Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1995, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.04.1995, Blaðsíða 14
298 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 magaslímhúð, en það hefur verið ýmsum vand- kvæðum bundið. Bestur árangur hefur náðst með þriggja lyfja meðferð og oftast er beitt metrónídazóli, bismút og annað hvort amox- icillíni eða tetracýklíni (5). Pessi meðferð er oft erfið. Hún er gefin í 10-14 daga og samkvæmt íslenskri rannsókn fá um 70% sjúklinganna aukaverkanir (6). Það er því þörf á styttri með- ferð með færri aukaverkunum. Fleroxacín er nýtt lyf af kínólónflokki, sem hefur góða virkni gegn H. pylori in vitro (7). Helmingunartími er langur og nægir því að gefa lyfið einu sinni á dag. Höfundum er ekki kunnugt um að fleroxacín hafi verið reynt gegn H. pylori sýkingu in vivo. Azitrómýcín er nýtt lyf af flokki svokallaðra azalíða, sem hefur óvanalega lyfjafræðilega hegðun. Lyfið er mjög raflilaðið í líkamsvökva, en þegar það fer inn í frumur missir það hleðsl- una og binst eggjahvítu. Þéttni lyfsins verður því mjög há inni í frumunum. Talið er líklegt að lyfið skiljist út með magaslíminu í nægjanlegu magni til að verka á bakteríur, en eitt aðal- vandamálið við meðferð á H. pylori er að koma lyfinu inn í slímið þar sem bakterían heldur sig. Sýnt hefur verið fram á að einn skammtur af azitrómýcíni nægir til að lækna Chlamydia trachomatis kynfærasýkingu (8,9). Azitrómýcín er mjög virkt gegn íslenskum stofnum af H. pylori in vitro (10). Það þótti því álitlegur kostur að reyna þessi tvö lyf saman í meðferð gegn H. pylori. Jafn- framt var talið æskilegt að gefa ómeprazól, bæði vegna sára eða sýrutengdra óþæginda sem sjúklingarnir höfðu, svo og til að bæta aðgengi og þannig virkni lyfjanna í magaslím- húð með því að hækka sýrustigið. Efniviður og aðferðir Sautján sjúklingar (10 karlar og sjö konur) voru teknir til meðferðar, meðalaldur var 50 ár (±4,5 SD). Inntökuskilyrði voru að sjúklingur væri almennt hraustur fyrir utan magavanda- mál, tæki engin lyf og að blóðgildi væru eðlileg fyrir kreatínín, ASAT, GGT, sökk og blóð- rauða. Efri hluti meltingarvegar var speglaður og þurftu magasýni að vera jákvæð á úreasa prófi (CLOtest, Delta West Pty Ltd, Western Australia) og við ræktun á H. pylori á Skirrows æti. Ræktun og greiningar voru gerðar á sýkla- fræðideild Landspítalans, eins og lýst hefur verið áður (11). Atta sjúklingar höfðu skeifu- garnarsár, einn magasár og átta meltingarónot án sára (non-ulcer dyspepsia). Eftirfarandi meðferð var veitt; 40 mg ómeprazól (Losec®, Hassle) voru gefin að morgni á fyrsta degi til 14 dags; 250 mg x 2 azitrómýcín (Zitromax®) voru gefin á sjöunda og áttunda degi; 400 mg x 1 fleroxacín (Quinodis®) voru gefin að morgni á sjöunda degi til 14 dags. Sjúklingar voru skoðaðir aftur þremur mánuðum eftir að með- ferð lauk og var þá speglun endurtekin svo og blóðpróf. Uppræting á H. pylori var talin hafa tekist ef bæði úreasa próf og ræktun á H. pylori voru neikvæð. Sjúklingar voru beðnir að skrá allar aukaverkanir á kvarða 0-4 sem mældi stig á eftirfarandi hátt: 0 = engar aukaverkanir; 1 = vægar aukaverkanir, trufluðu dagleg störf á engan hátt; 2 = aukaverkanir í meðallagi, trufluðu dagleg störf lítillega; 3 = aukaverkan- ir trufluðu dagleg störf verulega, en sjúklingar gátu samt sinnt vinnu; 4 = óbærilegar auka- verkanir, meðferð hætt. Sjúklingar skiluðu lyfjaumbúðum til staðfestingar lyfjatöku. Table I. H. pylori status in relation to diagnosis three months after treatment. Non-ulcer dyspepsia Peptic ulcer Total H. pylori positive 7 4 11 H. pylori negative 1 (13%) 5 (56%) 6 (35%) Table II. Accumulated side effect score (score per day times number of days) in relation to diagnosis. Non-ulcer dyspepsia Peptic ulcer Constipation 35 0 Nausea 23 6 Abdominal distention 13 0 Diarrhoea 7 0 Tiredness 6 0 Heartburn 4 2 Sleep disturbance 3 2 Perspiration 3 0 Dizziness 3 0 Vomiting 1 0 Flatulence 0 11 Total 98 21 Mean score per patient 12.3 2.3 U = 80; p<0.01
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.