Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1995, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.04.1995, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 293 með sýruhemjandi lyfjum. Varanleg lækning með því að uppræta H. pylori virðist þó væn- legasti kosturinn. Þrátt fyrir að fjöldi biðlista- skurðaðgerða við ætisárum hafi fækkað á und- anförnum árum, eru skurðaðgerðir besti kost- urinn í meðferð á maga- og skeifugarnarraufun (perforation) (6). Undanfarin ár hafa birst ákveðnari leiðbein- ingar varðandi meðferð á ætisárum og H. pyl- orí. Síðustu ráðleggingarnar komu frá Banda- rísku heilbrigðisstofnuninni (National Institute of Health) snemma árs 1994. Öllum sjúklingum með maga- og skeifugarnarsár, sem jafnframt eru sýktir af H. pylorí, skal veita meðferð til að uppræta bakteríuna, án tillits til þess hvort sjúklingarnir greinast með sár í fyrsta skipti eða hafa endurtekin sár (7). Nú er helst mælt með holsjárrannsókn á efri hluta meltingarvegar með sýnatöku úr slímhúð í magahelli (antrum) og magabol (corpus) til úreasa rannsóknar, vefjagreiningar með litun eða ræktunar til greiningar á H. pylorí. Aðrar aðferðir eru ekki eins markvissar til greiningar á virkri H. pylori sýkingu eru dýrari og um- fangsmeiri (mæling mótefna í sermi, breath test), þó svo að gagnsemi þeirra við faralds- fræðilegar athuganir og til að meta árangur eftir meðferð sé almennt viðurkennd. Nú er mögulegt að beita mismunandi lyfja- samsetningum með allgóðum árangri til að uppræta H. pylorí (8). Meginvandamálið við meðferðina er hversu flókin hún er. Lyfjaóþol, tíðir fylgikvillar og lyfjaónæmi eru algeng. Þetta er háð því hvar og hvernig rannsóknirnar eru framkvæmdar. Nauðsynlegt er að gera stærri og umfram allt vandaðri fjölstofnana rannsóknir. Brýnt er að finna betri meðferð til upprætingar á H. pylorí. Öruggasta meðferðin gegn H. pylorí sem hægt er að mæla með sem fyrsta valkosti, er þriggja lyfja meðferð með collóíd bismút súb- cítrat (CBS, DeNol®), tetracýklíni (eða am- oxicillíni) og metrónídazóli. Fyrri tvö lyfin col- lóíd bismút súbcítrat (120 mg x 4) og tetracýk- lín (500 mg x 4) eru gjarnan gefin í 14 daga, en metrónídazól (400 mg x 3) í 10 daga (lyfja- kostnaður alls 7.700 krónur). Með þessari meðferð er mögulegt að uppræta H. pylorí í yfir 90% tilfella samkvæmt niðurstöðum fyrri rannsókna (8). Nýleg rannsókn gerð hérlendis gaf mjög góðan árangur með þessum lyfjum (100% uppræting á H. pylorí), þar sem collóíd bismút súbcítrat var hins vegar gefið í 28 daga (9). Hér í blaðinu er birt grein eftir Hallgrím Guðjónsson og félaga þar sem sömu lyfjum er beitt í 10-14 daga, en með sýruhemjandi lyfjum annað hvort H2-blokkara eða prótónudælu- hemli. Árangur meðferðarinnar er góður og uppræting H. pylorí tókst í 97% og 92% til- vika. Aukaverkanir voru mjög tíðar eða í 60% og 74% tilvika, þó flestar vægar, en mun al- gengari en í erlendum og einni íslenskri rann- sókn (9). Er hugsanlegt að með því að græða sárið fyrst þá þoli sjúklingurinn betur þriggja lyfja meðferðina? (9). Annar valkostur sem hefur skilað góðum árangri (uppræting yfir 80%) er tveggja vikna meðferð með amoxicillíni 500 mg x 4, metróní- dazóli 250 mg x 4 og prótónudæluhemli 1 hylki x 2 daglega (lyfjakostnaður alls 12.500 krónur). Hér hefur metrónídazóli verið bætt inn í títt rædda tveggja lyfja meðferð (amoxicillfn og ómeprazól), vegna misvísandi niðurstaðna fyrri rannsókna (8). Þriðji valkosturinn en jafnframt sá dýrasti er samsettur úr amoxicillíni 500 mg x 4, claritró- mýcíni 250 mg x 4 og ómeprazóli 20 mg x 2 (lyfjakostnaður alls 24.500 krónur), öll lyfin gefin í tvær vikur. Meðferðin er helst notuð hjá þeim sjúklingum sem hafa ekki svarað hefð- bundinni meðferð (sjá að framan) og eru komnir með metrónídazól-ónæmi (8). Frekari rannsóknir beinast að leit að nýjum lyfjum, sem ekki ber alltaf tilætlaðan árangur (sjá grein Bjarna Þjóðleifssonar og félaga aftar í blaðinu). Vert er að undirstrika að ekki skal hefja meðferð hjá sjúklingum, nema sýnt hafi verið fram á virka H. pylori sýkingu með rannsókn. Varanleg lækning á ætisárum með sýklalyfj- um og líklega jafnframt með sýruhemjandi lyfj- um lofar góðu. Eins og bent er á í grein Hall- gríms Guðjónssonar og félaga er þjóðfélagsleg- ur ávinningur í kjölfar slíkra læknisfræðilegra framfara augljós. Mest er þó um vert að tekist hefur að lina þjáningar sjúkra (9). I augsýn eru kviðarholsjáraðgerðir með skurði á víðfaratauginni og greinum hennar. Mikilvægt er að breyta ekki ábendingum fyrir skurðaðgerð vegna þess að nú er mögulegt að gera aðgerðina með kviðarholsjá (6). Nú hyllir undir að bólusetja einstaklinga gegn H. pylori, en nokkur vandamál eru enn óleyst (10). Með heilsuvænna umhverfi, betri meðferð sýktra einstaklinga og fáum endur- sýkingum verður bólusetningarþörfin ekki jafn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.