Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1995, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.04.1995, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 299 Staðtölulegur munur var metinn með ná- kvæmnisprófi Fishers eða Mann Whitney U prófi og var p-gildi <0,05 talið marktækt. Niðurstöður Allir sjúklingarnir 17 luku meðferð og með- ferðarheldni var góð. I töflu I sést að sex (35%) urðu H. pylori neikvæðir. Hjá sjúklingum með meltingarónot varð aðeins einn (13%) nei- kvæður, en fimm (56%) af sjúklingum með sársjúkdóm. Pessi munur var ekki marktækur (p=0,131). Öll blóðpróf voru eðlileg við upp- haf og lok meðferðar. Sjúklingar með sársjúk- dóm þoldu lyfjakúrinn mjög vel. Þrír skráðu alls engar aukaverkanir og samanlögð stig fyrir aukaverkanir var að meðaltali 2,3. Sjúklingar með meltingarónot þoldu lyfjakúrinn mun verr. Aðeins einn sjúklingur skráði engar aukaverkanir, en samanlögð stig fyrir auka- verkanir voru að meðaltali 12,3 (p <0,01). (tafla II). Umræða Fleroxacín og azitrómýcín hafa ýmsa áhuga- verða lyfjafræðilega eiginleika og góða virkni gegn H. pylori in vitro. Þau hafa ekki áður verið reynd saman í meðferð við H. pylori sýkingu in vivo. Niðurstöður þessarar rann- sóknar benda til að þau séu ekki nógu virk in vivo, að minnsta kosti ekki ef þau eru gefin á þann hátt sem hér var gert. Meðferðin upp- rætti sýkinguna einungis hjá 35% sjúklinga. Lyf skylt azitrómýcíni, claritrómýcín, hefur verið prófað eitt sér í meðferð við H. pylori en árangur var ófullnægjandi (12). Lyfið hefur reynst betur í fjöllyfjameðferð. Claritrómýcín hefur einnig verið reynt með ómeprazóli (svip- að og gert var í okkar rannsókn) og náðist þá 78% árangur (13). Þegar claritrómýcín er not- að í þriggja lyfja meðferð í stað metrónídazóls næst ekki betri árangur, ef H. pylori er næmur fyrir metrónídazóli (14). Ef H. pylori stofninn er ónæmur fyrir metrónídazóli þá næst góður árangur í þriggja lyfja meðferð með því að skipta á metrónídazóli og claritrómýcíni (14). í þeim rannsóknum sem hér er vitnað til (12-14) var claritrómýcín gefið í 14 daga, en í okkar rannsókn var azitrómýcín gefið í einungis tvo daga og var þar tekið mið af góðum árangri af einum skammti af azitrómýcíni í meðferð við kynfærasýkingu af völdum Chlamydia trachomatis (8,9). Það er ljóst af okkar rann- sókn að þessi góði kostur azitrómýcín í með- ferð á kynfærasýkingum kemur ekki að gagni í meðferð á H. pylori sýkingum í maga. Fleroxa- cín í sjö daga virðist ekki bæta miklu við þann árangur sem vænta má af azitrómýcínmeðferð einni saman. Marktækt hærri tíðni aukaverkana hjá sjúk- lingum með meltingarónot kemur heim við þá hugmynd að þessir sjúklingar eru viðkvæmari fyrir öllum áreitum á meltingarveg (mat, drykk, lyfjum, álagi og svo framvegis) (15). Ekki er unnt að benda á betri aðferðir til upp- rætingar á H. pylori sýkingu í maga, en þær sem lýst er í nýlegum greinum í Læknablaðinu (6,16). Þakkir Höfundar þakka Astra ísland og Stefáni Thorarensen h.f. fyrir að gefa lyf, sem notuð voru í rannsókninni. HEIMILDIR 1. Marshall BJ. Epidemiology of H. pylori in Western countries. In: Hunt RH, Tytgat GNJ, eds. Helicobacrer pylori, basic mechanisms to clinical cure. Dordrect, Bos- ton, London: Kluwer AcademicPublishers, 1994: 75-84. 2. Kristinsson K, Þjóðleifsson B, Sigvaldadóttir E, Jensson Ó, Wadström T. Mælingar á mótefnum gegn Helicobac- ter pylori í íslendingum. Læknablaðið 1992; 78/Fylgirit 21: 60. 3. Lambert JR, Lin SK. Prevalence/disease correlates of H. pylori. In: Hunt RH, Tytgat GNJ, eds. Helicobacter pylori. Basic mechanisms to clinical cure. Dordrect, Boston, London: Kluwer Academic Publishers, 1994: 95-112. 4. Oddsson E, Guðjónsson H, Björnsson S, Gunnlaugsson Ó, Theódórs Á, Gormsen M. et al. Uppræting á Hel- icobacter pylori sýkingu hjá sjúklingum með meltingaró- not. Langtímaáhrif á einkenni. Læknablaðið 1994; 80: 127-32. 5. Tytgat GNJ, Naach LA. H. pylori eradication. In: Hunt RH, Tytgat GNJ, eds. Helicobacterpylori. Basic mecha- nisms to clinical cure. Dordrec, Boston, London: Kluw- er Academic Publishers, 1994: 550-69. 6. Guðjónsson H, Ástráðsdóttir H, Þjóðleifsson B. Hel- icobater pylori: Árangur þriggja lyfja meðferðar gegn Helicobacter pylori hjá sjúklingum með skeifugamarsár. Læknablaðið 1995; 81: 303-7. 7. Megrand F. H. pylori resistance to antibiotics. In: Hunt RH, Tytgat GNJ, eds. Helicobacterpylori. Basic mecha- nisms to clinical cure. Dordrect, Boston, London: Kluw- er Academic Publishers, 1994: 570-83. 8. Steingrímsson Ó. Ólafsson JH, Thorarinsson H, Ryan RW, Johnson R, Tilton RC. Azithromycin in the treat- ment of sexually transmitted diseases. J Antimicrob Chemother 1990; 25 Suppl. A: 109-14. 9. Steingrímsson Ó, Ólafsson JH, Thorarinsson H, Ryan R, Johnson R, Tilton R. Single Dose Azithromycin Treatment of Gonorrhea and Infections caused by C. trachomatis and U. urealyticum in Men. Sex Trans Dis 1994; 21: 43-6. 10. Harðardóttir H, Sigvaldadóttir E, Steingrímsson Ó. Athugun á lyfjanæmi Campylobacterpylori. Læknablað- ið 1990; 76: 137-8.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.