Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 73

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 73
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 183 Það sem þér viljið að aðrir gjöri yður skulið þér og þeim gjöra Við viljum byrja á að óska núverandi rit- stjórn til hamingju með viðleitni til að bæta Læknablaðið og gera það vandaðra og „les- vænna“ (readable). Eins ber að fagna því að blaðið er orðið umfangsmeira, fjölbreyttara og opnara eftir að Fréttabréfið var sameinað því og má vænta að það geti orðið vettvangur skoðanaskipta og mikilvægra upplýsinga fyrir lækna. Ákjósanlegt væri að blaðið yrði frjálst og óháð stjórn læknafélaganna eða sérstökum hópum innan þeirra. Einnig væri óskandi að blaðið stæði undir sér sjálft og læknar væru ekki skyldaðir til að kaupa það, heldur gerðu það vegna þess að þeim fyndist akkur í því, rétt eins og öðrum sem áhuga kynnu að hafa. Sem betur fer er Læknablaðið laust við þá fúkkalykt sem oft leggur af blöðum sem gefin eru út af ýmsum stofnunum. Slíkum blöðum er gjarnan dreift „ókeypis“ en kostnaður lagður á skattborgara. Ritstjórnir eru jafnvel sjálfskip- aðar og blöðin þjóna þeim tilgangi einum að koma á framfæri skoðunum þröngs hóps manna. Þó efni slíkra blaða sé innihaldsrýrt þá er ekkert til sparað þegar að setningu og ann- arri prentvinnu kemur. Gagnrýnivert er að op- inberar stofnanir skuli bruðla á þennan hátt með fé skattborgaranna á tímum sparnaðar. Nóg um það Tilefni þessara bréfaskrifa er grein sem und- irritaðir sendu blaðinu og birt var í janúarheft- inu 1995, Árangur geislajoðmeðferdar (I31I) við ofstarfsemi skjaldkirtils. Ritstjórn blaðsins fékk völdum mönnum það hlutverk að yfirfara greinina og í kjölfar þess var okkur gert að breyta nokkrum atriðum hennar, sumt til mikilla bóta en annað síður eins og gengur. Okkur þykir til dæmis orðið „skjaldvakabrestur“ svona fremur ófrýnilegt og jafnvel verra en „vanbruggun skildis“ sem Vilmundur Jónsson, fyrrverandi landlæknir, vildi nota yfir „hypothyroidismus". En við lét- um kyrrt liggja og töldum að svo lengi sem réttar niðurstöður rannóknarinnar kæmust til skila gætum við vel við unað. En þegar við svo sáum kynningu greinarinn- ar í efnisyfirliti blaðsins gátum við ekki lengur orða bundist. Þar segir: „Nítján ára uppgjör á geislameðferð við ofstarfsemi skjaldkirdls bendir til þess að sjúklingar með litla hnúta fái of mikla geislagjöf og þeir sem eru með stóra hnútafái oflitla“. Þetta er auðvitað ekki rétt og gefur til kynna að greinin fjalli um allt annað en hún í raun gerir. Sé setningunni breytt á þann hátt að í stað „hnúta“ (á báðum stöðum sem það kemur fram í setningunni) komi „skjald- kirtla" er merkingin orðið rétt í aðalatriðum þó að greinin fjalli að vísu einnig um „hnúta“ (tox- ic adenoma). Sent betur fer eru þetta ekki alvarleg mistök og augljós öllum sem greinina lesa. Okkur þótti samt rétt að leiðrétta þetta og vekja athygli framfarasinnaðrar ritstjórnar á þessu. Teljum við einmitt þá hugmynd góða að kynna örstutt efni greina á kápu eða í efnisyfir- liti og gera blaðið þannig „lesvænna". Við leggjum hins vegar áherslu á að höfundar fái tækifæri til að líta á þessar kynningarsetningar fyrir prentun blaðsins ellegar að þeir fái að semja þær sjálfir. Það ætti að tryggja að þetta framfaraspor heppnist. Við viljum að lokum ítreka ánægju okkar með þær breytingar sem orðið hafa á blaðinu og hvetjum ritstjórn til áframhaldandi við- leitni. Þeir sem leita, finna umbótum pláss. Matthías Kjeld Guðmundur Sigþórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.