Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 91

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 91
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 199 Fréttir frá FÍLÍNA Aðalfundur Félags íslenskra lækna í Norður-Ameríku (FI- LÍNA) var haldinn 8. október 1994 og var stjórnin endurkjörin til eins árs. Stjórnina skipa Þor- steinn Skúlason formaður, Gunnar Guðmundsson ritari, Davíð O. Arnar gjaldkeri. Dag- björg Sigurðardóttir og Ólafur Baldursson meðstjórnendur. Það sem helst hefur létt fé- lagsmönnum lund á liðnu ári var fregn sem barst á vordögum að sérfræðileyfisgjaldið var lækkað úr 75 þúsund krónum í 5000 krónur. Mun það hjálpa upp á fjárhaginn í lok kostnaðarsams sérnáms. Reglur Lífeyrissjóðs lækna kveða á um að læknir í sérnámi sé undanþeginn greiðslum í sjóðinn í tvö ár meðan á námi stendur með óskertum réttind- um. Fjárhagsstaða unglækna er slæm meðan á sérnámi í Banda- ríkjunum stendur. Vegna þessa sendi FÍLÍNA bréf til Lífeyris- sjóðs lækna þar sem farið var fram á endurskoðun á reglum sjóðsins svo læknar verði und- anþegnir greiðslum þar til sér- námi lýkur. Stjórn sjóðsins hef- ur ekki svarað málaleitan þess- ari og er það von að svo verði sem fyrst. Slitin hafa verið mikilvæg tengsl milli íslenskra lækna í Bandaríkjunum og starfsfélaga á Islandi eftir að Fréttabréf lækna var sameinað Lækna- blaðinu og þar með hætt að senda það félagsmönnum er- lendis. Við þetta voru slitin tengsl við um það bil þriðjung félagsmanna LI erlendis og þeim gert erfitt um vik að fylgj- ast með auglýsingum um lausar stöður á Islandi auk félags- frétta. Leita þarf að leiðum til úrbóta. Enn eru góðir möguleikar fyrir íslenska unglækna að kom- ast að í framhaldsnámi í Banda- ríkjunum en nokkur óvissa ríkir um framtíðina í ljósi breytinga sem rætt hefur verið um að gera á bandarísku heilbrigðiskerfi. Stjórn FÍLÍNA er fús að að- stoða íslenska unglækna sem hug hafa á framhaldsnámi í Bandaríkjunum. A félagaskrá FÍLÍNA eru nú um 110 læknar þar af um 2/3 í framhaldsnámi. Félagaskrá liggur frammi á skrifstofu LI. Heimilisfang félagsins er: FÍLÍNA c/o Þorsteinn Skúlason, 511 6th Avenue, Coralville, IA, 52241, USA. Fyrir hönd stjórnar FÍLÍNA Þorsteinn Skúlason formaður Liggur frammi hjá Læknablaðinu Læknablaðið sent formönnum svæðafélaga Þegar Læknablaðið og Fréttabréf lækna voru sameinuð tók stjórn LÍ þá ákvörðun að sameinað blað skyldi einungis sent þeim íslenskum læknum erlendis sem greiddu áskriftargjald, en áður var Frétta- bréf lækna sent öllum íslenskum læknum erlendis endurgjaldslaust. Þrátt fyrir þessa ákvörðun er Læknablaðið sem fyrr sent öllum formönnum svæðafélaga erlendis, án rukkunar. Áskriftargjald er nú kr. 6.000, en ekkert er innheimt fyrir sendingarkostn- að sem er talsverður, ekki síst til landa utan Evrópu. Ritstj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.