Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 69

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 69
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 181 nefna sérstaklega ef einhver úrræði, aðstaða, aðstoð eða önnur gæði og þjónusta verði veitt meðan á rannsókn stendur eða eftir að henni lýkur, því samfélagi sem þátttakendur eru fengnir úr og því landi sem við rannsókninni tekur. Einstök atriði þessa samkomulags skulu hljóta samþykki frumkvöðuls, opinberra aðila í því landi sem við rannsókninni tekur og þegar við á þess samfélags sem þátttakendur eru fengnir úr. Siðfræðilega matsnefndin í því landi sem við rannsókninni tekur, skal ákveða hvort einhver eða öll þessi atriði verði hluti ferlisins við að samþykkja rann- sóknina. Viðauki Stig klínískra prófana bóluefna og lyfja Þróun bóluefna Á fyrsta stigi prófana er bóluefninu beitt til reynslu á hóp manna til frumákvörðunar á öryggi efnisins og líffræðilegum verkunum þar á meðal ónæmingargetu þess. Á þessu stigi fara meðal annars fram athuganir á skömmtum og á því hvemig best er að koma efninu í líkamann. Venju- lega eru þátttakendur innan við 100. Annað stig prófana felst í frumkönnun á verkun efnisins hjá takmörkuðum hópi sjálf- boðaliða (sem venjulega eru milli 200 og 500 talsins). Athyglinni er einkum beint að ónæmis- getu efnisins. Þriðja stig prófana er ætlað fyrir fullkomnara mat á öryggi og verkun í sjúkdómsvörn og þátttakendur (sjálfboðaliðar) eru fleiri en fyrr og um er að ræða stýrða fjölsetraprófun. Þróun lyfja Fyrsta stig prófana vísar til þess að lyfið er fyrst reynt á mönnum. Venjulega er fylgst með heilbrigðum sjálfboðaliðum til þess að ákvarða við hvaða skammtastærðir eiturvirkni kemur fram. Síðan koma kannanir á skammtastyrk með hliðsjón af öryggi og í sumum tilvikum fyrstu merkjum um verkun. Á öðru stigi eru hannaðar stýrðar klínískar prófanir sem ætlað er að sýna fram á virkni og afstætt öryggi. Venjulega eru þessar prófanir gerðar á takmörkuðum fjölda sjúklinga sem eru undir ströngu eftirliti. Þriðja stigs prófanir fara fram eftir að stað- festar hafa verið réttmætar líkur á virkni lyfsins og þeim er ætlað að veita viðbótarupplýsingar um virkni fyrir sértækar ábendingar og nánari skilgreiningu á meinsvörunum lyfsins. Á þessu stigi er beitt bæði stýrðum og óstýrðum prófunum. Fjórða stigs prófunum er beitt eftir að sú stofn- un í landinu sem sér um skráningu lyfja, hefir veitt leyfi til að lyfinu sé dreift eða að það verði sett á markað. Á þessu stigi er til dæmis könnuð sértæk lyfjavirkni, staðfest er tíðni meinsvarana eða ákvörðuð eru áhrif af langtímagjöf lyfsins. Fjórða stigs prófanir er einnig hægt að hanna til þess að endurmeta lyfin með könnunum í hópum sem ekki voru nægjanlega rannsakaðir áður en lyfið var sett á markað (böm, eldra fólk) eða til þess að staðfesta nýjar klínískar ábendingar fyrir lyfið. Slíkar rannsóknir ber að greina frá markaðsrannsóknum, athugunum sem eiga að auka sölu og hefðbundnu eftirliti með meinsvömnum eftir að lyflð er komið á markað þar sem slíka starfsemi þarf ekki að bera undir siðfræðilegar matsnefndir (sjá fjórtándu leiðbeiningu). Almenn atriði um bóluefna og lyfjaprófanir Almennt séð skulu fyrsta stigs lyfjaprófanir og fyrsta og annars stigs bóluefnisprófanir gerðar í samræmi við þau ákvæði Helsinkiyfirlýsingar- innar, er fjalla um óklínískar rannsóknir. Hins vegar eru sumar undantekningar réttlætanlegar. Til dæmis er venja og siðfræðilega réttlætanlegt að gera fyrsta stigs prófanir með mjög eitruð efni á krabbameinssjúklingum fremur en á heilbrigð- um sjálfboðaliðum eins og fyrir er mælt í grein III. 2 í Helsinkiyfírlýsingunni. Á sama hátt gæti verið siðfræðilega réttlætanlegt að láta sermijákvæða einstaklinga með eyðnismitun taka þátt í annars stigs bóluefnisprófunum. Annars og þriðja stigs lyfjaprófanir skal gera í samræmi við annan kafla Helsinkiyfirlýsingar- innar þar sem rætt er um „læknisfræðilegar vís- indarannsóknir tengdar lækningastarfsemi (klínískar rannsóknir)“. Hins vegar gerir yfirlýsingin ekki sérstaklega ráð fyrir meðferðarprófunum en tryggir aftur á móti að lækninum sé frjálst „að nota nýjar rann- sóknar- og lœkningaaðferðir, efþœrgefa að hans dómi von um að lífi verði bjargað, að manni verði komið til heilsu á ný eða að þjáning verði linuð “ (grein II. 1). Að því er varðar annars og þriðja stigs lyfjaprófanir eru venjulega einnig gerðar réttlætanlegar undantekningar frá kröfum Helsinkiyfirlýsingarinnar. Lyfleysu sem gefin er viðmiðunarhópi, er ekki hægt að réttlæta „af mögulegu gildi sem það hefurfyrir greiningu eða lœkningu sjúklings", eins og mælt er fyrir um í grein II.6. Margt annað inngrip og margar aðferðir sem einkenna síðari stig lyfjaþróunar hafa enga greiningar- eða meðferðarþýðingu fyrir sjúkling- ana og þau verður því að réttlæta á annan hátt. Venjulega felst réttlætingin í þeirri væntingu að rannsókninni fylgi lítil eða engin áhætta og að inngripið muni auka verulega við líkurnar á því að markmiðum rannsóknarinnar verði náð. I þriðja stigs prófunum bóluefna er ekki notuð ný rannsóknar- og lækningaaðferð sem gefur „ von um að lífi verði bjargað, að manni verði komið til heilsu á ný eða að þjáning verði linuð“ (klínískar rannsóknir). Samt er bóluefninu ætlað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.