er nauðsynlegt fyrir framkvæmd rannsóknarinnar, er það hins vegar siðferðilega lofsvert. Aftur á móti ber frum- kvöðlum skylda til að tryggja það að þeir þátt- takendur sem verða fyrir skaða vegna inngrips í tenglum við rannsóknina fái ókeypis læknishjálp og að séð verði fyrir bótum ef dauði eða örorka hlýst af slíkum skaða (sjá þrettándu leiðbeiningu um yfirlýsingu um gildissvið og takmarkanir á slíkum skyldum). Enn fremur skulu frumkvöðlar og könnuðir vísa til meðferðar þeim þátttakendum eða væntanlegum þátttakendum sem reynast hafa sjúkdóma sem ekki tengjast rannsókninni og þeir skulu ráðleggja þeim að leita læknishjálpar, sem hafnað er vegna þess að þeir uppfylla ekki heilbrigðisskilmerki fyrir þátttöku í rannsókninni. Ætlast er til þess að frumkvöðlar tryggi að þátttakendur í rannsókn og samfélögin sem þeir konta úr verði ekki verr stödd en áður vegna rann- sóknarinnar (þegar frá er talin réttlætanleg áhætta sem fylgir rannsókninni) til dæmis með því að beina í farveg rannsókna þeim takmörku úrræð- um sem til eru heima fyrir. Frumkvöðlar geta veitt réttum yfirvöldum í því landi sem við rannsókn tekur upplýsingar er varða heilsufar í landinu eða í einstöícum sam- félögum, er fengist hafa meðan á rannsókn stóð. Ætlast er til að ytri frumkvöðlar leggi fram, svo sem nauðsyn ber til, hæfilegar fjárhæðir til þess að aðstoða við menntun og til þess að gera því landi sem við tekur, kleift að þróa eigin getu til þess að leggja sjálfstætt siðfræðilegt mat á rannsóknaráætlanir og til þess að stofna sjálfstæðar og fagmannlegar siðfræðilegar matsnefndir. Til þess að komast hjá hagsmunaárekstrum og til þess að tryggja sjálfstæði siðfræðinefndanna, skal slík aðstoð ekki renna beint til samfélaganna. Öllu heldur ættu fjármunirnir að renna til ríkisstjórnar viðkomandi ríkis eða til rannsóknarstofnunarinnar. Skyldur frumkvöðla eru mismunandi eftir aðstæðum í hverri rannsókn fyrir sig og þörfum þess lands sem við tekur. Skyldur frumkvöðuls í hverri rannsókn fyrir sig skulu skilgreindar áður en rannsóknin hefst. 1 rannsóknarreglunum skal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.